Innlent

Myndir: Flugu til Þórs­merkur og Grinda­víkur

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Málin rædd í Grindavíkurferð Ursulu Von der Leyen framkvæmdastjóra Evrópusambandsins.
Málin rædd í Grindavíkurferð Ursulu Von der Leyen framkvæmdastjóra Evrópusambandsins. European Commission

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fóru víða og virðast hafa skemmt sér vel í þyrluflugi um landið með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. 

Kristrún sem bauð von der Leyen um um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, þegar þær hittust á Reykjavíkurflugvelli í morgun. 

Þyrlan tók svo á loft og flaug í suðausturátt og flaug til Grindavíkur þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra var stödd, ásamt meðað annars Fannari Jónassyni bæjarstjóra í Grindavík og Runólfi Þórhallssyni sviðsstjóra Almannavarna.

Að því loknu settu þær stefnuna að Þórsmörk, þar sem þær lentu og virtu fyrir sér landslagið.

Von der Leyen tekur í hönd Fannars.European Commission
Kristrún og von der Leyen lentu í Þórsmörk. European Commission
Horft yfir Goðaland. European Commission
Í bakgrunninum sést í Rjúpnafell.European Commission
Vestanverður Mýrdalsjökull prýðir glæsilegt útsýnið.European Commission
Málin rædd í Grindavík.European Commission
Otti Rafn Sigmarsson björgunarsveitarmaður fer yfir stöðuna í Grindavík.European Commission
Útsýnið úr þyrlunni skoðað.European Commission
Málin rædd í þyrlunni.European Commission
Jökullinn sást út um gluggann.European Commission
Í ferðinni sást einnig í Gígjökull, en þar varð jökulhlaup þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010.European Commission
Róbert Marshall leiðsögumaður og fyrrverandi aðstoðarmaður ríkisstjórnar var með í för. European Commission



Fleiri fréttir

Sjá meira


×