Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 14. júlí 2025 10:40 Bjargey segir göngufólkinu sem dvaldi í skálanum hafa verið mjög brugðið. Þau hafi samt haldið í göngu daginn eftir. Vísir/Kolbeinn Tumi Eldur kviknaði fyrir helgi í salernis- og sturtuaðstöðu við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði. Alls voru 30 í skálanum sem stendur við norðanvert Snæfell þegar eldurinn kviknaði aðfaranótt föstudags. Bjargey Guðmundsdóttir landvörður segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi verið ómetanlegt að hafa þau á svæðinu til aðstoðar. „Það var hérna stór hópur af göngufólki sem var að fara að ganga upp á Snæfell. Ein úr gönguhópnum vaknaði um korter í þrjú og fann lykt,“ segir Bjargey. Vakti landverði um þrjú Konan hafi litið út um gluggann og séð rosalegan reyk. „Það var kviknað í og hún vekur okkur landverðina og við rjúkum út og sjáum eldinn og reynum allt til að tryggja að þetta fari ekki í skálann.“ Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Bjargey segir göngufólkið hafa aðstoðað og að það hafi verið mikil heppni að á staðnum voru fyrir smiðir sem eru að vinna að viðgerð á þaki í skálanum. Hún segir landverði hafa óttast mjög að eldur bærist í önnur hús en vindáttin hafi verið hagstæð og það ekki gerst. Hringt var í slökkvilið sem var komið frá Egilsstöðum eftir um einn og hálfan tíma til tvo tíma. „Þannig við þurftum eiginlega bara að horfa á þetta brenna á meðan, sem var mjög erfitt. En svo kom slökkviliðið og náði að slökkva eldinn.“ Eldsupptök enn óljós Bjargey segir ekki vitað hvað olli eldinum en líklega hafi eldur kviknað út frá gashitara fyrir sturtur eða rafmagnstöflunni fyrir sólarselllurnar. Það er nú til rannsóknar. „Okkur brá mjög mikið og það var mjög mikið panikk til að byrja með,“ segir hún en að fólk hafi róast þegar búið var að tryggja aðstæður með því að fjarlægja gaskúta. Smiðirnir gátu notað körfubíl til að tryggja svæðið. Kofinn stendur í smá fjarlægð frá skálanum og var vindátt hagstæð þannig eldur barst ekki á milli húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi „Þetta fór mun betur en við héldum. Það er hægt að nota eitt salerni enn þá en það er lykt inni, en svo vitum við ekki hvað verður gert. Það er verið að skoða það núna.“ Bjargey segir erfitt að vita hvaða áhrif þetta hefur á framhaldið. Hún segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi ekki stöðvað þau í að halda í gönguna. „Þetta var ekki það sem þau höfðu hugsað sér, þau voru á leið í göngu daginn eftir, þannig það var ekki mikið um svefn. En það var ómetanlegt að hafa þau hérna til að hjálpa til við að halda þessu öruggu.“ Nokkrir smiðir voru á vettvangi vegna þakviðgerða sem nú eru í gangi á skálanum sjálfum. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Salernis- og vaskaðstaða er í kofanum sem brann. Vísir/Kolbeinn Tumi Vatnajökulsþjóðgarður Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bjargey Guðmundsdóttir landvörður segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi verið ómetanlegt að hafa þau á svæðinu til aðstoðar. „Það var hérna stór hópur af göngufólki sem var að fara að ganga upp á Snæfell. Ein úr gönguhópnum vaknaði um korter í þrjú og fann lykt,“ segir Bjargey. Vakti landverði um þrjú Konan hafi litið út um gluggann og séð rosalegan reyk. „Það var kviknað í og hún vekur okkur landverðina og við rjúkum út og sjáum eldinn og reynum allt til að tryggja að þetta fari ekki í skálann.“ Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Bjargey segir göngufólkið hafa aðstoðað og að það hafi verið mikil heppni að á staðnum voru fyrir smiðir sem eru að vinna að viðgerð á þaki í skálanum. Hún segir landverði hafa óttast mjög að eldur bærist í önnur hús en vindáttin hafi verið hagstæð og það ekki gerst. Hringt var í slökkvilið sem var komið frá Egilsstöðum eftir um einn og hálfan tíma til tvo tíma. „Þannig við þurftum eiginlega bara að horfa á þetta brenna á meðan, sem var mjög erfitt. En svo kom slökkviliðið og náði að slökkva eldinn.“ Eldsupptök enn óljós Bjargey segir ekki vitað hvað olli eldinum en líklega hafi eldur kviknað út frá gashitara fyrir sturtur eða rafmagnstöflunni fyrir sólarselllurnar. Það er nú til rannsóknar. „Okkur brá mjög mikið og það var mjög mikið panikk til að byrja með,“ segir hún en að fólk hafi róast þegar búið var að tryggja aðstæður með því að fjarlægja gaskúta. Smiðirnir gátu notað körfubíl til að tryggja svæðið. Kofinn stendur í smá fjarlægð frá skálanum og var vindátt hagstæð þannig eldur barst ekki á milli húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi „Þetta fór mun betur en við héldum. Það er hægt að nota eitt salerni enn þá en það er lykt inni, en svo vitum við ekki hvað verður gert. Það er verið að skoða það núna.“ Bjargey segir erfitt að vita hvaða áhrif þetta hefur á framhaldið. Hún segir göngufólkinu hafa verið brugðið en það hafi ekki stöðvað þau í að halda í gönguna. „Þetta var ekki það sem þau höfðu hugsað sér, þau voru á leið í göngu daginn eftir, þannig það var ekki mikið um svefn. En það var ómetanlegt að hafa þau hérna til að hjálpa til við að halda þessu öruggu.“ Nokkrir smiðir voru á vettvangi vegna þakviðgerða sem nú eru í gangi á skálanum sjálfum. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðstaðan er eiginlega alveg ónýt eftir brunann. Vísir/Kolbeinn Tumi Salernis- og vaskaðstaða er í kofanum sem brann. Vísir/Kolbeinn Tumi
Vatnajökulsþjóðgarður Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira