Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 23:04 Kaffistofan hefur verið rekin í Guðrúnartúni en þaðan er stutt í gistiskýli borgarinnar. Vísir/Vilhelm Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. Greint var frá því í fyrrasumar að leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefði verið sagt upp og rýma þyrfti húsnæðið fyrir október 2025 en Kaffistofan hafði verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga ársins hring. Í maí lýstu forstöðumenn Samhjálpar svo áhyggjum af því að ekki fynndist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. En nú lítur staðan betur út. Vilja reka eldhús í Árbæ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, yfirleitt kölluð Rúna, segir að búið sé að endurskipuleggja starfsemi Kaffistofunnar: hún starfræki miðlægt eldhús en maturinn síðan ekinn í allt að þrjú mismunandi hús þar sem fólk getur sótt mat. Samhjálp sé búin að tryggja sér iðnaðareldhús til matargerðar við Lyngháls í Árbæ. Nú sé unnið að því að fá viðeigandi leyfi fyrir eldhúsið og þess vegna hafi Rúna fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag, þar sem þau vilja endurnýja leyfi sem var í gildi áður í húsnæðinu að Lynghálsi sem áður hýsti Eldhús sælkerans. Rúna segir að eldhúsið hafi nú verið tekið í gegn og sé í góðu ástandi. Aftur á móti er Samhjálp enn að leita að þjónustustöðum. Stefnt er að þjónustu á þremur stöðum í göngufæri við gistiskýli. (Str)ætisvagnar? Samhjálp er komin með tvær mögulegar staðsetningar en leitar að þeirri þriðju. Þá skoða samtökin meðal annars safnaðarheimili kirkna eða húsnæði í eigu kirkna og möguleika á að nota amerískar skólarútur. „Eitt af því sem við erum líka að skoða eru jafnvel þessar gömlu amerísku skólarútur eða skólabússar sem voru hérna eða eru til,“ segir Rúna. „Ef einhver lumar á góðum svoleiðis bíl, þá værum við til í að athuga það líka. Þannig að við erum bara vel til í alls konar ævintýri.“ Rúna segist hafa verið í samskiptum við borgarstjórn auk félags- og húsnæðismálaráðuneytisins vegna stöðunnar. „Bæði borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru okkur mjög velviljug og vilja okkur allt hið besta,“ segir Rúna, sem segir að Samhjálp sé hálfnuð í mark. „Já, við erum hálfnuð í mark. Það vantar bara herslumuninn.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagðist í samtali við Vísi í síðasta mánuði hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofunnar og ætla að gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja áframhaldandi rekstur Kaffistofunnar. Málefni heimilislausra Fíkn Efnahagsmál Félagsmál Reykjavík Húsnæðismál Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Greint var frá því í fyrrasumar að leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefði verið sagt upp og rýma þyrfti húsnæðið fyrir október 2025 en Kaffistofan hafði verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga ársins hring. Í maí lýstu forstöðumenn Samhjálpar svo áhyggjum af því að ekki fynndist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. En nú lítur staðan betur út. Vilja reka eldhús í Árbæ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, yfirleitt kölluð Rúna, segir að búið sé að endurskipuleggja starfsemi Kaffistofunnar: hún starfræki miðlægt eldhús en maturinn síðan ekinn í allt að þrjú mismunandi hús þar sem fólk getur sótt mat. Samhjálp sé búin að tryggja sér iðnaðareldhús til matargerðar við Lyngháls í Árbæ. Nú sé unnið að því að fá viðeigandi leyfi fyrir eldhúsið og þess vegna hafi Rúna fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag, þar sem þau vilja endurnýja leyfi sem var í gildi áður í húsnæðinu að Lynghálsi sem áður hýsti Eldhús sælkerans. Rúna segir að eldhúsið hafi nú verið tekið í gegn og sé í góðu ástandi. Aftur á móti er Samhjálp enn að leita að þjónustustöðum. Stefnt er að þjónustu á þremur stöðum í göngufæri við gistiskýli. (Str)ætisvagnar? Samhjálp er komin með tvær mögulegar staðsetningar en leitar að þeirri þriðju. Þá skoða samtökin meðal annars safnaðarheimili kirkna eða húsnæði í eigu kirkna og möguleika á að nota amerískar skólarútur. „Eitt af því sem við erum líka að skoða eru jafnvel þessar gömlu amerísku skólarútur eða skólabússar sem voru hérna eða eru til,“ segir Rúna. „Ef einhver lumar á góðum svoleiðis bíl, þá værum við til í að athuga það líka. Þannig að við erum bara vel til í alls konar ævintýri.“ Rúna segist hafa verið í samskiptum við borgarstjórn auk félags- og húsnæðismálaráðuneytisins vegna stöðunnar. „Bæði borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru okkur mjög velviljug og vilja okkur allt hið besta,“ segir Rúna, sem segir að Samhjálp sé hálfnuð í mark. „Já, við erum hálfnuð í mark. Það vantar bara herslumuninn.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagðist í samtali við Vísi í síðasta mánuði hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofunnar og ætla að gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja áframhaldandi rekstur Kaffistofunnar.
Málefni heimilislausra Fíkn Efnahagsmál Félagsmál Reykjavík Húsnæðismál Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira