Íslenski boltinn

Snýr heim í topp­liðið sem dreymir um Bestu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Reynir skoraði á sínum tíma þrennu gegn Fjölni.
Reynir skoraði á sínum tíma þrennu gegn Fjölni. Stöð 2 Sport

Hinn þrítugi Reynir Haraldsson er snúinn aftur í uppeldisfélag sitt ÍR. Liðið situr á toppi Lengjudeildar karla í knattspyrnu og lætur sig dreyma um að spila í deild þeirra bestu, Bestu deildinni, á næstu leiktíð.

Reynir, sem leikur öllu jafna í stöðu vinstri bakvarðar, hefur leikið með Fjölni frá árinu 2022 en fram að því hafði hann eingöngu leikið með ÍR. Hann er nú snúinn heim í Breiðholtið og yfirgefur því botnbaráttuna með Fjölni og snýr sér nú að toppbaráttu með uppeldisfélaginu.

Alls hefur Reynir tekið þátt í 12 af 13 leikjum Fjölnis í Lengjudeildinni i sumar. Eina skiptið sem hann var utan hóps var þegar hann var í leikbanni.

ÍR er sem stendur á toppi Lengjudeildar karla með 28 stig að loknum 13 umferðum. Njarðvík kemur þar á eftir með 27 stig á meðan HK er með 24 stig í 3. sæti. Á sama tíma er Fjölnir á botninum með aðeins 9 stig en þó aðeins stigi frá öruggu sæti.

Fótbolti.net greindi fyrst frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×