Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2025 13:06 Lögreglumaður sýnir börnum í sumarstarfi Skagastrandar hvernig fingraför líta út. Aðsend Lögreglan á Norðurlandi vestra gerir alltaf meira og meira af því að sinna samfélagslöggæslu þar sem höfuðáhersla er lögð á náið samstarf lögreglu og nærsamfélagsins við löggæslustörf. Samfélagslöggæsla er víða að ryðja sér til rúms hjá lögregluembættum landsins en þar er rík áhersla lögð á náið og samstarf lögreglu og fólksins í samfélagi hvað varðar afbrotavarnir og úrlausn vandamála til að stuðla að betra og öruggara samfélagi fyrir alla. Samfélagslöggæsla hefur víða gefið góða raun eins og hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra en Ásdís Ýr Arnarsdóttir er sérfræðingur embættisins í samfélagslöggæslu og þekkir því vel til verkefnisins. „Tilgangurinn og markmiðið er fyrst og fremst að auka sýnileika lögreglu og auka traust fólks til lögreglu. Og við trúum að við vinnum betra starf í forvörnum og öðru með því að vera sýnilegri og meiri þátttakandi í samfélaginu. Og vera nær fólkinu líka því við erum líka náttúrulega í mjög litlu samfélagi þannig að þá skiptir máli að fólk treysti lögreglu,” segir Ásdís Ýr. Lögreglumenn í reiðhjólaskoðun á HofsósiAðsend Og maður sér að þið eruð mikið að leita til krakka og unglinga og vera þeim þeim. Er það ekki svolítið áhugavert? „Jú, það er mjög gaman. Við reynum að gera mikið af því, að vera svona partur af þeirra samveru og þeirra lífi,” segir Ásdís. Varðstjóri á Blönduósi, að taka þátt í Héraðsmóti USAH 2024 þar sem hún sigraði flokk fullorðinna.Aðsend Lögreglan á Blönduósi og þar í kring bregður oft á leik með íbúum, spilar t.d. körfubolta með unga fólkinu, skreppur á frjálsíþróttavöllinn og tekur kringlu- og spjótköst með krökkunum, sem eru að æfa frjálsar íþróttir og svona væri hægt að telja áfram og áfram allskonar viðburði þegar Lögreglan á svæðinu er annars vegar. Lögreglan í heimsókn hjá miðstigi Grunnskóla Húnaþings vestra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið ekki að fá jákvæð viðbrögð á þetta? „Jú, mjög svo frá samfélaginu og svo fengum við líka nýlega viðurkenningu frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, „Byggðagleraugun”, þar sem við fáum viðurkenningu fyrir það hvernig við nálgumst verkefnið á svæðisbundin hátt af því að við erum fyrst og fremst að hugsa um þarfir okkar samfélags og hvernig við getum bætt það og nært okkar fólk betur, sem sagt þjónustað okkar fólk betur,” segir Ásdís Ýr alsæl með verkefnið. Lögreglumenn með hópi nemenda Leikskóla Húnabyggðar í fangaklefa á lögreglustöðinni á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mynd frá síðasta samráðsfundi „Öruggara Norðurlands vestra” þar sem áherslan var á sameiginlega forvarnaráætlun landshlutans „FORNOR”. Á myndinni eru frá vinstri; Kristin Ingibjörg frá Húnabyggð, Ásdís Arinbjarnardóttir frá HSN, Þorkell Þorsteinsson fyrrum skólameistari FNV, Berglind Hlín Baldursdóttir frá Skagaströnd og svo Ásdís Ýr Arnardóttir.Aðsend Lögreglumaður,á Hofsósi að kynna fyrir nemendum búnað lögreglu. Og prufa þyngdina í vestinu.Aðsend Lögreglan Húnabyggð Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Samfélagslöggæsla er víða að ryðja sér til rúms hjá lögregluembættum landsins en þar er rík áhersla lögð á náið og samstarf lögreglu og fólksins í samfélagi hvað varðar afbrotavarnir og úrlausn vandamála til að stuðla að betra og öruggara samfélagi fyrir alla. Samfélagslöggæsla hefur víða gefið góða raun eins og hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra en Ásdís Ýr Arnarsdóttir er sérfræðingur embættisins í samfélagslöggæslu og þekkir því vel til verkefnisins. „Tilgangurinn og markmiðið er fyrst og fremst að auka sýnileika lögreglu og auka traust fólks til lögreglu. Og við trúum að við vinnum betra starf í forvörnum og öðru með því að vera sýnilegri og meiri þátttakandi í samfélaginu. Og vera nær fólkinu líka því við erum líka náttúrulega í mjög litlu samfélagi þannig að þá skiptir máli að fólk treysti lögreglu,” segir Ásdís Ýr. Lögreglumenn í reiðhjólaskoðun á HofsósiAðsend Og maður sér að þið eruð mikið að leita til krakka og unglinga og vera þeim þeim. Er það ekki svolítið áhugavert? „Jú, það er mjög gaman. Við reynum að gera mikið af því, að vera svona partur af þeirra samveru og þeirra lífi,” segir Ásdís. Varðstjóri á Blönduósi, að taka þátt í Héraðsmóti USAH 2024 þar sem hún sigraði flokk fullorðinna.Aðsend Lögreglan á Blönduósi og þar í kring bregður oft á leik með íbúum, spilar t.d. körfubolta með unga fólkinu, skreppur á frjálsíþróttavöllinn og tekur kringlu- og spjótköst með krökkunum, sem eru að æfa frjálsar íþróttir og svona væri hægt að telja áfram og áfram allskonar viðburði þegar Lögreglan á svæðinu er annars vegar. Lögreglan í heimsókn hjá miðstigi Grunnskóla Húnaþings vestra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið ekki að fá jákvæð viðbrögð á þetta? „Jú, mjög svo frá samfélaginu og svo fengum við líka nýlega viðurkenningu frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, „Byggðagleraugun”, þar sem við fáum viðurkenningu fyrir það hvernig við nálgumst verkefnið á svæðisbundin hátt af því að við erum fyrst og fremst að hugsa um þarfir okkar samfélags og hvernig við getum bætt það og nært okkar fólk betur, sem sagt þjónustað okkar fólk betur,” segir Ásdís Ýr alsæl með verkefnið. Lögreglumenn með hópi nemenda Leikskóla Húnabyggðar í fangaklefa á lögreglustöðinni á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mynd frá síðasta samráðsfundi „Öruggara Norðurlands vestra” þar sem áherslan var á sameiginlega forvarnaráætlun landshlutans „FORNOR”. Á myndinni eru frá vinstri; Kristin Ingibjörg frá Húnabyggð, Ásdís Arinbjarnardóttir frá HSN, Þorkell Þorsteinsson fyrrum skólameistari FNV, Berglind Hlín Baldursdóttir frá Skagaströnd og svo Ásdís Ýr Arnardóttir.Aðsend Lögreglumaður,á Hofsósi að kynna fyrir nemendum búnað lögreglu. Og prufa þyngdina í vestinu.Aðsend
Lögreglan Húnabyggð Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira