Innlent

Gler­flöskur strang­lega bannaðar á Þjóð­há­tíð

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Bannið er sett í öryggisskyni.
Bannið er sett í öryggisskyni. Vísir/Sigurjón

Meðferð glerflaskna verður stranglega bönnuð á Þjóðhátíð í Herjólfsdal í ár.

Svo hljóðar tilkynning frá skipuleggjendum Þjóðhátíðar í Eyjum sem birtist á samfélagsmiðlum í dag. Þeir segja regluna setta í því skyni að fyrirbyggja slys og tryggja öryggi hátíðargesta.

Gestir eru beðnir um að nota drykkjarílát úr plasti eða málmi og virða regluna af ábyrgð. Þá áskilur starfsfólk hátíðarinnar sér rétt til að gera upptækar glerflöskur og vísa fólki frá svæðinu sem ekki virðir bannið.

Á Þjóðhátíð á síðasta ári var ungur maður barinn ítrekað með glerflösku og rotaðist. Hann fékk í kjölfarið 38 spor í andlitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×