Sport

Þúsund hjólareiða­kappar þeysa um há­lendið um helgina

Siggeir Ævarsson skrifar
Hjólað er í stórbrotinni náttúru hálendis Íslands
Hjólað er í stórbrotinni náttúru hálendis Íslands Mynd RIFT Gravel Race

Alþjóðlega hjólareiðakeppnin „The Rift“ fer fram við Hvolsvöll næstkomandi laugardag en þetta er í sjötta sinn sem keppnin er haldin og dregur að sér stóran hóp erlendra hjólareiðakappa. Um þúsund manns eru skráðir til leiks í ár.

Boðið er upp á tvær leiðir við Heklurætur sem eru annars vegar 200 km og 140 km. Um 90% keppenda í ár eru erlendir sem leggja leið sína til Íslands sérstaklega til að taka þátt og hjóla í íslenskri náttúru.

„Við erum gíðarlega stolt af því að sjá hvernig keppnin hefur vaxið síðustu ár og hversu margir hjólreiðamenn sækjast eftir því að upplifa þetta ævintýri með okkur hér á landi. Hvolsvöllur verður fullur af fólki þessa helgi og er fjöldinn allur byrjaður að streyma til landsins“, segir Dana Rún Hákonardóttir, markaðstjóri Lauf Cycles og ein af skipuleggjendum keppninnar.

Helgin á Hvolsvelli verður undirlögð í þessa keppni en á föstudaginn verður tekinn léttur upphitunarhringur. Keppnin sjálf verður svo á laugardeginum en á sunnudaginn er keppendum svo boðið í sund og slökun í heita pottinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×