Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Agnar Már Másson skrifa 15. júlí 2025 20:48 Ökumaður krossara spændi upp móann við Nesjavallaleið. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir landvörður. Samsett Mynd Landvörður telur utanvegaakstur daglegt brauð í Reykjanesfólkvangi og sökudólgana í flestum tilfellum Íslendinga. Myndband af ökumanni á mótorkrosshjóli aka utan vegar við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu vakti mikla athygli þegar það var birt í gær. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson birti myndbandið á Facebook, þar sem hann sagðist hafa séð tvo menn, hvor á sínum krossara, keyra utan vegar í móa skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Skráningarnúmer hafi vantað á ökutækin. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Ég sé alla vega ummerki um þennan akstur og við stöndum nú ofan á ummerkjum um mótorhjól sem hafa verið keyrð utan vegar,“ segir Ásta Kristín Davíðsdóttir landvörður. „Ég held að þetta sé daglegt meðan færð leyfir,“ bætir hún við en Ásta segir fólk keyra utan vega á mótorhjólum, buggybílum, fjórhjólum og jeppum í bland. Mótorhjólamennirnir fari oft lengra og meira en aðrir. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir Ásta, „þetta er náttúra sem skiptir okkur miklu máli og við fundum það í Covid og fleiri tímum sem við þurftum mikið á henni að halda og vera úti að hún er ekki eitthvað sem við eigum endalaust af. Við verðum að fara vel með það sem við eigum af því.“ Myndband birtist í fjölmiðlum árið 2018 þar sem sjá má ökumann bíls spóla um í mosanum. Á Instagram-síðunni Ekki aka utan vega á Íslandi takk má sjá myndir af sama svæði sem teknar voru í haust og vetur. Enn má sjá hjólförin í mosanum sjö árum síðar. „Þetta hefur mikil áhrif á náttúruna. Það eru gríðarlegar skemmdir að eitthvað hjól sé að tæta upp grónar brekkur. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Algengast er að Íslendingar eða fólk búsett hér á landi gerist sekt um utanvegaakstur, ekki síst á hálendinu þar sem fólk þarf að vera á upphækkuðum jeppum með hærra loftinntaki. Heldurðu að fólkið viti að þetta megi ekki? „Þessi lög eru frá 1970 og eitthvað,“ svarar Ásta. „Ég efast um að fólkið sem þetta gerir hafi fengið próf fyrir þann tíma.“ Umhverfismál Reykjanesbær Bílar Ferðaþjónusta Bílaleigur Utanvegaakstur Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Myndband af ökumanni á mótorkrosshjóli aka utan vegar við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu vakti mikla athygli þegar það var birt í gær. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson birti myndbandið á Facebook, þar sem hann sagðist hafa séð tvo menn, hvor á sínum krossara, keyra utan vegar í móa skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Skráningarnúmer hafi vantað á ökutækin. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Ég sé alla vega ummerki um þennan akstur og við stöndum nú ofan á ummerkjum um mótorhjól sem hafa verið keyrð utan vegar,“ segir Ásta Kristín Davíðsdóttir landvörður. „Ég held að þetta sé daglegt meðan færð leyfir,“ bætir hún við en Ásta segir fólk keyra utan vega á mótorhjólum, buggybílum, fjórhjólum og jeppum í bland. Mótorhjólamennirnir fari oft lengra og meira en aðrir. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir Ásta, „þetta er náttúra sem skiptir okkur miklu máli og við fundum það í Covid og fleiri tímum sem við þurftum mikið á henni að halda og vera úti að hún er ekki eitthvað sem við eigum endalaust af. Við verðum að fara vel með það sem við eigum af því.“ Myndband birtist í fjölmiðlum árið 2018 þar sem sjá má ökumann bíls spóla um í mosanum. Á Instagram-síðunni Ekki aka utan vega á Íslandi takk má sjá myndir af sama svæði sem teknar voru í haust og vetur. Enn má sjá hjólförin í mosanum sjö árum síðar. „Þetta hefur mikil áhrif á náttúruna. Það eru gríðarlegar skemmdir að eitthvað hjól sé að tæta upp grónar brekkur. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Algengast er að Íslendingar eða fólk búsett hér á landi gerist sekt um utanvegaakstur, ekki síst á hálendinu þar sem fólk þarf að vera á upphækkuðum jeppum með hærra loftinntaki. Heldurðu að fólkið viti að þetta megi ekki? „Þessi lög eru frá 1970 og eitthvað,“ svarar Ásta. „Ég efast um að fólkið sem þetta gerir hafi fengið próf fyrir þann tíma.“
Umhverfismál Reykjanesbær Bílar Ferðaþjónusta Bílaleigur Utanvegaakstur Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira