Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2025 14:01 Ian McDonald segist hafa skapað sér líf á Íslandi. Hann hafi lifað af. Efling Englendingur sem nýlega fékk íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa búið á Íslandi í tíu ár fagnar breytingunni. Hann les fólki með útlendingaandúð pistilinn og segist ætla að taka þátt í því að byggja upp betra Ísland. Um er að ræða Ian McDonald stjórnarmann í Eflingu sem greinir frá tíðindunum í aðsendri grein á Vísi. „Það er ótrúlegt að segja þetta upphátt, því þessi ferð hefur verið bæði eins og heil ævi og eins og eitt augnablik. Tíu ár af baráttu, vinnu, sársauka og gleði. Tíu ár af því að reyna að finna mér stað í landi sem var ekki alltaf tilbúið að taka á móti mér. En núna er ég með vegabréfið, kennitöluna, réttindin. Ég er Íslendingur. Löglega, algjörlega og að eilífu.“ Sextíu tímar á viku í næturvinnu í málmiðju Ian sendir landsmönnum með útlendingaandúð tóninn. „Til ykkar sem hafið alltaf viljað útlendinga burt, sem fylgið rasískum popúlistum og haldið því fram að fólk eins og ég eigi ekki heima hér, þið getið gleymt því. Ég fer ekki neitt. Í augum laganna er ég núna alveg eins og þið. Ég vona að þessi hugsun geri þér illt í maganum,“ segir Ian. „Ég veit hvað sum ykkar hugsið. Ég hef heyrt þetta oft: að við útlendingar komum hingað til að taka störfin ykkar, konurnar ykkar, menninguna ykkar. Ég hef séð athugasemdirnar, fundið kuldann og fyrirlitninguna. Og jú, kannski hef ég „uppfyllt“ þessar neikvæðu staðalímyndir. Ég kom hingað, fékk mér vinnu, kynntist íslenskri konu og varð hér eftir. Ég skapaði mér líf. Ég lifði af.“ Hann ræðir störf sín hér á landi sem hafi ekki verið eftirsóknarverð. „Ég vann sextíu tíma á viku, eingöngu á næturvöktum í málmiðju, einn og yfirgefinn, meðan ég bjó í húsi vinnuveitandans. Þetta var ekki vinnan sem einhver annar vildi. Þetta var erfið, einmanaleg og ómannúðleg vinna. Enginn verkalýðsfélagsstuðningur, engin hjálp. Bara vinna, borða, sofa. aftur og aftur. Ég var ekki að lifa, ég var bara að halda mér gangandi,“ segir Ian. „Þegar ég „tók“ íslenska konu þá var það vegna þess að hún sá mig þegar ég var alveg að brotna. Hún sá í gegnum allt og ákvað að hjálpa mér. Hún bjargaði mér og gaf mér nýtt líf. Við urðum ástfangin, og nú eigum við barn saman. Dóttir okkar mun alast upp hér, á stað sem ég get núna kallað heimili.“ Sagt að umsókn yrði líklega hafnað Ian lýsir tilfinningaþrungnu ári þar sem systir hans lést og hann varð faðir. „Sorg og gleði á sama tíma, það er erfitt að útskýra. Og nú, til viðbótar, er ég orðinn ríkisborgari. Það er yfirþyrmandi og dýrmætt, sérstaklega eftir alla baráttuna.“ Það hafi tekið sinn tíma að fá ríkisborgararétt. Það hafi ekki verið einfalt. „Ég bjó hér í sjö ár án þess að stíga á eina tá. Ekki einu sinni hraðasekt. Svo sótti ég um ríkisborgararétt og beið í 18 mánuði áður en umsóknin var tekin til skoðunar. Þá var mér sagt að henni yrði líklega hafnað vegna einhvers óskiljanlegs formsatriðis, einhvers rugls um „hvenær er skóli ekki skóli.“ Þetta var eitthvað sem enginn gat útskýrt almennilega. Ég þurfti að berjast við þetta kerfi í eitt ár til viðbótar, kerfi sem flestir Íslendingar hafa aldrei þurft að hugsa um. Loksins sáu þeir að þetta var fáránlegt og samþykktu umsóknina. En þessi barátta tekur á. Það er þreytandi að þurfa sífellt að sanna að þú eigir rétt á að vera þar sem þú ert þegar þú hefur þegar gefið allt af þér.“ Reyni sitt besta á degi hverjum Hann hafi svo endað í stjórn Eflingar, eins stærsta stéttarfélags landsins. „Það er eitthvað sem ég hefði aldrei trúað að væri mögulegt þegar ég kom fyrst hingað. En fólkið þar sá mig ekki sem einhvern tákngerving „útlendingsins“, þau sáu mig sem manneskju með reynslu og möguleika. Þau gáfu mér tækifæri, ekki af vorkunn, heldur vegna þess að þau töldu að ég gæti lagt eitthvað af mörkum. Ég vona að ég hafi staðið mig vel til þessa. Ég reyni mitt besta á hverjum degi.“ Útlendingar komi ekki til landsins til að „taka“ af öðrum. „Við komum hingað til að byggja, bæta og leggja okkar af mörkum. Þegar maður flytur inn í hús sem er bilað þá lætur maður ekki bara eins og ekkert sé. Maður byrjar að laga það, vegna þess að það er orðið heimilið manns. Og maður vill að það sé gott.“ Nú sé Ísland heimili hans. „Ekki bara á pappír, heldur í raun. Ég barðist fyrir því, ég vann fyrir því, og ég ætla ekki að þegja til að láta fordómafólki líða betur. Ég ætla ekki að minnka sjálfan mig eða láta sem lítið sé. Ég er hér. Ég er ríkisborgari. Og ég ætla að láta rödd mína heyrast, skipuleggja mig og leggja mitt af mörkum til að byggja betra Ísland. Ísland sem dóttir mín getur verið stolt af að alast upp í. Þannig að já, ég er útlendingurinn sem sum ykkar óttuðust. Ég fékk vinnu. Ég elska konu héðan. Ég gekk í verkalýðsfélag. Ég lærði málið. Ég varð ríkisborgari.“ Ian segist vera rétt að byrja. Stéttarfélög Ríkisborgararéttur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Um er að ræða Ian McDonald stjórnarmann í Eflingu sem greinir frá tíðindunum í aðsendri grein á Vísi. „Það er ótrúlegt að segja þetta upphátt, því þessi ferð hefur verið bæði eins og heil ævi og eins og eitt augnablik. Tíu ár af baráttu, vinnu, sársauka og gleði. Tíu ár af því að reyna að finna mér stað í landi sem var ekki alltaf tilbúið að taka á móti mér. En núna er ég með vegabréfið, kennitöluna, réttindin. Ég er Íslendingur. Löglega, algjörlega og að eilífu.“ Sextíu tímar á viku í næturvinnu í málmiðju Ian sendir landsmönnum með útlendingaandúð tóninn. „Til ykkar sem hafið alltaf viljað útlendinga burt, sem fylgið rasískum popúlistum og haldið því fram að fólk eins og ég eigi ekki heima hér, þið getið gleymt því. Ég fer ekki neitt. Í augum laganna er ég núna alveg eins og þið. Ég vona að þessi hugsun geri þér illt í maganum,“ segir Ian. „Ég veit hvað sum ykkar hugsið. Ég hef heyrt þetta oft: að við útlendingar komum hingað til að taka störfin ykkar, konurnar ykkar, menninguna ykkar. Ég hef séð athugasemdirnar, fundið kuldann og fyrirlitninguna. Og jú, kannski hef ég „uppfyllt“ þessar neikvæðu staðalímyndir. Ég kom hingað, fékk mér vinnu, kynntist íslenskri konu og varð hér eftir. Ég skapaði mér líf. Ég lifði af.“ Hann ræðir störf sín hér á landi sem hafi ekki verið eftirsóknarverð. „Ég vann sextíu tíma á viku, eingöngu á næturvöktum í málmiðju, einn og yfirgefinn, meðan ég bjó í húsi vinnuveitandans. Þetta var ekki vinnan sem einhver annar vildi. Þetta var erfið, einmanaleg og ómannúðleg vinna. Enginn verkalýðsfélagsstuðningur, engin hjálp. Bara vinna, borða, sofa. aftur og aftur. Ég var ekki að lifa, ég var bara að halda mér gangandi,“ segir Ian. „Þegar ég „tók“ íslenska konu þá var það vegna þess að hún sá mig þegar ég var alveg að brotna. Hún sá í gegnum allt og ákvað að hjálpa mér. Hún bjargaði mér og gaf mér nýtt líf. Við urðum ástfangin, og nú eigum við barn saman. Dóttir okkar mun alast upp hér, á stað sem ég get núna kallað heimili.“ Sagt að umsókn yrði líklega hafnað Ian lýsir tilfinningaþrungnu ári þar sem systir hans lést og hann varð faðir. „Sorg og gleði á sama tíma, það er erfitt að útskýra. Og nú, til viðbótar, er ég orðinn ríkisborgari. Það er yfirþyrmandi og dýrmætt, sérstaklega eftir alla baráttuna.“ Það hafi tekið sinn tíma að fá ríkisborgararétt. Það hafi ekki verið einfalt. „Ég bjó hér í sjö ár án þess að stíga á eina tá. Ekki einu sinni hraðasekt. Svo sótti ég um ríkisborgararétt og beið í 18 mánuði áður en umsóknin var tekin til skoðunar. Þá var mér sagt að henni yrði líklega hafnað vegna einhvers óskiljanlegs formsatriðis, einhvers rugls um „hvenær er skóli ekki skóli.“ Þetta var eitthvað sem enginn gat útskýrt almennilega. Ég þurfti að berjast við þetta kerfi í eitt ár til viðbótar, kerfi sem flestir Íslendingar hafa aldrei þurft að hugsa um. Loksins sáu þeir að þetta var fáránlegt og samþykktu umsóknina. En þessi barátta tekur á. Það er þreytandi að þurfa sífellt að sanna að þú eigir rétt á að vera þar sem þú ert þegar þú hefur þegar gefið allt af þér.“ Reyni sitt besta á degi hverjum Hann hafi svo endað í stjórn Eflingar, eins stærsta stéttarfélags landsins. „Það er eitthvað sem ég hefði aldrei trúað að væri mögulegt þegar ég kom fyrst hingað. En fólkið þar sá mig ekki sem einhvern tákngerving „útlendingsins“, þau sáu mig sem manneskju með reynslu og möguleika. Þau gáfu mér tækifæri, ekki af vorkunn, heldur vegna þess að þau töldu að ég gæti lagt eitthvað af mörkum. Ég vona að ég hafi staðið mig vel til þessa. Ég reyni mitt besta á hverjum degi.“ Útlendingar komi ekki til landsins til að „taka“ af öðrum. „Við komum hingað til að byggja, bæta og leggja okkar af mörkum. Þegar maður flytur inn í hús sem er bilað þá lætur maður ekki bara eins og ekkert sé. Maður byrjar að laga það, vegna þess að það er orðið heimilið manns. Og maður vill að það sé gott.“ Nú sé Ísland heimili hans. „Ekki bara á pappír, heldur í raun. Ég barðist fyrir því, ég vann fyrir því, og ég ætla ekki að þegja til að láta fordómafólki líða betur. Ég ætla ekki að minnka sjálfan mig eða láta sem lítið sé. Ég er hér. Ég er ríkisborgari. Og ég ætla að láta rödd mína heyrast, skipuleggja mig og leggja mitt af mörkum til að byggja betra Ísland. Ísland sem dóttir mín getur verið stolt af að alast upp í. Þannig að já, ég er útlendingurinn sem sum ykkar óttuðust. Ég fékk vinnu. Ég elska konu héðan. Ég gekk í verkalýðsfélag. Ég lærði málið. Ég varð ríkisborgari.“ Ian segist vera rétt að byrja.
Stéttarfélög Ríkisborgararéttur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira