Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2025 13:37 Í ferðinni fór vinahópurinn meðal annars á tónleika K-Pop hljómsveitarinnar Stray Kids. Aðsend Sautján ára unglingur á leið til landsins frá Lundúnum með Play var settur á standby-miða og síðan skilinn eftir þegar ljóst var að flugvélin væri yfirfull. Foreldri í vinahópnum sem hann ferðaðist með segir fáránlegt að ungmenni sé sett á standby og þar með mögulega skilið eftir. Vala Steinsdóttir foreldri í hópnum rekur söguna í samtali við fréttastofu. Hún segir sex manna vinahóp sautján ára unglinga og eitt foreldri hafa haldið upp á Stansted flugvöll í Lundúnum í morgun eftir vel heppnaða leikhús- og tónleikahelgi. Einn þeirra hafi átt í vandræðum með að innrita sig á netinu og því ákveðið að gera það á flugvellinum. „Og þá er hún sett á standby og flugið yfirbókað þannig að hún er skilin eftir. Mamman sem var með var náttúrlega alveg brjáluð, spyr hvernig þeim dettur í hug að setja sautján ára krakka á standby. Ef það er búið að yfirfylla vélina ætti að setja fullorðið fólk en ekki krakka,“ segir Vala. Ættu að vera reglur Móðirin í hópnum hafi ekki getað tekið standby miðann á sig þar sem lítið barn biði hennar heima. Þegar allir hinir í hópnum hafi verið komnir inn í vélina varð ljóst að stúlkan á standby-miðanum fengi ekki sæti í vélinni, hún væri yfirfull. Annar úr hópnum hafi þá ákveðið að fara ekki með flugvélinni til að hún yrði ekki skilin ein eftir. Saman hafi þau ráfað um flugvöllinn um nokkurt skeið og reynt að ná í Play. Þegar blaðamaður náði tali af Völu hafði gengið brösuglega að ná sambandi við flugfélagið en að samtali loknu fengust þær upplýsingar að tvímenningarnir hafi fengið flug til Madrídar á Spáni seinna í dag, og þaðan heim til Íslands. „Það er samt fáránlegt að setja krakka á standby þegar þeir yfirbóka flug! Þetta er alveg galið. Það ættu náttúrlega að vera reglur um að það þarf að skilja fólk eftir, að það sé ekki undir x aldri, helst 25 ára,“ segir Vala og bendir á að barn undir lögaldri þurfi að hafa með sér leyfisbréf útfyllt af forráðamanni ætli það sér að ferðast til útlanda án hans. „Þetta var alveg frábær helgi og ótrúlega leiðinlegt að þetta endi svona.“ Fréttir af flugi Play Bretland Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Vala Steinsdóttir foreldri í hópnum rekur söguna í samtali við fréttastofu. Hún segir sex manna vinahóp sautján ára unglinga og eitt foreldri hafa haldið upp á Stansted flugvöll í Lundúnum í morgun eftir vel heppnaða leikhús- og tónleikahelgi. Einn þeirra hafi átt í vandræðum með að innrita sig á netinu og því ákveðið að gera það á flugvellinum. „Og þá er hún sett á standby og flugið yfirbókað þannig að hún er skilin eftir. Mamman sem var með var náttúrlega alveg brjáluð, spyr hvernig þeim dettur í hug að setja sautján ára krakka á standby. Ef það er búið að yfirfylla vélina ætti að setja fullorðið fólk en ekki krakka,“ segir Vala. Ættu að vera reglur Móðirin í hópnum hafi ekki getað tekið standby miðann á sig þar sem lítið barn biði hennar heima. Þegar allir hinir í hópnum hafi verið komnir inn í vélina varð ljóst að stúlkan á standby-miðanum fengi ekki sæti í vélinni, hún væri yfirfull. Annar úr hópnum hafi þá ákveðið að fara ekki með flugvélinni til að hún yrði ekki skilin ein eftir. Saman hafi þau ráfað um flugvöllinn um nokkurt skeið og reynt að ná í Play. Þegar blaðamaður náði tali af Völu hafði gengið brösuglega að ná sambandi við flugfélagið en að samtali loknu fengust þær upplýsingar að tvímenningarnir hafi fengið flug til Madrídar á Spáni seinna í dag, og þaðan heim til Íslands. „Það er samt fáránlegt að setja krakka á standby þegar þeir yfirbóka flug! Þetta er alveg galið. Það ættu náttúrlega að vera reglur um að það þarf að skilja fólk eftir, að það sé ekki undir x aldri, helst 25 ára,“ segir Vala og bendir á að barn undir lögaldri þurfi að hafa með sér leyfisbréf útfyllt af forráðamanni ætli það sér að ferðast til útlanda án hans. „Þetta var alveg frábær helgi og ótrúlega leiðinlegt að þetta endi svona.“
Fréttir af flugi Play Bretland Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira