„Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2025 19:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton brink Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn í kjölfar beiðna Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins og Diljár Mistar Einarsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vera reiðubúin að mæta strax á fund nefndarinnar og að miður væri að flokkar væru að gera heimsókn Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ítrekað hafi verið tilkynnt um breytingar í utanríkismálum Íslands án þess að það sé undirbúið með nefndinni. Nefndin hafi verið vanrækt af hálfu ríkisstjórnarinnar. „En hversu mikið þessi fundur skilar ég hef ákveðnar efasemdir um. Ég er hræddur um að við fáum enn eitt leikritið um þetta allt saman og útskýringar sem eru ætlaðar öðrum en þingmönnum.“ Utanríkisráðherra segir málið snúist ekki um ESB-aðild heldur um að efla og bæta viðskiptakjör á grunni EES-samningsins. Sigmundur gefur lítið fyrir það, segir málið endalausan spunaleik og allar aðgerðir og yfirlýsingar snúist um eitt markmið. „Það markmið að nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint,“ bætir Sigmundur við. Segir ESB í tómu tjóni í hernaðarmálum og furðulegt að halda eigi áfram þar sem frá var horfið Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Sigmundur Davíð segir algjörlega á hreinu að umsókn Íslands sé dauð. „Eftir að við tilkynntum um það til ESB á sínum tíma og einhverjir fengu efasemdir um hve afgerandi það hefði verið þá ákvað ég að leiða það mál til lykta með bréfi sem ég afhenti persónulega á fundi með forvera Ursulu von der Leyen, Jean-Claude Juncker og Donald Tusk, þar sem þeir staðfestu að ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB.“ Hann segir það eina stærstu lygi íslenskra stjórnamála á 21. öldinni að hægt sé að kíkja í pakkann hjá ESB og sjá hvað sé í boði. Þá segir hann tal um frekara samstarf á ýmsum sviðum vera fyrirslátt. Í hernaðarmálum hafi ESB verið í tómu tjóni á meðan Ísland sé með samning við mesta hernaðarveldi mannkynssögunnar. Furðulegast segir Sigmundur þó vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar stilli málum upp þannig að haldið verði áfram þar sem frá var horfið í viðræðum á sínum tíma. „Fallast á alla þá eftirgjöf sem Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru búin að samþykkja 2012, eftir að ESB og Ísland hafa gjörbreyst í millitíðinni. Þetta finnst mér undarleg nálgun en líklega til komin því þetta snýst um umbúðirnar,“ segir Sigmundur Davíð að endingu. Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn í kjölfar beiðna Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins og Diljár Mistar Einarsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vera reiðubúin að mæta strax á fund nefndarinnar og að miður væri að flokkar væru að gera heimsókn Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ítrekað hafi verið tilkynnt um breytingar í utanríkismálum Íslands án þess að það sé undirbúið með nefndinni. Nefndin hafi verið vanrækt af hálfu ríkisstjórnarinnar. „En hversu mikið þessi fundur skilar ég hef ákveðnar efasemdir um. Ég er hræddur um að við fáum enn eitt leikritið um þetta allt saman og útskýringar sem eru ætlaðar öðrum en þingmönnum.“ Utanríkisráðherra segir málið snúist ekki um ESB-aðild heldur um að efla og bæta viðskiptakjör á grunni EES-samningsins. Sigmundur gefur lítið fyrir það, segir málið endalausan spunaleik og allar aðgerðir og yfirlýsingar snúist um eitt markmið. „Það markmið að nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint,“ bætir Sigmundur við. Segir ESB í tómu tjóni í hernaðarmálum og furðulegt að halda eigi áfram þar sem frá var horfið Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Sigmundur Davíð segir algjörlega á hreinu að umsókn Íslands sé dauð. „Eftir að við tilkynntum um það til ESB á sínum tíma og einhverjir fengu efasemdir um hve afgerandi það hefði verið þá ákvað ég að leiða það mál til lykta með bréfi sem ég afhenti persónulega á fundi með forvera Ursulu von der Leyen, Jean-Claude Juncker og Donald Tusk, þar sem þeir staðfestu að ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB.“ Hann segir það eina stærstu lygi íslenskra stjórnamála á 21. öldinni að hægt sé að kíkja í pakkann hjá ESB og sjá hvað sé í boði. Þá segir hann tal um frekara samstarf á ýmsum sviðum vera fyrirslátt. Í hernaðarmálum hafi ESB verið í tómu tjóni á meðan Ísland sé með samning við mesta hernaðarveldi mannkynssögunnar. Furðulegast segir Sigmundur þó vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar stilli málum upp þannig að haldið verði áfram þar sem frá var horfið í viðræðum á sínum tíma. „Fallast á alla þá eftirgjöf sem Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru búin að samþykkja 2012, eftir að ESB og Ísland hafa gjörbreyst í millitíðinni. Þetta finnst mér undarleg nálgun en líklega til komin því þetta snýst um umbúðirnar,“ segir Sigmundur Davíð að endingu.
Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira