Innlent

Göngu­maður í sjálf­heldu við Hest­skarð

Agnar Már Másson skrifar
Þyrlan tók á loft frá Reykjavík klukkan 19.
Þyrlan tók á loft frá Reykjavík klukkan 19. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið norður þar sem hún var kölluð út til að leita göngumanns í sjálfheldu við Hestskarðshnjúk austur af Siglufirði.

Á annan tug björgunarmanna eru við störf á svæðinu sem er milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar, segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.

„Björgunarmenn eru að vinna sig upp fjallið,“ segir hann. Björgunarsveitin Strákar á Sigulfirði var fyrst kölluð út um klukkan 16.30. Björgunarsveitin Tindar í Ólafsfirði bættist síðan í leikinn og síðan Björgunarsveitin á Dalvík.

Hestskarðshnjúkur er í Fjallabyggð.map.is

Dróni var einnig sendur til að kanna aðstæður en upplýsingar um árangur drónaflugsins liggja ekki fyrir að sögn Jóns Þórs.

„Hvað veldur því að það sé ákveðið að fá þyrlu... ég hef ekki þær upplýsingar,“ segir Jón Þór.

Viggó Sigurðsson á bakvakt aðgerðasviðs gæslunnar kvaðst ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið en að leitað væri að manni í sjálfheldu.

Hestskarðshnjúkur er á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar.map.is

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×