Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð. Sérstaklega í ljósi ítrekaðra hótana stjórnarliða um að ákvæðinu verði beitt óspart á komandi þingi verði stjórnarandstaðan óþægilegur ljár í þúfu ríkisstjórnarinnar. Spennandi tímar fram undan svo ekki sé meira sagt. Gjörðir án ábyrgðar Það eru þó ekki einungis þau mál sem voru samþykkt sem vöktu athygli, heldur einnig þau mál ríkisstjórnarinnar sem ekki náðist að klára, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Má þar helst nefna frumvarp menningar- nýsköpunar og háskólaráðherra um námsstyrki og strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra. Hið síðarnefnda er sérstakt baráttumál Flokks fólksins sem lagt er fram til að uppfylla loforð ríkisstjórnarinnar um að 48 daga strandveiðar í sumar verði tryggðar, óháð því magni sem veitt er. Nú liggur fyrir að ekki verður staðið við það loforð. Sérstaklega er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarliða, sem hafa meirihluta á þingi og fara því með dagskrárvaldið, við því að frumvörpin voru ekki sett á dagskrá. Þeir vilja nefnilega meina að þeir hafi ekkert með það að gera, ábyrgðin sé minnihlutans, því hann var í málþófi (út af allt öðru máli reyndar). Það er eins og ríkisstjórnin geti ekki gert upp hug sinn hvort hún sé verkstjórn sem er með allt á hreinu og kemur sínum málum í gegn, eða að stjórnarandstaðan hafi þingið í gíslingu og meirihlutinn hafi enga stjórn á Alþingi. Hvort er það? Það getur ekki verið bæði. Það getur hins vegar vel verið hvorugt, eins og allt bendir nú til. Skattar fyrst, svo allt hitt Sú söguskýring að stjórnarandstaðan hafi tekið Alþingi í gíslingu stenst augljóslega enga skoðun þar sem meirihlutinn er eins og áður segir með dagskrárvaldið og gat hvenær sem sett áðurnefnd frumvörp á dagskrá. Stjórnarandstaðan lagði meira að segja sjálf til að liðkað yrði fyrir öðrum málum en skattahækkunarmáli atvinnuvegaráðherra, en það var fellt af meirihlutanum. Það má svo sjá svart á hvítu á heimasíðu Alþingis að allt tal stjórnarliða um að Alþingi „hafi verið tekið í gíslingu“ af stjórnarandstöðunni á sér enga stoð í raunveruleikanum. Á þeim 28 dögum frá því að 2. umræða um veiðigjaldið hófst þann 14. júní, þar til kjarnorkuákvæðinu var beitt 11. júlí, voru samþykkt samtals 18 þingmál meirihlutans, eða tæplega 40% allra mála sem samþykkt voru á þessu þingi. 18 mál á 28 dögum þykir ekki rýr uppskera í nokkru samhengi. Það er því bersýnilega rangt að stjórnarandstaðan hafi með málþófi í veiðigjaldamálinu stöðvað öll önnur mál, enda hlutu fjölmörg stjórnarmál afgreiðslu á þeim tíma sem málþófið stóð yfir. Skýr forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Það er ekkert nýtt að ríkisstjórn birti metnaðarfulla þingmálaskrá í upphafi þings, enda eðlilegt að hún vilji setja mark sitt á samfélagið. Það er ekkert óvenjulegt að boginn sé spenntur hátt og öll möguleg mál sem stjórninni hugnast talinn þar upp með þá von að ná sem flestum í gegn. Hins vegar hefur engri ríkisstjórn tekist að koma í gegn hverju eina og einasta máli á þingmálaskrá sinni. Eðli máls samkvæmt verður ríkisstjórnin að forgangsraða málum sínum, eins og allar ríkisstjórnir hafa þurft að gera. Þau frumvörp sem ekki voru kláruð voru einfaldlega ekki ofarlega á forgangslista stjórnarinnar og því voru þau ekki meðal þeirra 18 stjórnarmála sem hlutu brautargengi á seinustu fjórum vikum þingsins. Af þessu má sjá skýra forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Eina planið var að hækka skatta og annað skyldi mæta afgangi. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Brynjarsson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð. Sérstaklega í ljósi ítrekaðra hótana stjórnarliða um að ákvæðinu verði beitt óspart á komandi þingi verði stjórnarandstaðan óþægilegur ljár í þúfu ríkisstjórnarinnar. Spennandi tímar fram undan svo ekki sé meira sagt. Gjörðir án ábyrgðar Það eru þó ekki einungis þau mál sem voru samþykkt sem vöktu athygli, heldur einnig þau mál ríkisstjórnarinnar sem ekki náðist að klára, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Má þar helst nefna frumvarp menningar- nýsköpunar og háskólaráðherra um námsstyrki og strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra. Hið síðarnefnda er sérstakt baráttumál Flokks fólksins sem lagt er fram til að uppfylla loforð ríkisstjórnarinnar um að 48 daga strandveiðar í sumar verði tryggðar, óháð því magni sem veitt er. Nú liggur fyrir að ekki verður staðið við það loforð. Sérstaklega er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarliða, sem hafa meirihluta á þingi og fara því með dagskrárvaldið, við því að frumvörpin voru ekki sett á dagskrá. Þeir vilja nefnilega meina að þeir hafi ekkert með það að gera, ábyrgðin sé minnihlutans, því hann var í málþófi (út af allt öðru máli reyndar). Það er eins og ríkisstjórnin geti ekki gert upp hug sinn hvort hún sé verkstjórn sem er með allt á hreinu og kemur sínum málum í gegn, eða að stjórnarandstaðan hafi þingið í gíslingu og meirihlutinn hafi enga stjórn á Alþingi. Hvort er það? Það getur ekki verið bæði. Það getur hins vegar vel verið hvorugt, eins og allt bendir nú til. Skattar fyrst, svo allt hitt Sú söguskýring að stjórnarandstaðan hafi tekið Alþingi í gíslingu stenst augljóslega enga skoðun þar sem meirihlutinn er eins og áður segir með dagskrárvaldið og gat hvenær sem sett áðurnefnd frumvörp á dagskrá. Stjórnarandstaðan lagði meira að segja sjálf til að liðkað yrði fyrir öðrum málum en skattahækkunarmáli atvinnuvegaráðherra, en það var fellt af meirihlutanum. Það má svo sjá svart á hvítu á heimasíðu Alþingis að allt tal stjórnarliða um að Alþingi „hafi verið tekið í gíslingu“ af stjórnarandstöðunni á sér enga stoð í raunveruleikanum. Á þeim 28 dögum frá því að 2. umræða um veiðigjaldið hófst þann 14. júní, þar til kjarnorkuákvæðinu var beitt 11. júlí, voru samþykkt samtals 18 þingmál meirihlutans, eða tæplega 40% allra mála sem samþykkt voru á þessu þingi. 18 mál á 28 dögum þykir ekki rýr uppskera í nokkru samhengi. Það er því bersýnilega rangt að stjórnarandstaðan hafi með málþófi í veiðigjaldamálinu stöðvað öll önnur mál, enda hlutu fjölmörg stjórnarmál afgreiðslu á þeim tíma sem málþófið stóð yfir. Skýr forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Það er ekkert nýtt að ríkisstjórn birti metnaðarfulla þingmálaskrá í upphafi þings, enda eðlilegt að hún vilji setja mark sitt á samfélagið. Það er ekkert óvenjulegt að boginn sé spenntur hátt og öll möguleg mál sem stjórninni hugnast talinn þar upp með þá von að ná sem flestum í gegn. Hins vegar hefur engri ríkisstjórn tekist að koma í gegn hverju eina og einasta máli á þingmálaskrá sinni. Eðli máls samkvæmt verður ríkisstjórnin að forgangsraða málum sínum, eins og allar ríkisstjórnir hafa þurft að gera. Þau frumvörp sem ekki voru kláruð voru einfaldlega ekki ofarlega á forgangslista stjórnarinnar og því voru þau ekki meðal þeirra 18 stjórnarmála sem hlutu brautargengi á seinustu fjórum vikum þingsins. Af þessu má sjá skýra forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Eina planið var að hækka skatta og annað skyldi mæta afgangi. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar