Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 17. júlí 2025 09:00 Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við. Árátta- og þráhyggja er það sem fræðin myndu líklegast kalla þessa skrýtnu hegðun, en í mínum huga hefur hún verið leið til að skapa öryggi. Öryggi um að enginn komist inn á heimilið sem á ekki að vera þar og öryggi um að aðgerðir eða aðgerðaleysi valdi ekki skaða á neinum eða neinu í mínu nærumhverfi. Svona eins og ef ég myndi gleyma að slökkva á vaskinum og vatnskemmdir myndu eiga sér stað með tilheyrandi raka og myglskemmdum. Erfiðar upplifanir í barnæsku og afleiðingar þess er eitthvað sem ég leiði hugann oft að í þeirri viðleitni að eiga við óuppgerða upplifun af barnafátækt. Í því samhengi hef ég velt því fyrir mér hvort að erfiðar upplifanir í barnæsku, nú eða í lífinu almennt, geti ýtt undir svona áráttuhegðun. Eru heilar og líkamar sem hafa upplifað ringulreið og séð hættu í hverju horni, líklegri til að margyfirfara hlutina í viðleitni við að skapa sér öryggi og ró? Húsnæðisöryggi barna er í mörgum tilfellum ekki tryggt þar sem börn búa með fjölskyldum sínum á ógnandi leigumarkaði þar sem leiguverð getur hækkað skyndilega. Leigjendur telja sig vera heppna ef leigusali er fljótur að gera við það sem þarf að gera við og leigjendur telja sig heppna ef þeir ná alltaf að finna íbúð innan skólahverfis barna sinna í þeim tíðum flutningum sem leigjendum er gert að búa við. Efnahagslegu öryggi leigjenda og barna þeirra er ítrekað ógnað þar sem húsaleiga gleypir upp helstu ráðstöfunartekjur leigjenda mánuð eftir mánuð. Því reyni ég, sem sósíalisti í borgarstjórn, að gera allt sem hægt er til að borgin bjóði upp á viðeigandi húsnæði á viðeigandi verði. Markmiðið er að börnum og fjölskyldum þeirra líði vel í húsnæðinu sem þau búa í, að þau viti að þau geti verið þar eins lengi og þau vilja og að þau séu örugg. Leigjendur eiga rétt á íbúðum sem eru lausar við myglu, lausar við vandamál og þröngbýli. Borgin þarf að stórauka félagslegt leiguhúsnæði og auka samstarf við aðila sem byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði, líkt og verkalýðshreyfinguna. Báðir þessir þættir eru áhersluatriði núverandi samstarflokka í borginni. Þangað til að nægt húsnæði er orðið að veruleika er eðlilegt að skoða leiðir til að lækka þann gríðarlega háa leigukostnað sem leigjendur þurfa að greiða í hagnaðardrifnu húsnæðiskerfi. Því vona ég að hægt verði að finna leiðir til að breyta sérstökum húsnæðisstuðningi þannig að hann nái til fleiri innan borgarinnar sem þurfa að greiða hátt leiguverð. Húsnæði er grunnforsenda velferðar og án öruggs húsnæðis getur svo margt farið úrskeiðis. Annar veruleiki er möguleiki og sá veruleiki er mitt leiðarljós. Veruleiki þar sem öryggi og vellíðan leigjenda og allra sem þurfa á heimili að halda er í forgrunni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við. Árátta- og þráhyggja er það sem fræðin myndu líklegast kalla þessa skrýtnu hegðun, en í mínum huga hefur hún verið leið til að skapa öryggi. Öryggi um að enginn komist inn á heimilið sem á ekki að vera þar og öryggi um að aðgerðir eða aðgerðaleysi valdi ekki skaða á neinum eða neinu í mínu nærumhverfi. Svona eins og ef ég myndi gleyma að slökkva á vaskinum og vatnskemmdir myndu eiga sér stað með tilheyrandi raka og myglskemmdum. Erfiðar upplifanir í barnæsku og afleiðingar þess er eitthvað sem ég leiði hugann oft að í þeirri viðleitni að eiga við óuppgerða upplifun af barnafátækt. Í því samhengi hef ég velt því fyrir mér hvort að erfiðar upplifanir í barnæsku, nú eða í lífinu almennt, geti ýtt undir svona áráttuhegðun. Eru heilar og líkamar sem hafa upplifað ringulreið og séð hættu í hverju horni, líklegri til að margyfirfara hlutina í viðleitni við að skapa sér öryggi og ró? Húsnæðisöryggi barna er í mörgum tilfellum ekki tryggt þar sem börn búa með fjölskyldum sínum á ógnandi leigumarkaði þar sem leiguverð getur hækkað skyndilega. Leigjendur telja sig vera heppna ef leigusali er fljótur að gera við það sem þarf að gera við og leigjendur telja sig heppna ef þeir ná alltaf að finna íbúð innan skólahverfis barna sinna í þeim tíðum flutningum sem leigjendum er gert að búa við. Efnahagslegu öryggi leigjenda og barna þeirra er ítrekað ógnað þar sem húsaleiga gleypir upp helstu ráðstöfunartekjur leigjenda mánuð eftir mánuð. Því reyni ég, sem sósíalisti í borgarstjórn, að gera allt sem hægt er til að borgin bjóði upp á viðeigandi húsnæði á viðeigandi verði. Markmiðið er að börnum og fjölskyldum þeirra líði vel í húsnæðinu sem þau búa í, að þau viti að þau geti verið þar eins lengi og þau vilja og að þau séu örugg. Leigjendur eiga rétt á íbúðum sem eru lausar við myglu, lausar við vandamál og þröngbýli. Borgin þarf að stórauka félagslegt leiguhúsnæði og auka samstarf við aðila sem byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði, líkt og verkalýðshreyfinguna. Báðir þessir þættir eru áhersluatriði núverandi samstarflokka í borginni. Þangað til að nægt húsnæði er orðið að veruleika er eðlilegt að skoða leiðir til að lækka þann gríðarlega háa leigukostnað sem leigjendur þurfa að greiða í hagnaðardrifnu húsnæðiskerfi. Því vona ég að hægt verði að finna leiðir til að breyta sérstökum húsnæðisstuðningi þannig að hann nái til fleiri innan borgarinnar sem þurfa að greiða hátt leiguverð. Húsnæði er grunnforsenda velferðar og án öruggs húsnæðis getur svo margt farið úrskeiðis. Annar veruleiki er möguleiki og sá veruleiki er mitt leiðarljós. Veruleiki þar sem öryggi og vellíðan leigjenda og allra sem þurfa á heimili að halda er í forgrunni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar