Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2025 07:01 Donald Trump hefur vægast sagt sterkar skoðanir á því hvað lið í NFL-deildinni heita. Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ef NFL-liðið Washington Commanders skiptir ekki um nafn gæti hann stöðvað byggingu nýs vallar liðsins í borginni. Lið Washington Commanders hefur leikið heimaleiki sína á Northwest-leikvanginum í Landover, Maryland undanfarin ár. Landover er staðsett um átta kílómetrum austan við Washington. Fyrr á þessu ári var þó greint frá því að Commanders hefðu fengið leyfi fyrir því að byggja nýjan völl í Washington. Sá á að vera staðsettur á sama stað og RFK-leikvangurinn var, sem var heimavöllur liðsins frá 1961-1996. Nýi völlurinn á að vera tilbúinn árið 2030 og mun byggingin kosta um 3,7 milljarða Bandaríkjadala, eða rúmlega 450 milljarða íslenskra króna. Áform um byggingu nýs vallar Washington Commanders voru kynnt í apríl.Win McNamee/Getty Images Nú gæti hins vegar farið svo að ekkert verði úr áformum liðsins um að byggja nýjan völl. Donald Trump Bandaríkjaforseti er nefnilega ekki hrifin af nafni liðsins. Liðið hefur nefnilega aðeins heitið Washington Commanders síðan árið 2022. Frá 1937 til 2019 hét liðið Washington Redskins og svo Washington Football Team frá 2020 til 2021. Nafnið Redskins var hins vegar lagt til hliðar þar sem það þótti niðrandi við frumbyggja Ameríku. Washington Commanders breytti nafni sínu árið 2020.Jonathan Newton/The Washington Post via Getty Images Það er þó í það minnsta einn maður sem virðist sakna Redskins-nafnsins meira en aðrir. Donald Trump greindi frá því á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að hann gæti sett hömlur á liðið þannig að ef að forráðamenn þess taka ekki upp gamla nafnið aftur muni hann ekki leyfa þeim að byggja nýja völlinn í Washington. „Ég get sett hömlur á þá þannig að ef þeir breyta ekki nafninu sínu aftur í hið upprunalega Washington Redskins, og losa sig við þetta fáránlega viðurnefni, Washington Commanders, þá fá þeir ekki samning um að byggja völl í Washington,“ ritaði Trump á samfélagsmiðil sinn. „Liðið yrði miklu verðmætara og samningurinn yrði mun meira spennandi fyrir alla,“ bætti Trump við áður en hann nefndi fleiri lið sem ættu að gera slíkt hið sama að hans mati. Wow: Donald Trump is now threatening to potentially interfere with the RFK Stadium deal if the team doesn’t change their name back to the #Redskins.“I may put a restriction on them that if they don't change the name back to the original "Washington Redskins," and get rid of the… pic.twitter.com/F1yrexV1F8— JPAFootball (@jasrifootball) July 20, 2025 „Cleveland ætti að gera það sama með Cleveland Indians,“ ritaði Trump, en í dag heitir liðið Cleveland Guardians. Hann segir einnig að nafnabreytingin hafi gert það að verkum að eigandi liðsins hafi mátt þola ósigur í kosningum. „Eigandi hafnaboltaliðsins í Cleveland, Matt Dolan, sem er mjög pólitískur, er búinn að tapa þremur kosningum í röð vegna þessarar fáránlegu nafnabreytingar. Það sem hann áttar sig ekki á er að ef hann breytir nafninu aftur í Cleveland Indians þá á hann í alvöru kannski möguleika á því að vinna kosningar.“ „Indjánar hafa mátt þola mjög ósanngjarna meðferð. GERUM INDJÁNA FRÁBÆRA AFTUR!“ ritaði Trump að lokum. NFL Donald Trump Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Lið Washington Commanders hefur leikið heimaleiki sína á Northwest-leikvanginum í Landover, Maryland undanfarin ár. Landover er staðsett um átta kílómetrum austan við Washington. Fyrr á þessu ári var þó greint frá því að Commanders hefðu fengið leyfi fyrir því að byggja nýjan völl í Washington. Sá á að vera staðsettur á sama stað og RFK-leikvangurinn var, sem var heimavöllur liðsins frá 1961-1996. Nýi völlurinn á að vera tilbúinn árið 2030 og mun byggingin kosta um 3,7 milljarða Bandaríkjadala, eða rúmlega 450 milljarða íslenskra króna. Áform um byggingu nýs vallar Washington Commanders voru kynnt í apríl.Win McNamee/Getty Images Nú gæti hins vegar farið svo að ekkert verði úr áformum liðsins um að byggja nýjan völl. Donald Trump Bandaríkjaforseti er nefnilega ekki hrifin af nafni liðsins. Liðið hefur nefnilega aðeins heitið Washington Commanders síðan árið 2022. Frá 1937 til 2019 hét liðið Washington Redskins og svo Washington Football Team frá 2020 til 2021. Nafnið Redskins var hins vegar lagt til hliðar þar sem það þótti niðrandi við frumbyggja Ameríku. Washington Commanders breytti nafni sínu árið 2020.Jonathan Newton/The Washington Post via Getty Images Það er þó í það minnsta einn maður sem virðist sakna Redskins-nafnsins meira en aðrir. Donald Trump greindi frá því á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að hann gæti sett hömlur á liðið þannig að ef að forráðamenn þess taka ekki upp gamla nafnið aftur muni hann ekki leyfa þeim að byggja nýja völlinn í Washington. „Ég get sett hömlur á þá þannig að ef þeir breyta ekki nafninu sínu aftur í hið upprunalega Washington Redskins, og losa sig við þetta fáránlega viðurnefni, Washington Commanders, þá fá þeir ekki samning um að byggja völl í Washington,“ ritaði Trump á samfélagsmiðil sinn. „Liðið yrði miklu verðmætara og samningurinn yrði mun meira spennandi fyrir alla,“ bætti Trump við áður en hann nefndi fleiri lið sem ættu að gera slíkt hið sama að hans mati. Wow: Donald Trump is now threatening to potentially interfere with the RFK Stadium deal if the team doesn’t change their name back to the #Redskins.“I may put a restriction on them that if they don't change the name back to the original "Washington Redskins," and get rid of the… pic.twitter.com/F1yrexV1F8— JPAFootball (@jasrifootball) July 20, 2025 „Cleveland ætti að gera það sama með Cleveland Indians,“ ritaði Trump, en í dag heitir liðið Cleveland Guardians. Hann segir einnig að nafnabreytingin hafi gert það að verkum að eigandi liðsins hafi mátt þola ósigur í kosningum. „Eigandi hafnaboltaliðsins í Cleveland, Matt Dolan, sem er mjög pólitískur, er búinn að tapa þremur kosningum í röð vegna þessarar fáránlegu nafnabreytingar. Það sem hann áttar sig ekki á er að ef hann breytir nafninu aftur í Cleveland Indians þá á hann í alvöru kannski möguleika á því að vinna kosningar.“ „Indjánar hafa mátt þola mjög ósanngjarna meðferð. GERUM INDJÁNA FRÁBÆRA AFTUR!“ ritaði Trump að lokum.
NFL Donald Trump Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira