Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Agnar Már Másson skrifar 19. júlí 2025 08:32 Gosmóðan gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að aka á vettvang. Slökkvilið í Vesturbyggð Eldur kom upp í skemmu í Breiðavík í nótt en gosmóða gerði slökkviliðsmönnum erfiðara fyrir að mæta á vettvang. Engan sakaði en rífa þurfti skemmuna niður og kom bóndinn í næsta bæ slökkviliðsmönnum til aðstoðar. Slökkvilið í Vesturbyggð var kallað út um klukkan eitt í nótt vegna bruna í skemmu í Breiðavík. Í skemmunni er varaaflsstöð að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra í Vesturbyggð. Í skemmunni sé ljósavél sem er þó nokkuð frá öðrum húsum í Breiðavík. Bóndinn á næsta bæ kom til aðstoðar. Hann mætti á traktornum til að rífa niður skemmuna.Slökkvilið í Vesturbyggð Hann segir að aðkoman hafi verið erfið þegar slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum — Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal — mættu á vettvang. Því skapaðist ekki hætta fyrir gesti á Hótel Breiðavík sem voru látnir vita af brunanum. Slökkviliðsbílar hafi þurft að keyra lélega vegi í um 50 kílómetra í þykkri gosmóðu, sem gerði slökkviliðsmönnum erfiðar fyrir. Mengun hefur borist frá eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni aðfaranótt miðvikudags. „Við vorum bara mun lengur á leiðinni heldur en við hefðum verið,“ segir Davíð. „Þó svo við séum á stórum bílum, þá komumst við bara alls ekki hratt niður. Þetta er bara hrikalegt.“ Slökkvilið í Vesturbyggð sinnit útkallinu.Slökkvilið í Vesturbyggð Skúrinn var sæmilega mikið bruninn þegar slökkviliðs mætti á vettvang. „Og þá var húsið í raun og veru að hrynja. Þannig að ég gat nú ekki farið inn. Það var náttúrulega bara slökkt utan dyra en síðan sko var það mikið hrunið,“ segir hann. „Það var ekki fyrr en að við fengum bara gröfu til þess að í raun taka húsið niður að við gátum farið að slökkva í öllum glæðum,“ bætir Davíð við. Bóndinn á bænum hafi komið til hjálpar, þar sem hann átti stóran traktor með skóflu sem hægt var að nota við að niðurrif hússins. Slökkviliðsstarfinu hafi lokið á áttunda tímanum. Eldsupptökin eru óljós. Slökkvilið Vesturbyggð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Slökkvilið í Vesturbyggð var kallað út um klukkan eitt í nótt vegna bruna í skemmu í Breiðavík. Í skemmunni er varaaflsstöð að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra í Vesturbyggð. Í skemmunni sé ljósavél sem er þó nokkuð frá öðrum húsum í Breiðavík. Bóndinn á næsta bæ kom til aðstoðar. Hann mætti á traktornum til að rífa niður skemmuna.Slökkvilið í Vesturbyggð Hann segir að aðkoman hafi verið erfið þegar slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum — Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal — mættu á vettvang. Því skapaðist ekki hætta fyrir gesti á Hótel Breiðavík sem voru látnir vita af brunanum. Slökkviliðsbílar hafi þurft að keyra lélega vegi í um 50 kílómetra í þykkri gosmóðu, sem gerði slökkviliðsmönnum erfiðar fyrir. Mengun hefur borist frá eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni aðfaranótt miðvikudags. „Við vorum bara mun lengur á leiðinni heldur en við hefðum verið,“ segir Davíð. „Þó svo við séum á stórum bílum, þá komumst við bara alls ekki hratt niður. Þetta er bara hrikalegt.“ Slökkvilið í Vesturbyggð sinnit útkallinu.Slökkvilið í Vesturbyggð Skúrinn var sæmilega mikið bruninn þegar slökkviliðs mætti á vettvang. „Og þá var húsið í raun og veru að hrynja. Þannig að ég gat nú ekki farið inn. Það var náttúrulega bara slökkt utan dyra en síðan sko var það mikið hrunið,“ segir hann. „Það var ekki fyrr en að við fengum bara gröfu til þess að í raun taka húsið niður að við gátum farið að slökkva í öllum glæðum,“ bætir Davíð við. Bóndinn á bænum hafi komið til hjálpar, þar sem hann átti stóran traktor með skóflu sem hægt var að nota við að niðurrif hússins. Slökkviliðsstarfinu hafi lokið á áttunda tímanum. Eldsupptökin eru óljós.
Slökkvilið Vesturbyggð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira