Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Agnar Már Másson skrifar 17. júlí 2025 10:29 „Þvílíkt útsýni,“ sagði Ursula von der Leyen í morgun er hún stóð á flugvellinum í Vatnsmýrinni í Reykjavík. „Þetta er bara byrjunin,“ svaraði Kristrún Frostadóttir og svo stigu þær um borð í Tf-Eir. Stilla/Vísir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru í útsýnisflugi um Ísland með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Kristrún sem bauð von der Leyen um um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, þegar þær hittust á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þyrlan tók svo á loft og flaug í suðausturátt að Þorlákshöfn og þar hvarf vélin af flugkortum. Kristrún faðmaði von der Leyen í morgun.Vísir/Bjarni Einarsson „Þvílíkt útsýni,“ sagði von der Leyen í morgun er þær stóðu á flugvellinum í Vatnsmýrinni. „Finnst þér þetta útsýni?“ svaraði Kristrún. „Þetta er bara byrjunin.“ Hún upplýsti von der Leyen að eldgos væri nýhafið og þær myndu fljúga yfir gossvæðið til að bera það augum. Þær stigu svo upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Viggó Sigurðsson á bakvakt aðgerðasviðs gæslunnar segist lítið mega gefa upp um ferðir þyrlunnar af öryggisástæðum en viðurkennir að förinni sé meðal annars heitið að Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga þar sem þær Kristrún og von der Leyen munu væntanlega skoða eldgosið sem staðið hefur yfir á svæðinu síðasta sólarhring. Ursula von der Leyen.Vísir/Bjarni Einarsson Von der Leyen dvelur á Íslandi dagana 16. til 18. júlí. Á meðan dvölinni stendur mun hún funda með Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Að sögn forsætisráðuneytisins var efnt til heimsóknarinnar í kjölfar fundar Kristrúnu með von der Leyen í Brussel í apríl. Tilgangur heimsóknar framkvæmdastjórans er til að ræða stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmála, viðskiptamála, almannavarna og loftslagsmála. Vísir/Bjarni Einarsson Fáni Íslands og Evrópusambansins.Vísir/Bjarni Einarsson Vísir/Bjarni Einarsson Evrópusambandið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Landhelgisgæslan Reykjavíkurflugvöllur Íslandsvinir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Kristrún sem bauð von der Leyen um um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, þegar þær hittust á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þyrlan tók svo á loft og flaug í suðausturátt að Þorlákshöfn og þar hvarf vélin af flugkortum. Kristrún faðmaði von der Leyen í morgun.Vísir/Bjarni Einarsson „Þvílíkt útsýni,“ sagði von der Leyen í morgun er þær stóðu á flugvellinum í Vatnsmýrinni. „Finnst þér þetta útsýni?“ svaraði Kristrún. „Þetta er bara byrjunin.“ Hún upplýsti von der Leyen að eldgos væri nýhafið og þær myndu fljúga yfir gossvæðið til að bera það augum. Þær stigu svo upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Viggó Sigurðsson á bakvakt aðgerðasviðs gæslunnar segist lítið mega gefa upp um ferðir þyrlunnar af öryggisástæðum en viðurkennir að förinni sé meðal annars heitið að Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga þar sem þær Kristrún og von der Leyen munu væntanlega skoða eldgosið sem staðið hefur yfir á svæðinu síðasta sólarhring. Ursula von der Leyen.Vísir/Bjarni Einarsson Von der Leyen dvelur á Íslandi dagana 16. til 18. júlí. Á meðan dvölinni stendur mun hún funda með Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Að sögn forsætisráðuneytisins var efnt til heimsóknarinnar í kjölfar fundar Kristrúnu með von der Leyen í Brussel í apríl. Tilgangur heimsóknar framkvæmdastjórans er til að ræða stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmála, viðskiptamála, almannavarna og loftslagsmála. Vísir/Bjarni Einarsson Fáni Íslands og Evrópusambansins.Vísir/Bjarni Einarsson Vísir/Bjarni Einarsson
Evrópusambandið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Landhelgisgæslan Reykjavíkurflugvöllur Íslandsvinir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira