„Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2025 22:04 Notkun hugvíkkandi efna sem hluti af áfallameðferð hefur verið í umræðunni síðustu misserin. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að einstaklingar hafi þurft að leita á bráðamóttöku í geðrofsástandi eftir notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni. Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir um sömu efni að ræða og seld eru sem vímugjafar í partýum. Þegar talað er um hugvíkkandi efni er til dæmis átt við MDMA, ólöglegt efni sem hefur verið rannsakað síðustu árin í því skyni að nota það sem hluta af meðferð vegna áfallastreituröskunar. Lyfið er ekki komið með markaðsleyfi en virðist engu að síður vera notað af meðferðaraðilum utan heilbrigðisgeirans. Pétur Maack er formaður félags Sálfræðingafélags Íslands. „Það sem við vitum raunverulega ekki er hversu algengt það er að fólk sé að prufa sig áfram með svona efni sem hafa verið flokkuð saman, líkt og MDMA og psilocybin.“ „Við höfum enga yfirsýn yfir hverjir eru að leiða þessar meðferðir eða athafnir,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Í gær birtist viðtal við Hödd Vilhjálmsdóttur á Vísi sem ræddi reynslu sína af því að hafa undir handleiðslu meðferðaraðila notað MDMA í áfallavinnu og þurfti í framhaldinu að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Pétur segir að upp komi 15-20 slík mál á ári. „Það er mjög alvarlegt að fólk [meðferðaraðilar] sem ekki hefur grunn í það að stunda þetta, hefur ekki þekkingu á þessum efnum eða afleiðingum þeirra, sé að fikta við þetta. Kannski ekki síst útaf því að fólki er mishætt við geðrofi,“ segir Pétur og bætir við að nauðsynlegt sé að sá sem geri tilraunir með svona meðferðir þekki mjög vel til bakgrunns meðferðaþegans og til geðrofssjúklinga. „Við vitum ekkert hvað er í þessu“ Pétur segir að í dæmi Haddar hafi verið óvanalegt að hún var í meðferð hjá heilbrigðisstarfsemi því þar gildi lög og reglugerðir. Umræddur sálfræðingur missti starfsleyfið sem Pétur segir dæmi um að kerfið hafi virkað. Einnig sé sá vinkill áhugaverður að starfandi heilbrigðisstarfsmenn séu með sjúklingatrygging sem sé ábyrðgartrygging gagnvart því sem gæti komið upp í meðferð sjúklinga. „Ef þú ert forvitinn um þetta og kýst að fara í athöfn uppi í fjalli eða úti í sveit, þá er það auðvitað ekki þannig að sá sem stýrir athöfninni sé með sjúkingatryggingu ef eitthvað kemur upp á. Það er áhætta og fólk þyrfti svolítið að hugleiða hana áður en það stekkur á þetta.“ Erlendis standa yfir opinberar tilraunameðferðir þar sem meðal annars er verið að búa til leiðbeiningar um hvernig á að veita viðtalsmeðferð þeim sem eru undir áhrifum MDMA. Ef af því verður að lyfið fái markaðsleyfi þá telur Pétur að það verði ekki notað nema að vel athuguðu máli og þá í teymisvinnu sérfræðinga. Svo er ekki nú. „Þarna eru þau seld sem einhverskonar lækningaefni eða lyf eða í lækningaskyni en þetta kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ sem vímugjafi. Við vitum ekkert hvað er í þessu.“ Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Þegar talað er um hugvíkkandi efni er til dæmis átt við MDMA, ólöglegt efni sem hefur verið rannsakað síðustu árin í því skyni að nota það sem hluta af meðferð vegna áfallastreituröskunar. Lyfið er ekki komið með markaðsleyfi en virðist engu að síður vera notað af meðferðaraðilum utan heilbrigðisgeirans. Pétur Maack er formaður félags Sálfræðingafélags Íslands. „Það sem við vitum raunverulega ekki er hversu algengt það er að fólk sé að prufa sig áfram með svona efni sem hafa verið flokkuð saman, líkt og MDMA og psilocybin.“ „Við höfum enga yfirsýn yfir hverjir eru að leiða þessar meðferðir eða athafnir,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Í gær birtist viðtal við Hödd Vilhjálmsdóttur á Vísi sem ræddi reynslu sína af því að hafa undir handleiðslu meðferðaraðila notað MDMA í áfallavinnu og þurfti í framhaldinu að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Pétur segir að upp komi 15-20 slík mál á ári. „Það er mjög alvarlegt að fólk [meðferðaraðilar] sem ekki hefur grunn í það að stunda þetta, hefur ekki þekkingu á þessum efnum eða afleiðingum þeirra, sé að fikta við þetta. Kannski ekki síst útaf því að fólki er mishætt við geðrofi,“ segir Pétur og bætir við að nauðsynlegt sé að sá sem geri tilraunir með svona meðferðir þekki mjög vel til bakgrunns meðferðaþegans og til geðrofssjúklinga. „Við vitum ekkert hvað er í þessu“ Pétur segir að í dæmi Haddar hafi verið óvanalegt að hún var í meðferð hjá heilbrigðisstarfsemi því þar gildi lög og reglugerðir. Umræddur sálfræðingur missti starfsleyfið sem Pétur segir dæmi um að kerfið hafi virkað. Einnig sé sá vinkill áhugaverður að starfandi heilbrigðisstarfsmenn séu með sjúklingatrygging sem sé ábyrðgartrygging gagnvart því sem gæti komið upp í meðferð sjúklinga. „Ef þú ert forvitinn um þetta og kýst að fara í athöfn uppi í fjalli eða úti í sveit, þá er það auðvitað ekki þannig að sá sem stýrir athöfninni sé með sjúkingatryggingu ef eitthvað kemur upp á. Það er áhætta og fólk þyrfti svolítið að hugleiða hana áður en það stekkur á þetta.“ Erlendis standa yfir opinberar tilraunameðferðir þar sem meðal annars er verið að búa til leiðbeiningar um hvernig á að veita viðtalsmeðferð þeim sem eru undir áhrifum MDMA. Ef af því verður að lyfið fái markaðsleyfi þá telur Pétur að það verði ekki notað nema að vel athuguðu máli og þá í teymisvinnu sérfræðinga. Svo er ekki nú. „Þarna eru þau seld sem einhverskonar lækningaefni eða lyf eða í lækningaskyni en þetta kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ sem vímugjafi. Við vitum ekkert hvað er í þessu.“
Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira