Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Ætli Mbeumo geti leyst markmannsvandræði Man United? EPA-EFE/Vísir Eftir langan eltingaleik hefur Manchester United að því virðist loks fest kaup á Bryan Mbeumo, leikmanni Brentford. Stærsta spurningin nú er hvar þessi hægri vængmaður mun leika í leikkerfi sem inniheldur engan hægri vængmann? Eltingaleikur Man United við hinn 25 ára gamla Mbeumo hefur tekið nær allt sumarið. Hefur þetta minnt á aðra eltingaleiki félagsins undanfarin ár þar sem það neitar að borga uppsett verð og endar á að borga uppsprengt verð þar sem það styttist í gluggalok. Um er að ræða þriðju kaup Rauðu djöflanna í sumar. Fyrir hafði félagið tryggt sér krafta hins brasilíska Matheus Cunha sem lék áður með Úlfunum og svo táningsins Diego León. Sá er vinstri bakvörður frá Paragvæ sem lék síðast með Cerro Porteño í heimalandinu. Fyrstu tvö kaup félagsins passa nokkuð auðveldlega inn í leikkerfið sem Man United hefur spilað síðan Ruben Amorim. Hjá Úlfunum lék Cunha sem vinstri sóknartengiliður í 3-4-2-1 leikkerfi og mun án efa gera slíkt hið sama á Old Trafford. Hvað hinn unga León varðar þá er hann vinstri bakvörður sem ætti því að geta nokkuð auðveldlega spilað vinstri vængbakvörð. Mbeumo, sem var hreint út sagt magnaður fyrir Brentford á síðustu leiktíð með 20 mörk og 7 stoðsendingar í 38 leikjum, lék hins vegar í stöðu sem ekki er að finna í leikkerfi Amorim – úti á hægri vængnum. Hér má sjá hvaða stöður Mbeumo hefur leikið á ferli sínum.Transfermarkt Samkvæmt tölfræðivefnum Transfermarkt hefur leikmaðurinn spilað 168 leiki sem hægri vængmaður á ferli sínum. Í þeim hefur hann skorað 48 mörk og gefið 40 stoðsendingar. Hann hefur spilað 32 sem framherji, skorað 13 og gefið 5 stoðsendingar. Í þeim 43 leikjum sem hann hefur spilað í svæðinu á bakvið framherjann hefur hann skorað 8 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Á síðustu leiktíð lék hann nær eingöngu úti hægra megin og því skýtur skökku við að Man Utd eyði jafn miklu púðri í leikmann sem að því virðist passar ekki í taktískt upplegg liðsins. Það verður að teljast ólíklegt að hann leysi Diogo Dalot af í hægri vængbakverði og þar sem Amorim vildi nýja níu, framherja, verður að teljast líklegast að Mbeumo muni leysa Rasmus Höjlund af í fremstu víglínu. Mögulega mun hann spila við hlið Cunha á bakvið þann sem mun spila sem fremsti maður. Það myndi þýða að fyrirliðinn Bruno Fernandes væri meðal tveggja djúpu miðjumanna liðsins en það reyndist ekki mikil lukka í því fyrirkomulagi á síðustu leiktíð. Þetta kemur allt í ljós þegar Man United sækir Arsenal heim þann 17. ágúst næstkomandi í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Allt í beinni hér á SÝN og Vísi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Eltingaleikur Man United við hinn 25 ára gamla Mbeumo hefur tekið nær allt sumarið. Hefur þetta minnt á aðra eltingaleiki félagsins undanfarin ár þar sem það neitar að borga uppsett verð og endar á að borga uppsprengt verð þar sem það styttist í gluggalok. Um er að ræða þriðju kaup Rauðu djöflanna í sumar. Fyrir hafði félagið tryggt sér krafta hins brasilíska Matheus Cunha sem lék áður með Úlfunum og svo táningsins Diego León. Sá er vinstri bakvörður frá Paragvæ sem lék síðast með Cerro Porteño í heimalandinu. Fyrstu tvö kaup félagsins passa nokkuð auðveldlega inn í leikkerfið sem Man United hefur spilað síðan Ruben Amorim. Hjá Úlfunum lék Cunha sem vinstri sóknartengiliður í 3-4-2-1 leikkerfi og mun án efa gera slíkt hið sama á Old Trafford. Hvað hinn unga León varðar þá er hann vinstri bakvörður sem ætti því að geta nokkuð auðveldlega spilað vinstri vængbakvörð. Mbeumo, sem var hreint út sagt magnaður fyrir Brentford á síðustu leiktíð með 20 mörk og 7 stoðsendingar í 38 leikjum, lék hins vegar í stöðu sem ekki er að finna í leikkerfi Amorim – úti á hægri vængnum. Hér má sjá hvaða stöður Mbeumo hefur leikið á ferli sínum.Transfermarkt Samkvæmt tölfræðivefnum Transfermarkt hefur leikmaðurinn spilað 168 leiki sem hægri vængmaður á ferli sínum. Í þeim hefur hann skorað 48 mörk og gefið 40 stoðsendingar. Hann hefur spilað 32 sem framherji, skorað 13 og gefið 5 stoðsendingar. Í þeim 43 leikjum sem hann hefur spilað í svæðinu á bakvið framherjann hefur hann skorað 8 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Á síðustu leiktíð lék hann nær eingöngu úti hægra megin og því skýtur skökku við að Man Utd eyði jafn miklu púðri í leikmann sem að því virðist passar ekki í taktískt upplegg liðsins. Það verður að teljast ólíklegt að hann leysi Diogo Dalot af í hægri vængbakverði og þar sem Amorim vildi nýja níu, framherja, verður að teljast líklegast að Mbeumo muni leysa Rasmus Höjlund af í fremstu víglínu. Mögulega mun hann spila við hlið Cunha á bakvið þann sem mun spila sem fremsti maður. Það myndi þýða að fyrirliðinn Bruno Fernandes væri meðal tveggja djúpu miðjumanna liðsins en það reyndist ekki mikil lukka í því fyrirkomulagi á síðustu leiktíð. Þetta kemur allt í ljós þegar Man United sækir Arsenal heim þann 17. ágúst næstkomandi í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Allt í beinni hér á SÝN og Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira