„Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2025 23:03 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. vísir/friðrik „Þá eru öll sund lokuð. Við verðum þá að una við það. Það er náttúrulega mjög svekkjandi að ná ekki að framlengja veiðarnar. Þetta eru um 800 bátar sem eru að stunda þær og bara mjög fjölmennur vinnustaður og allt í kring. “ Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við fréttastofu inntur eftir viðbrögðum við því að strandveiðum sé nú formlega lokið. Svo virðist sem öll von sé úti um strandveiðum verið fram haldið á þessu tímabili. Örn segir þó að hann muni leita fundar með innviðaráðherra til að leita lausna. Málið færist á milli ráðuneyta og frumvarp strandaði á þingi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið miðað við núverandi lagaheimild. Núverandi ellefu þúsund tonna kvóti kláraðist í gær og lauk því strandveiðitímabilinu í dag. Strandveiðimenn hafa lýst yfir vonbrigðum að frumvarp Hönnu um bráðabirgðaákvæði sem átti að tryggja 48 daga veiðar í sumar rataði ekki í þinglokasamning heldur dagaði uppi í þinginu fyrir sumarið. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti yfir í innviðaráðuneyti Eyjólfs Ármannssonar, ráðherra Flokk fólksins, en það var gert á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Komi honum gjörsamlega í opna skjöldu Spurður hvernig tilfinningin sé að fá þessar fréttir svarar Örn: „Hún er alveg mjög slæm, afar slæm. Það er búið að vera undirbúa þetta og allir búnir að skipuleggja sig til þess að fá að veiða til loka ágústs. Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna.“ Hann kveðst hafa verið vongóður í upphafi dags um að lausn myndi finnast á þessu. Fyrr í dag sagði hann í samtali við fréttastofu að hann væri vongóður um að ráðherra myndi bæta við fimm þúsund tonnum í strandveiðipottinn. Tíðindi dagsins komi honum í opna skjöldu þó hann haldi enn í vonina. „Ég á nú ekki von á því að það sé búið að fullkemba þetta og við höfum bent þeim á ákveðnar leiðir sem hægt er að fara. Ég er ennþá sannfærður um það að þær veiðiheimildir sem eru í boði sem eru enn í pottinum verða ekki fullnýttar ef að strandveiðarnar koma ekki til með að veiða aðeins meira.“ Hann kveðst reikna með fundi með innviðaráðherra og segir forvitinn að vita hvernig hann muni bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Um mikinn tekjumissi sé að ræða „Miðað við veiðiheimildir í fyrra þá erum við að veiða um þúsund tonnum minna en í fyrra og meðalaflinn á bát er líka aðeins lægri. Á móti hefur fiskverðið lækkað. Þetta er ekki allslæmt ár. En að fá ekki að ljúka árinu er náttúrulega mjög slæmt. Það er ömurlegt fyrir menn að þurfa að sigla í land því að það nóg af þorski enn út á sjó.“ Strandveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17. júlí 2025 12:35 Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. 16. júlí 2025 23:31 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við fréttastofu inntur eftir viðbrögðum við því að strandveiðum sé nú formlega lokið. Svo virðist sem öll von sé úti um strandveiðum verið fram haldið á þessu tímabili. Örn segir þó að hann muni leita fundar með innviðaráðherra til að leita lausna. Málið færist á milli ráðuneyta og frumvarp strandaði á þingi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið miðað við núverandi lagaheimild. Núverandi ellefu þúsund tonna kvóti kláraðist í gær og lauk því strandveiðitímabilinu í dag. Strandveiðimenn hafa lýst yfir vonbrigðum að frumvarp Hönnu um bráðabirgðaákvæði sem átti að tryggja 48 daga veiðar í sumar rataði ekki í þinglokasamning heldur dagaði uppi í þinginu fyrir sumarið. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti yfir í innviðaráðuneyti Eyjólfs Ármannssonar, ráðherra Flokk fólksins, en það var gert á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Komi honum gjörsamlega í opna skjöldu Spurður hvernig tilfinningin sé að fá þessar fréttir svarar Örn: „Hún er alveg mjög slæm, afar slæm. Það er búið að vera undirbúa þetta og allir búnir að skipuleggja sig til þess að fá að veiða til loka ágústs. Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna.“ Hann kveðst hafa verið vongóður í upphafi dags um að lausn myndi finnast á þessu. Fyrr í dag sagði hann í samtali við fréttastofu að hann væri vongóður um að ráðherra myndi bæta við fimm þúsund tonnum í strandveiðipottinn. Tíðindi dagsins komi honum í opna skjöldu þó hann haldi enn í vonina. „Ég á nú ekki von á því að það sé búið að fullkemba þetta og við höfum bent þeim á ákveðnar leiðir sem hægt er að fara. Ég er ennþá sannfærður um það að þær veiðiheimildir sem eru í boði sem eru enn í pottinum verða ekki fullnýttar ef að strandveiðarnar koma ekki til með að veiða aðeins meira.“ Hann kveðst reikna með fundi með innviðaráðherra og segir forvitinn að vita hvernig hann muni bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Um mikinn tekjumissi sé að ræða „Miðað við veiðiheimildir í fyrra þá erum við að veiða um þúsund tonnum minna en í fyrra og meðalaflinn á bát er líka aðeins lægri. Á móti hefur fiskverðið lækkað. Þetta er ekki allslæmt ár. En að fá ekki að ljúka árinu er náttúrulega mjög slæmt. Það er ömurlegt fyrir menn að þurfa að sigla í land því að það nóg af þorski enn út á sjó.“
Strandveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17. júlí 2025 12:35 Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. 16. júlí 2025 23:31 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17. júlí 2025 12:35
Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. 16. júlí 2025 23:31