Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 17:17 Frá mótmælunum við utanríkisráðuneytið í dag. Bjarni Þór Sigurðsson Félagið Ísland-Palestína harmar atvik sem átti sér stað á mótmælum félagsins í dag þegar einn mótmælenda skvetti rauðri málninu á ljósmyndara Morgunblaðsins. Fram hefur komið að óþekktur mótmælandi hafi skvett rauðri málningu yfir Eyþór Árnason ljósmyndara. Hann hafði verið spurður á hvaða vegum hann væri á fundinum og þegar hann svaraði því að hann væri á vegum Morgunblaðsins fékk hann gusu af rauðri málningu yfir sig. „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ sagði Eyþór í samtali við fréttastofu. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti í dag og liður í þeim var að skvetta málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Ísland-Palestína kveðst standa gegn hvers kyns ofbeldi og segir ekkert réttlæta svona hegðun á þeirra viðburðum. „Hún er ekki velkomin á viðburðum félagsins og er ekki í okkar nafni. Hefur stjórn félagsins beðið ljósmyndarann afsökunar. FÍP styður heilshugar við fjölmiðlafrelsi hér á Íslandi sem og í Palestínu og fordæmir allar árásir á fjölmiðlafólk. Félagið hefur margoft staðið fyrir mótmælum gegn ofsóknum á fjölmiðlafólki í Palestínu, en Ísraelsríki hefur drepið meira en 240 palestínska blaðamenn síðan í október 2023,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu vegna málsins. „Nokkur hundruð mótmælenda voru saman komin fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag til að mótmæla því að verið sé að svelta íbúa Gaza til dauða í þessum töluðu orðum án alvöru aðgerða stjórnvalda til að koma í veg fyrir þá lokalausn sem Ísrael er að framkvæma á Gaza. Þrátt fyrir þetta atvik, sem við hörmum, höldum við ótrauð áfram að beina athyglinni að aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda,“ segir Félagið Ísland-Palestína Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Harpa Ljósmyndun Félagasamtök Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Fram hefur komið að óþekktur mótmælandi hafi skvett rauðri málningu yfir Eyþór Árnason ljósmyndara. Hann hafði verið spurður á hvaða vegum hann væri á fundinum og þegar hann svaraði því að hann væri á vegum Morgunblaðsins fékk hann gusu af rauðri málningu yfir sig. „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ sagði Eyþór í samtali við fréttastofu. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti í dag og liður í þeim var að skvetta málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Ísland-Palestína kveðst standa gegn hvers kyns ofbeldi og segir ekkert réttlæta svona hegðun á þeirra viðburðum. „Hún er ekki velkomin á viðburðum félagsins og er ekki í okkar nafni. Hefur stjórn félagsins beðið ljósmyndarann afsökunar. FÍP styður heilshugar við fjölmiðlafrelsi hér á Íslandi sem og í Palestínu og fordæmir allar árásir á fjölmiðlafólk. Félagið hefur margoft staðið fyrir mótmælum gegn ofsóknum á fjölmiðlafólki í Palestínu, en Ísraelsríki hefur drepið meira en 240 palestínska blaðamenn síðan í október 2023,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu vegna málsins. „Nokkur hundruð mótmælenda voru saman komin fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag til að mótmæla því að verið sé að svelta íbúa Gaza til dauða í þessum töluðu orðum án alvöru aðgerða stjórnvalda til að koma í veg fyrir þá lokalausn sem Ísrael er að framkvæma á Gaza. Þrátt fyrir þetta atvik, sem við hörmum, höldum við ótrauð áfram að beina athyglinni að aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda,“ segir Félagið Ísland-Palestína
Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Harpa Ljósmyndun Félagasamtök Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira