Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 07:28 Fyrir ekki svo löngu var Michelle Agyemang boltasækir fyrir enska landsliðið en í gær sóttu stelpur boltann fyrir hana eftir að hún skoraði jöfnunarmark Englands gegn Ítalíu. Image Photo Agency/Getty Images Michelle Agyemang hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Fyrir fjórum árum var hún boltasækir á Wembley en í dag er hún helsta hetja enska landsliðsins sem er komið í úrslitaleik á Evrópumótinu í Sviss. Michelle skoraði jöfnunarmark á lokamínútunum í bæði átta liða og undanúrslitaleikjunum gegn Svíþjóð og Ítalíu. England vann Svíþjóð síðan í vítaspyrnukeppni og sló Ítalíu út í gærkvöldi eftir framlengingu. Michelle þreytti frumraun sína fyrir enska landsliðið í æfingaleik fyrr á þessu ári og skoraði eftir rúmar fjörutíu sekúndur. Hún var svo valin í hópinn fyrir EM og hefur heldur betur staðið undir væntingum. „Þetta þýðir svo mikið fyrir mig, ég er svo þakklát. Ég þakka Guði fyrir að gefa mér þetta tækifæri“ sagði Michelle eftir leikinn gegn Ítalíu í gærkvöldi. Michelle Agyemang hefur ekki brugðist trausti þjálfarans, Sarinu Wiegman. Alexander Hassenstein/Getty Images „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta bolta til þeirra, en nú er ég hér að spila með þessum stelpum. Þetta er ótrúlegt tækifæri og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera hérna, á þessu stigi og að hjálpa liðinu. Þetta er betra en ég hafði ég leyft mér að dreyma um. Flestar þessar stelpur hafa ekki þekkt mig í meira en tvo mánuði en það sýnir líka liðsheildina í hópnum“ sagði Michelle einnig en hún var einmitt boltasækir í leik Englands og Norður-Írlands á Wembley í Þjóðadeildinni árið 2021. Í þremur af fimm leikjum á Evrópumótinu hefur hún komið inn af varamannabekk Englands og skorað tvö mikilvæg mörk, gegn Svíþjóð og Ítalíu. Hún var líka nálægt því að setja jöfnunarmark í riðlakeppnisleiknum gegn Frakklandi og næstum því búinn að setja sigurmarkið sjálf gegn Ítalíu í gær, en skaut í slánna. Chloe Kelly var hins vegar sú sem tryggði Englandi sigur með marki af vítapunktinum. England spilar því úrslitaleikinn annað Evrópumótið í röð, næsta sunnudag, gegn annað hvort Spáni eða Þýskalandi. EM 2025 í Sviss Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Michelle skoraði jöfnunarmark á lokamínútunum í bæði átta liða og undanúrslitaleikjunum gegn Svíþjóð og Ítalíu. England vann Svíþjóð síðan í vítaspyrnukeppni og sló Ítalíu út í gærkvöldi eftir framlengingu. Michelle þreytti frumraun sína fyrir enska landsliðið í æfingaleik fyrr á þessu ári og skoraði eftir rúmar fjörutíu sekúndur. Hún var svo valin í hópinn fyrir EM og hefur heldur betur staðið undir væntingum. „Þetta þýðir svo mikið fyrir mig, ég er svo þakklát. Ég þakka Guði fyrir að gefa mér þetta tækifæri“ sagði Michelle eftir leikinn gegn Ítalíu í gærkvöldi. Michelle Agyemang hefur ekki brugðist trausti þjálfarans, Sarinu Wiegman. Alexander Hassenstein/Getty Images „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta bolta til þeirra, en nú er ég hér að spila með þessum stelpum. Þetta er ótrúlegt tækifæri og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera hérna, á þessu stigi og að hjálpa liðinu. Þetta er betra en ég hafði ég leyft mér að dreyma um. Flestar þessar stelpur hafa ekki þekkt mig í meira en tvo mánuði en það sýnir líka liðsheildina í hópnum“ sagði Michelle einnig en hún var einmitt boltasækir í leik Englands og Norður-Írlands á Wembley í Þjóðadeildinni árið 2021. Í þremur af fimm leikjum á Evrópumótinu hefur hún komið inn af varamannabekk Englands og skorað tvö mikilvæg mörk, gegn Svíþjóð og Ítalíu. Hún var líka nálægt því að setja jöfnunarmark í riðlakeppnisleiknum gegn Frakklandi og næstum því búinn að setja sigurmarkið sjálf gegn Ítalíu í gær, en skaut í slánna. Chloe Kelly var hins vegar sú sem tryggði Englandi sigur með marki af vítapunktinum. England spilar því úrslitaleikinn annað Evrópumótið í röð, næsta sunnudag, gegn annað hvort Spáni eða Þýskalandi.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira