Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2025 13:37 Í ferðinni fór vinahópurinn meðal annars á tónleika K-Pop hljómsveitarinnar Stray Kids. Aðsend Sautján ára unglingur á leið til landsins frá Lundúnum með Play var settur á standby-miða og síðan skilinn eftir þegar ljóst var að flugvélin væri yfirfull. Foreldri í vinahópnum sem hann ferðaðist með segir fáránlegt að ungmenni sé sett á standby og þar með mögulega skilið eftir. Vala Steinsdóttir foreldri í hópnum rekur söguna í samtali við fréttastofu. Hún segir sex manna vinahóp sautján ára unglinga og eitt foreldri hafa haldið upp á Stansted flugvöll í Lundúnum í morgun eftir vel heppnaða leikhús- og tónleikahelgi. Einn þeirra hafi átt í vandræðum með að innrita sig á netinu og því ákveðið að gera það á flugvellinum. „Og þá er hún sett á standby og flugið yfirbókað þannig að hún er skilin eftir. Mamman sem var með var náttúrlega alveg brjáluð, spyr hvernig þeim dettur í hug að setja sautján ára krakka á standby. Ef það er búið að yfirfylla vélina ætti að setja fullorðið fólk en ekki krakka,“ segir Vala. Ættu að vera reglur Móðirin í hópnum hafi ekki getað tekið standby miðann á sig þar sem lítið barn biði hennar heima. Þegar allir hinir í hópnum hafi verið komnir inn í vélina varð ljóst að stúlkan á standby-miðanum fengi ekki sæti í vélinni, hún væri yfirfull. Annar úr hópnum hafi þá ákveðið að fara ekki með flugvélinni til að hún yrði ekki skilin ein eftir. Saman hafi þau ráfað um flugvöllinn um nokkurt skeið og reynt að ná í Play. Þegar blaðamaður náði tali af Völu hafði gengið brösuglega að ná sambandi við flugfélagið en að samtali loknu fengust þær upplýsingar að tvímenningarnir hafi fengið flug til Madrídar á Spáni seinna í dag, og þaðan heim til Íslands. „Það er samt fáránlegt að setja krakka á standby þegar þeir yfirbóka flug! Þetta er alveg galið. Það ættu náttúrlega að vera reglur um að það þarf að skilja fólk eftir, að það sé ekki undir x aldri, helst 25 ára,“ segir Vala og bendir á að barn undir lögaldri þurfi að hafa með sér leyfisbréf útfyllt af forráðamanni ætli það sér að ferðast til útlanda án hans. „Þetta var alveg frábær helgi og ótrúlega leiðinlegt að þetta endi svona.“ Fréttir af flugi Play Bretland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Vala Steinsdóttir foreldri í hópnum rekur söguna í samtali við fréttastofu. Hún segir sex manna vinahóp sautján ára unglinga og eitt foreldri hafa haldið upp á Stansted flugvöll í Lundúnum í morgun eftir vel heppnaða leikhús- og tónleikahelgi. Einn þeirra hafi átt í vandræðum með að innrita sig á netinu og því ákveðið að gera það á flugvellinum. „Og þá er hún sett á standby og flugið yfirbókað þannig að hún er skilin eftir. Mamman sem var með var náttúrlega alveg brjáluð, spyr hvernig þeim dettur í hug að setja sautján ára krakka á standby. Ef það er búið að yfirfylla vélina ætti að setja fullorðið fólk en ekki krakka,“ segir Vala. Ættu að vera reglur Móðirin í hópnum hafi ekki getað tekið standby miðann á sig þar sem lítið barn biði hennar heima. Þegar allir hinir í hópnum hafi verið komnir inn í vélina varð ljóst að stúlkan á standby-miðanum fengi ekki sæti í vélinni, hún væri yfirfull. Annar úr hópnum hafi þá ákveðið að fara ekki með flugvélinni til að hún yrði ekki skilin ein eftir. Saman hafi þau ráfað um flugvöllinn um nokkurt skeið og reynt að ná í Play. Þegar blaðamaður náði tali af Völu hafði gengið brösuglega að ná sambandi við flugfélagið en að samtali loknu fengust þær upplýsingar að tvímenningarnir hafi fengið flug til Madrídar á Spáni seinna í dag, og þaðan heim til Íslands. „Það er samt fáránlegt að setja krakka á standby þegar þeir yfirbóka flug! Þetta er alveg galið. Það ættu náttúrlega að vera reglur um að það þarf að skilja fólk eftir, að það sé ekki undir x aldri, helst 25 ára,“ segir Vala og bendir á að barn undir lögaldri þurfi að hafa með sér leyfisbréf útfyllt af forráðamanni ætli það sér að ferðast til útlanda án hans. „Þetta var alveg frábær helgi og ótrúlega leiðinlegt að þetta endi svona.“
Fréttir af flugi Play Bretland Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira