Lífið

Cosby Show-stjarna látin

Jón Þór Stefánsson skrifar
Malcolm-Jamal Warner var 54 ára gamall.
Malcolm-Jamal Warner var 54 ára gamall. Getty

Bandaríski leikarinn Malcolm-Jamal Warner er látinn 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að leika í The Cosby Show.

People greinir frá andláti Warner. Hann er sagður hafa drukknað á meðan hann var að synda í fjölskylduferð í Kosta Ríka.

Í The Cosby Show fór Warner með hlutverk Theodore Huxtable, eina son hjónanna Cliff og Clair Huxtable, miðjubarn í fimm systkina hópi. Þættirnir voru geysivinsælir og voru framleiddir frá árinu 1984 til 1992.

The Cosby Show fjallaði um Huxtable-fjölskylduna.Getty

Í hitteðfyrra tjáði Warner sig um arfleið þáttanna, sem hann viðurkenndi að hefði tekið breytingum eftir að aðalsprautan á bak við þá, Bill Cosby var sakaður um kynferðisbrot af fjölda kvenna. Þrátt fyrir það sagðist Warner stoltur af aðkomu sinni að The Cosby Show.

Warner lék í fjölda annarra sjónvarpsþátta, en þar má nefna Malcolm & Eddie, Reed Between the Lines, Sons of Anarchy, og Suits.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.