Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:06 Sólin síðustu daga hefur haft áhrif á klæðingar á vegum landsins en þær þola hitann verr en malbikið. Vísir/Vilhelm Bikblæðinga hefur orðið vart um nánast allt land eftir hlýindin síðustu daga og staðan orðin mjög slæm á Norðurlandi. Vegagerðin varaði í gær vegfarendur við bikblæðingum. Slíkar blæðingar verða eftir að yfirborð klæðingar á vegum hitnar mikið. Þetta skapar hættu fyrir vegfarendur þar sem bik og möl geta fest á hjólbörðum og hálka myndast. „Það er mjög mikil sól og heitt. Lúxusvandamál í dag á Íslandi. Þetta eru aðstæður sem eru mjög óheppilegar fyrir okkur þar sem við erum komin með mjög bikríkar klæðingar og steinefnin farin úr yfirborðinu þá á klæðingin það til að blæða og aðstæður verða hinar verstu fyrir vegfarendur,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Blæðinganna hafi orðið vart á vegum nánast um allt land. Ástandið sé mjög slæmt víða á Norðurlandi. „Eyjafirði og eiginlega á milli Akureyrar og Mývatns. Töluvert á Austurlandi líka.“ Blæðingarnar verða á vegum sem eru með klæðingu en ekki malbikaðir. Slíkir vegir eru oft á fáfarnari stöðum þar sem þetta er margfalt ódýrara en að malbika. Bergþóra segir erfiðar aðstæður fyrir ökumenn geta myndast þar sem bikblæðinga hefur orðið vart. „Þetta er alltaf hættulegt. Þannig að um leið og við heyrum eða sjáum þá bregðumst við hratt við. Við höfum verið fyrst og fremst núna að reyna að kæla yfirborðið. Við höfum verið að vökva. Við höfum síðan verið að dreifa í raun og veru grófum sandi í blettina og að sjálfsögðu erum við alltaf að skilta þetta eins og skot og við höfum verið að lækka hraðann og viljum hvetja vegfarendur eindregið til að virða merkingarnar og lækka hraðann þegar þeir koma inn á svona svæði.“ Þekkt sé að svona gerist þegar heitt er úti. „Alls staðar þar sem að erlendis menn nota klæðingar þá er þetta þekkt vandamál að ef að hiti verður of mikill og sól sterk.“ Þegar sólin skín nær allan sólarhringinn líkt hafi það oft svona í för með sér. „Sem dæmi í gær vorum við að mæla yfirborðshita á þessum blettum næstum upp í fimmtíu gráður og það er ekki hagstætt fyrir klæðingu. Hún þolir illa svona hita.“ Umferðaröryggi Akureyri Þingeyjarsveit Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Vegagerðin varaði í gær vegfarendur við bikblæðingum. Slíkar blæðingar verða eftir að yfirborð klæðingar á vegum hitnar mikið. Þetta skapar hættu fyrir vegfarendur þar sem bik og möl geta fest á hjólbörðum og hálka myndast. „Það er mjög mikil sól og heitt. Lúxusvandamál í dag á Íslandi. Þetta eru aðstæður sem eru mjög óheppilegar fyrir okkur þar sem við erum komin með mjög bikríkar klæðingar og steinefnin farin úr yfirborðinu þá á klæðingin það til að blæða og aðstæður verða hinar verstu fyrir vegfarendur,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Blæðinganna hafi orðið vart á vegum nánast um allt land. Ástandið sé mjög slæmt víða á Norðurlandi. „Eyjafirði og eiginlega á milli Akureyrar og Mývatns. Töluvert á Austurlandi líka.“ Blæðingarnar verða á vegum sem eru með klæðingu en ekki malbikaðir. Slíkir vegir eru oft á fáfarnari stöðum þar sem þetta er margfalt ódýrara en að malbika. Bergþóra segir erfiðar aðstæður fyrir ökumenn geta myndast þar sem bikblæðinga hefur orðið vart. „Þetta er alltaf hættulegt. Þannig að um leið og við heyrum eða sjáum þá bregðumst við hratt við. Við höfum verið fyrst og fremst núna að reyna að kæla yfirborðið. Við höfum verið að vökva. Við höfum síðan verið að dreifa í raun og veru grófum sandi í blettina og að sjálfsögðu erum við alltaf að skilta þetta eins og skot og við höfum verið að lækka hraðann og viljum hvetja vegfarendur eindregið til að virða merkingarnar og lækka hraðann þegar þeir koma inn á svona svæði.“ Þekkt sé að svona gerist þegar heitt er úti. „Alls staðar þar sem að erlendis menn nota klæðingar þá er þetta þekkt vandamál að ef að hiti verður of mikill og sól sterk.“ Þegar sólin skín nær allan sólarhringinn líkt hafi það oft svona í för með sér. „Sem dæmi í gær vorum við að mæla yfirborðshita á þessum blettum næstum upp í fimmtíu gráður og það er ekki hagstætt fyrir klæðingu. Hún þolir illa svona hita.“
Umferðaröryggi Akureyri Þingeyjarsveit Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira