Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júlí 2025 20:06 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gefur lítið fyrir málflutning stjórnarandstöðunnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar þar sem Þorgerður ræddi um heimsóknina og Evrópumálin. Er þetta satt Þorgerður? Eruð þið að stefna beina leið inn í ESB og kljúfa þjóðina í leiðinni? „Nei, alls ekki. Það sem kemur mér á óvart er að talsmenn flokka sem eitt sinn kenndu sig við frelsi, studdu frjáls og opin viðskipti, skulu senda þessi skilaboð til leiðtoga sambands þar sem við Íslendingar erum með sjötíu prósent utanríkisviðskipta okkar. Það eru gríðarlega mikli hagsmunir í húfi fyrir okkur að hafa góð samskipti,“ sagði Þorgerður. „Þessi fundur gekk ekki síst út á það að efla og styrkja EES-samninginn, auka markaðsaðgang meðal annars fyrir íslenskar sjávarafurðir. Ég hefði frekar kosið að kraftarnir sem fara í þessa taugaveiklun hefðu farið í það með okkur að efla og styrkja tengslin.“ Þorgerður segir núverandi ríkisstjórn ansi ólíka þeirri sem var við völd árið 2015, og var skipuð Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, sem ákvað að halda ekki áfram með umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun hafi ekki farið fyrir þingið, en Þorgerður segir núverandi stjórn ætla að gera það. „Við munum fara með málið fyrir þingið. Þau treystu sér ekki að fara með afturköllunina á sínum tíma fyrir þingið. Og við munum síðan gera það sem þau virðast ekki gera, við ætlum að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi. Hættulegra er það nú ekki. Mér finnst undarlegt að sjá á hvaða vegferð þessi stjórnarandstaða er í allri sinni taugaveiklun.“ Að sögn Þorgerðar snerist fundurinn með Ursulu von der Leyen um að efla samband Íslands við Evrópusambandið. Jafnframt hafi þau verið að efla sambandið við ýmiss önnur lítt þenkjandi ríki. „Ég bið stjórnarandstöðuna bara um að koma á vagninn, hættið þessu nöldri, farið með okkur í að setja kraftana í það að styrkja enn frekar EES-samninginn. Ég hef áhyggjur af því hvernig stjórnarandstaðan talar, hvað verður um EES-samninginn.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sagði á Facebook um helgina að aðildarríki ESB væru á meðal helstu púðurtunnum álfunnar, og að innganga Íslands myndi ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Spurð út í þessi ummæli Sigurjóns byrjaði Þorgerður að hrósa honum. „Það er ekki síst stjórnarandstaðan sem er búin að pönkast á honum daginn út og daginn inn, og ýmis hagsmunaöfl, með mjög óvægnum hætti. Skoðanir Flokks fólksins, við ræddum þær fram og til baka við stelpurnar þegar við vorum að mynda ríkisstjórnina, þær eru öllum kunnar. En það sem Flokkur fólksins gerir umfram Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn er að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar þar sem Þorgerður ræddi um heimsóknina og Evrópumálin. Er þetta satt Þorgerður? Eruð þið að stefna beina leið inn í ESB og kljúfa þjóðina í leiðinni? „Nei, alls ekki. Það sem kemur mér á óvart er að talsmenn flokka sem eitt sinn kenndu sig við frelsi, studdu frjáls og opin viðskipti, skulu senda þessi skilaboð til leiðtoga sambands þar sem við Íslendingar erum með sjötíu prósent utanríkisviðskipta okkar. Það eru gríðarlega mikli hagsmunir í húfi fyrir okkur að hafa góð samskipti,“ sagði Þorgerður. „Þessi fundur gekk ekki síst út á það að efla og styrkja EES-samninginn, auka markaðsaðgang meðal annars fyrir íslenskar sjávarafurðir. Ég hefði frekar kosið að kraftarnir sem fara í þessa taugaveiklun hefðu farið í það með okkur að efla og styrkja tengslin.“ Þorgerður segir núverandi ríkisstjórn ansi ólíka þeirri sem var við völd árið 2015, og var skipuð Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, sem ákvað að halda ekki áfram með umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun hafi ekki farið fyrir þingið, en Þorgerður segir núverandi stjórn ætla að gera það. „Við munum fara með málið fyrir þingið. Þau treystu sér ekki að fara með afturköllunina á sínum tíma fyrir þingið. Og við munum síðan gera það sem þau virðast ekki gera, við ætlum að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi. Hættulegra er það nú ekki. Mér finnst undarlegt að sjá á hvaða vegferð þessi stjórnarandstaða er í allri sinni taugaveiklun.“ Að sögn Þorgerðar snerist fundurinn með Ursulu von der Leyen um að efla samband Íslands við Evrópusambandið. Jafnframt hafi þau verið að efla sambandið við ýmiss önnur lítt þenkjandi ríki. „Ég bið stjórnarandstöðuna bara um að koma á vagninn, hættið þessu nöldri, farið með okkur í að setja kraftana í það að styrkja enn frekar EES-samninginn. Ég hef áhyggjur af því hvernig stjórnarandstaðan talar, hvað verður um EES-samninginn.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sagði á Facebook um helgina að aðildarríki ESB væru á meðal helstu púðurtunnum álfunnar, og að innganga Íslands myndi ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Spurð út í þessi ummæli Sigurjóns byrjaði Þorgerður að hrósa honum. „Það er ekki síst stjórnarandstaðan sem er búin að pönkast á honum daginn út og daginn inn, og ýmis hagsmunaöfl, með mjög óvægnum hætti. Skoðanir Flokks fólksins, við ræddum þær fram og til baka við stelpurnar þegar við vorum að mynda ríkisstjórnina, þær eru öllum kunnar. En það sem Flokkur fólksins gerir umfram Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn er að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira