Innlent

Á­kall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Banna á ljósabekki á Íslandi segir húðlæknir. Árlega valdi notkun þeirra fleiri krabbameinum en sígarettur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Landvörður telur utanvegaakstur daglegt brauð í Reykjanesfólkvangi og segir sökudólgana í flestum tilfellum Íslendinga. Við sjáum myndir og kynnum okkur málið.

Druslugangan í ár er tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í ársbyrjun og öðrum þolendum sem lifðu baráttuna ekki af. Við hittum skipuleggjendur göngunnar.

Þá hittum við leiðsögumann sem lumar á góðum ráðum fyrir þá sem hyggja á ferðalög í íslenskri náttúru. Flest slys verða í Esjunni og hann segir Íslendinga, ekki síður en ferðamenn, koma sér í ýmis vandræði.

Við sjáum einnig ótrúlegar myndir frá New York þar sem vatn flæddi inn í neðanjarðarlestar vegna mikillar úrkomu, hittum mann sem hefur ekki tolu á Land Rover bílum sínum og kíkjum á tónleika í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×