Fótbolti

Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld

Siggeir Ævarsson skrifar
Jóhannes fagnar marki í sumar
Jóhannes fagnar marki í sumar Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Jóhannes Kristinn Bjarnason er ekki á leið til ítalska liðsins Pro Vercelli. Hann er mættur aftur til Íslands en er þó ekki með KR gegn ÍA í kvöld en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfesti það í viðtali fyrir leik.

„Ef ég er ekki að ljúga að þér þá held ég að hann sé kominn heim. Við náðum samkomulagi við ítalskt lið á fimmtudaginn held ég um kaup á honum og hann fór á laugardagsmorguninn út til Ítalíu að skoða aðstæður. En eins og ég held að hafi komið fram í fjölmiðlum í dag þá hafnaði hann tilboðinu. Ég á von á honum bara ferskum á æfingu á morgun.“

Samingaviðræður Jóhannesar og C-deildar liðsins Pro Vercelli sigldu í strand og kom Jóhannes aftur heim til Íslands í dag en þar sem hann missti af undirbúningi fyrir leikinn verður hann ekki með í kvöld en mætir á æfingu á morgun. Hann er einn af markahærri leikmönnum KR í sumar með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×