Sport

Dag­skráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og loka­dagur The Open

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valsmenn heimsækja Víkinga í Bestu-deild karla í kvöld.
Valsmenn heimsækja Víkinga í Bestu-deild karla í kvöld. Vísir/Anton

Sportrásir Sýnar bjóða upp á sannkallaðan sófasunnudag þar sem alls verða sex beinar útsendingar á dagskrá.

Við hefjum leik á lokadegi The Open strax klukkan 08:00 á Sýn Sport 4 og höldum svo áfram klukkan 11:00 á sömu rás. Gera má ráð fyrir að úrslitin ráðist svo í kvöld.

Dagur tvö á World Matchplay í pílukasti hefst klukkan 12:00 á Sýn Sport Viaplay og klukkan 18:00 hefst kvöldkeppnin.

Klukkan 18:45 hefst svo bein útsending frá viðureign Víkings og Vals í Bestu-deild karla á Sýn Sport. Sannkallaður toppslagur þar á ferð.

Að leik loknum er Stúkan svo á dagskrá þar sem sérfræðingarnir fara yfir allt það helsta úr liðinni umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×