Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2025 22:14 Allt fór á besta veg og lögreglan hafði upp á gestunum óboðnu. Vísir/Samsett Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði afskipti af útilegu nemenda við Menntaskólann í Reykjavík við Laugarvatn. Óboðnir gestir höfðu látið sjá sig og neitað að fara. Þeir sögðust vera vopnaðir hnífum. Fréttir bárust af því í dag að gestir á tjaldsvæðinu að Hraunborgum í Grímsnesi hafi verið óánægðir með partístand Verslinga sem héldu sína útilegu á sama tíma litlu sunnar. Eigandi tjaldsvæðisins þar sagði að mikið fyllerí unglinganna hafi valdið öðrum tjaldsvæðisgestum ónæði en að útilegan hafi þó farið friðsamlega fram. Borgarstjóri Reykjavíkur skarst í leikinn og hrósaði Verslingum en hún á sjálf barn sem er nemandi þar. Um útilegu MRinga er aðra sögu að segja þó að hún hafi gengið smurt fyrir sig að mestu leyti. Um tvö leytið í nótt komu að sögn formanna nemendafélaganna tveggja, Framtíðarinnar og Skólafélagsins, óboðnir gestir sem ekki voru nemendur við MR og neituðu að yfirgefa tjaldsvæðið þegar þeir voru beðnir um það. Elín Edda Arnarsdóttir, inspector scholae, segist hafa rætt við gestina og beðið þá um að annað hvort fara eða greiða fyrir miða. Þessu neituðu gestirnir og fljótt hófust rifrildi. Þeim lauk með því að gestirnir hótuðu að munda hnífa. Það voru ráðnir gæslumenn á tjaldsvæðið en að sögn Eddu voru þeir aðeins ráðnir til tvö og þá fóru gæslumennirnir á tjaldsvæðið að Hraunborgum þar sem Verslunarskólanemar héldu sína útilegu. Þeir gerðu sig svo tilbúna til að koma aftur þegar þeim bárust fregnirnar en voru afboðaðir því ákveðið var að hringja í lögregluna. Áður en hana bar að garði létu gestirnir óboðnu sig hverfa. Eddu bárust svo fregnir af því síðar að lögreglan á Suðurlandi hafi haft uppi á þeim seinna um kvöldið. Í kjölfarið á því mættu svo tveir sérsveitarmenn í fullum skrúða á tjaldsvæðið og ræddu við forsvarsmenn útilegunnar. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti Framtíðarinnar, hafði sömu sögu að segja en klykkti út með: „Annars var þetta mjög velheppnuð útilega. Ólíkt Verslingunum buðu tjaldsvæðiseigendurnir okkur að koma aftur,“ segir Ólafur. Þess er vert að geta að viðburðurinn var ekki haldinn á vegum Menntaskólans í Reykjavík heldur var hann skipulagður af nemendum. Framhaldsskólar Tjaldsvæði Grímsnes- og Grafningshreppur Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Fréttir bárust af því í dag að gestir á tjaldsvæðinu að Hraunborgum í Grímsnesi hafi verið óánægðir með partístand Verslinga sem héldu sína útilegu á sama tíma litlu sunnar. Eigandi tjaldsvæðisins þar sagði að mikið fyllerí unglinganna hafi valdið öðrum tjaldsvæðisgestum ónæði en að útilegan hafi þó farið friðsamlega fram. Borgarstjóri Reykjavíkur skarst í leikinn og hrósaði Verslingum en hún á sjálf barn sem er nemandi þar. Um útilegu MRinga er aðra sögu að segja þó að hún hafi gengið smurt fyrir sig að mestu leyti. Um tvö leytið í nótt komu að sögn formanna nemendafélaganna tveggja, Framtíðarinnar og Skólafélagsins, óboðnir gestir sem ekki voru nemendur við MR og neituðu að yfirgefa tjaldsvæðið þegar þeir voru beðnir um það. Elín Edda Arnarsdóttir, inspector scholae, segist hafa rætt við gestina og beðið þá um að annað hvort fara eða greiða fyrir miða. Þessu neituðu gestirnir og fljótt hófust rifrildi. Þeim lauk með því að gestirnir hótuðu að munda hnífa. Það voru ráðnir gæslumenn á tjaldsvæðið en að sögn Eddu voru þeir aðeins ráðnir til tvö og þá fóru gæslumennirnir á tjaldsvæðið að Hraunborgum þar sem Verslunarskólanemar héldu sína útilegu. Þeir gerðu sig svo tilbúna til að koma aftur þegar þeim bárust fregnirnar en voru afboðaðir því ákveðið var að hringja í lögregluna. Áður en hana bar að garði létu gestirnir óboðnu sig hverfa. Eddu bárust svo fregnir af því síðar að lögreglan á Suðurlandi hafi haft uppi á þeim seinna um kvöldið. Í kjölfarið á því mættu svo tveir sérsveitarmenn í fullum skrúða á tjaldsvæðið og ræddu við forsvarsmenn útilegunnar. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti Framtíðarinnar, hafði sömu sögu að segja en klykkti út með: „Annars var þetta mjög velheppnuð útilega. Ólíkt Verslingunum buðu tjaldsvæðiseigendurnir okkur að koma aftur,“ segir Ólafur. Þess er vert að geta að viðburðurinn var ekki haldinn á vegum Menntaskólans í Reykjavík heldur var hann skipulagður af nemendum.
Framhaldsskólar Tjaldsvæði Grímsnes- og Grafningshreppur Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira