„Margt dýrmætt á þessum ferli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2025 11:32 Ásbjörn lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti og skilur sáttur við handboltann. vísir / ívar Eftir langan og farsælan feril eru handboltaskór Ásbjörns Friðrikssonar komnir upp í hillu. Hann ætlar að kúpla sig alfarið út til að byrja með fjölskyldunnar vegna og skilur sáttur við. Með sanni má segja að Ásbjörns verði saknað úr Kaplakrikanum eftir að hafa verið leikmaður FH í meira og minna sautján ár, en hvernig má það vera að maður að norðan sé svona mikill FH-ingur? „Pabbi svaraði þessu ágætlega eftir að hann kom í Krikann í vor, við vorum að ræða þetta og hann sagði: Það er tekið svo vel á móti manni hérna, það er eins og allir þekki mann. Ég held að það sé svolítið stemningin hérna og svo er maður búinn að búa í Hafnarfirði lengi, orðinn harður FH-ingur en líka KA-maður, inn við beinið, bara langt síðan maður var þar“ segir Ásbjörn. FH varð Íslandsmeistari á síðasta ári.vísir Aldrei sýnt öðrum liðum áhuga Ásbjörn gekk fyrst til liðs við FH árið 2008 og sneri svo aftur til félagsins árið 2012 eftir tvö ár með Alingsas í Svíþjóð í millitíðinni. Hann segir önnur íslensk lið hafa sýnt sér áhuga en sá áhugi var ekki gagnkvæmur. „Ég ýtti því alltaf strax frá mér“ segir Ásbjörn. Auðvelt í sumarfríi en verður erfitt í haust Ásbjörn er orðinn 37 ára gamall og segir tímapunktinn réttan til að skilja við leikmannaferilinn, ákvörðunin hafi samt verið erfið og eigi eftir að verða erfiðari með haustinu. „Ég held að hún verði ennþá erfiðari þegar boltinn fer aftur í gang núna í haust en hún er auðveld núna þegar þú ert bara í sumarfríi“ segir Ásbjörn. Ásbjörn í bikarúrslitaleiknum sem FH vann árið 2019.vísir Kúplar sig alfarið út og skilur sáttur við Ásbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari FH undanfarin ár samhliða skyldum sínum sem leikmaður, en hættir einnig í þeirri stöðu. Hann segir gott að kúpla sig alfarið út um hríð og setja fjölskylduna í forgang. „Ágætis tímapunktur að fara út úr því núna. Maður þarf líka að geta átt seinnipart heima með fjölskyldunni, sem verða aðeins fleiri þegar maður fer út úr þessu. Þannig að það er fullt af hlutum sem tosa í þá átt, að taka sér smá pásu frá því líka“ segir Ásbjörn sem lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti. Bikarmeistaratitill í hús árið 2019. vísir „Ég er bara mjög ánægður með ferilinn, fullt af félögum, unnið titla, verið í góðum liðum, sjaldan verið í einhverju stórkostlegu veseni í mínu liði. Titlarnir og félagarnir sem maður hefur eignast í gegnum þetta, það er margt dýrmætt á þessum ferli“ segir Ásbjörn að lokum í innslagi Sportpakka Sýnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Handbolti FH Olís-deild karla Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Með sanni má segja að Ásbjörns verði saknað úr Kaplakrikanum eftir að hafa verið leikmaður FH í meira og minna sautján ár, en hvernig má það vera að maður að norðan sé svona mikill FH-ingur? „Pabbi svaraði þessu ágætlega eftir að hann kom í Krikann í vor, við vorum að ræða þetta og hann sagði: Það er tekið svo vel á móti manni hérna, það er eins og allir þekki mann. Ég held að það sé svolítið stemningin hérna og svo er maður búinn að búa í Hafnarfirði lengi, orðinn harður FH-ingur en líka KA-maður, inn við beinið, bara langt síðan maður var þar“ segir Ásbjörn. FH varð Íslandsmeistari á síðasta ári.vísir Aldrei sýnt öðrum liðum áhuga Ásbjörn gekk fyrst til liðs við FH árið 2008 og sneri svo aftur til félagsins árið 2012 eftir tvö ár með Alingsas í Svíþjóð í millitíðinni. Hann segir önnur íslensk lið hafa sýnt sér áhuga en sá áhugi var ekki gagnkvæmur. „Ég ýtti því alltaf strax frá mér“ segir Ásbjörn. Auðvelt í sumarfríi en verður erfitt í haust Ásbjörn er orðinn 37 ára gamall og segir tímapunktinn réttan til að skilja við leikmannaferilinn, ákvörðunin hafi samt verið erfið og eigi eftir að verða erfiðari með haustinu. „Ég held að hún verði ennþá erfiðari þegar boltinn fer aftur í gang núna í haust en hún er auðveld núna þegar þú ert bara í sumarfríi“ segir Ásbjörn. Ásbjörn í bikarúrslitaleiknum sem FH vann árið 2019.vísir Kúplar sig alfarið út og skilur sáttur við Ásbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari FH undanfarin ár samhliða skyldum sínum sem leikmaður, en hættir einnig í þeirri stöðu. Hann segir gott að kúpla sig alfarið út um hríð og setja fjölskylduna í forgang. „Ágætis tímapunktur að fara út úr því núna. Maður þarf líka að geta átt seinnipart heima með fjölskyldunni, sem verða aðeins fleiri þegar maður fer út úr þessu. Þannig að það er fullt af hlutum sem tosa í þá átt, að taka sér smá pásu frá því líka“ segir Ásbjörn sem lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti. Bikarmeistaratitill í hús árið 2019. vísir „Ég er bara mjög ánægður með ferilinn, fullt af félögum, unnið titla, verið í góðum liðum, sjaldan verið í einhverju stórkostlegu veseni í mínu liði. Titlarnir og félagarnir sem maður hefur eignast í gegnum þetta, það er margt dýrmætt á þessum ferli“ segir Ásbjörn að lokum í innslagi Sportpakka Sýnar sem má sjá í spilaranum að ofan.
Handbolti FH Olís-deild karla Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira