Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2025 20:04 Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi (t.v.) og Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, vegglistakona og sjálflærður málari með verkið á bak við sig. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík eru sérstaklega kátir þessa dagana því til að lífga upp á tilveru fólksins var ákveðið að breyta gráum ljótum vegg fyrir utan heimilið í glæsilegt útilistaverk með íslenskri náttúru, fjöllum, sjó, verbúð, kúm og sjómanni á árabáti. 99 hjúkrunarrými eru á Sléttunni á Sléttuvegi í Fossvoginum og svo er heilmikið af þjónustuíbúðum þar í nágrenninu fyrir eldri borgara. Heiðurinn af nýja útilistaverkinu á vegg, sem var grár og ljótur á vegglistakonan Karen Ýr, sem er á síðustu metrunum við að klára verkið. „Hér erum við bara að bæta útsýni íbúanna og gefa þeim eitthvað fallegt að horfa á. Þessi fyrsta hæð hefur bara verið með gráan vegg, sem útsýni og okkur fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt,” segir Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi. Hvert er þemað á veggnum? „Það er náttúrulega svolítið í anda Sjómannadagsráðs þannig að við vildum hafa eitthvað sem tengdist sjómennskunni,” segir Bryndís og bætir við. „Þau eru svo ánægð með herbergin sín núna þau, sem búa hérna. Þeim finnst þau vera með besta útsýnið í bænum.” Mikil ánægja er með útilistaverkið á veggnum en það er langt komið í vinnslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Listakonan, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, segir verkefnið á Hrafnistu einstaklega skemmtilegt. „Já alveg gríðarlega. Það er náttúrulega alltaf þegar maður fær að mála fallega íslenska landslagið, það náttúrulega alltaf mjög skemmtilegt. Sérstaklega þegar maður er að mála fyrir elliheimili og bara fólk, sem á heima hérna og maður sér, að þau séu að njóta þess að fá einhverja liti. Það er alltaf bara mjög skemmtilegt og gefandi að sjá brosin hjá fólkinu, sem gengur fram hjá og svona,” segir Karen Ýr. Og íbúar hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi eru mjög ánægðir með listaverkið. „Þetta er lifandi og skemmtilegt fyrir augað og umgang. Mér finnst það alveg einstakt. Ég er alsæl með verkið”, segir Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi. Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins er alsæl með nýja útilistaverkið við gluggann sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sléttan heitir hjúkrunarheimili Hrafnistu í Fossvogi í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karen Ýr upplýsingar og myndir af verkum hennar Reykjavík Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
99 hjúkrunarrými eru á Sléttunni á Sléttuvegi í Fossvoginum og svo er heilmikið af þjónustuíbúðum þar í nágrenninu fyrir eldri borgara. Heiðurinn af nýja útilistaverkinu á vegg, sem var grár og ljótur á vegglistakonan Karen Ýr, sem er á síðustu metrunum við að klára verkið. „Hér erum við bara að bæta útsýni íbúanna og gefa þeim eitthvað fallegt að horfa á. Þessi fyrsta hæð hefur bara verið með gráan vegg, sem útsýni og okkur fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt,” segir Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi. Hvert er þemað á veggnum? „Það er náttúrulega svolítið í anda Sjómannadagsráðs þannig að við vildum hafa eitthvað sem tengdist sjómennskunni,” segir Bryndís og bætir við. „Þau eru svo ánægð með herbergin sín núna þau, sem búa hérna. Þeim finnst þau vera með besta útsýnið í bænum.” Mikil ánægja er með útilistaverkið á veggnum en það er langt komið í vinnslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Listakonan, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, segir verkefnið á Hrafnistu einstaklega skemmtilegt. „Já alveg gríðarlega. Það er náttúrulega alltaf þegar maður fær að mála fallega íslenska landslagið, það náttúrulega alltaf mjög skemmtilegt. Sérstaklega þegar maður er að mála fyrir elliheimili og bara fólk, sem á heima hérna og maður sér, að þau séu að njóta þess að fá einhverja liti. Það er alltaf bara mjög skemmtilegt og gefandi að sjá brosin hjá fólkinu, sem gengur fram hjá og svona,” segir Karen Ýr. Og íbúar hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi eru mjög ánægðir með listaverkið. „Þetta er lifandi og skemmtilegt fyrir augað og umgang. Mér finnst það alveg einstakt. Ég er alsæl með verkið”, segir Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi. Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins er alsæl með nýja útilistaverkið við gluggann sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sléttan heitir hjúkrunarheimili Hrafnistu í Fossvogi í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karen Ýr upplýsingar og myndir af verkum hennar
Reykjavík Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira