Fótbolti

Kassi í Mosfellsbæinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luc Kassi skorar fyrir KÍ Klaksvík gegn Ferencvaros í undankeppni Meistaradeildarinnar.
Luc Kassi skorar fyrir KÍ Klaksvík gegn Ferencvaros í undankeppni Meistaradeildarinnar. Laszlo Szirtesi/Getty Images

Afturelding hefur gengið frá samningi við Luc Kassi um að leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils í Bestu-deild karla í knattspyrnu.

Kassi kemur til liðsins frá sænska liðinu Degerfors, en þessi þrítugi sóknarsinnaði miðjumaður hefur stærstan hluta ferilsins leikið með norska liðinu Stabæk.

Hann lék með Stabæk í tíu ár og koma að 73 mörkum í 200 leikjum fyrir félagið.

Eftir tíma sinn hjá Stabæk skipti hann yfir til KÍ Klaksvík í Færeyjum áður en hann reyndi fyrir sér hjá Degerfors.

Kassi fær það verkefni að hjálpa Mosfellingum að halda liðinu í efstu deild, en Afturelding situr í sjöunda sæti Bestu-deildar karla með 19 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×