Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 07:28 Fyrir ekki svo löngu var Michelle Agyemang boltasækir fyrir enska landsliðið en í gær sóttu stelpur boltann fyrir hana eftir að hún skoraði jöfnunarmark Englands gegn Ítalíu. Image Photo Agency/Getty Images Michelle Agyemang hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Fyrir fjórum árum var hún boltasækir á Wembley en í dag er hún helsta hetja enska landsliðsins sem er komið í úrslitaleik á Evrópumótinu í Sviss. Michelle skoraði jöfnunarmark á lokamínútunum í bæði átta liða og undanúrslitaleikjunum gegn Svíþjóð og Ítalíu. England vann Svíþjóð síðan í vítaspyrnukeppni og sló Ítalíu út í gærkvöldi eftir framlengingu. Michelle þreytti frumraun sína fyrir enska landsliðið í æfingaleik fyrr á þessu ári og skoraði eftir rúmar fjörutíu sekúndur. Hún var svo valin í hópinn fyrir EM og hefur heldur betur staðið undir væntingum. „Þetta þýðir svo mikið fyrir mig, ég er svo þakklát. Ég þakka Guði fyrir að gefa mér þetta tækifæri“ sagði Michelle eftir leikinn gegn Ítalíu í gærkvöldi. Michelle Agyemang hefur ekki brugðist trausti þjálfarans, Sarinu Wiegman. Alexander Hassenstein/Getty Images „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta bolta til þeirra, en nú er ég hér að spila með þessum stelpum. Þetta er ótrúlegt tækifæri og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera hérna, á þessu stigi og að hjálpa liðinu. Þetta er betra en ég hafði ég leyft mér að dreyma um. Flestar þessar stelpur hafa ekki þekkt mig í meira en tvo mánuði en það sýnir líka liðsheildina í hópnum“ sagði Michelle einnig en hún var einmitt boltasækir í leik Englands og Norður-Írlands á Wembley í Þjóðadeildinni árið 2021. Í þremur af fimm leikjum á Evrópumótinu hefur hún komið inn af varamannabekk Englands og skorað tvö mikilvæg mörk, gegn Svíþjóð og Ítalíu. Hún var líka nálægt því að setja jöfnunarmark í riðlakeppnisleiknum gegn Frakklandi og næstum því búinn að setja sigurmarkið sjálf gegn Ítalíu í gær, en skaut í slánna. Chloe Kelly var hins vegar sú sem tryggði Englandi sigur með marki af vítapunktinum. England spilar því úrslitaleikinn annað Evrópumótið í röð, næsta sunnudag, gegn annað hvort Spáni eða Þýskalandi. EM 2025 í Sviss Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Michelle skoraði jöfnunarmark á lokamínútunum í bæði átta liða og undanúrslitaleikjunum gegn Svíþjóð og Ítalíu. England vann Svíþjóð síðan í vítaspyrnukeppni og sló Ítalíu út í gærkvöldi eftir framlengingu. Michelle þreytti frumraun sína fyrir enska landsliðið í æfingaleik fyrr á þessu ári og skoraði eftir rúmar fjörutíu sekúndur. Hún var svo valin í hópinn fyrir EM og hefur heldur betur staðið undir væntingum. „Þetta þýðir svo mikið fyrir mig, ég er svo þakklát. Ég þakka Guði fyrir að gefa mér þetta tækifæri“ sagði Michelle eftir leikinn gegn Ítalíu í gærkvöldi. Michelle Agyemang hefur ekki brugðist trausti þjálfarans, Sarinu Wiegman. Alexander Hassenstein/Getty Images „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta bolta til þeirra, en nú er ég hér að spila með þessum stelpum. Þetta er ótrúlegt tækifæri og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera hérna, á þessu stigi og að hjálpa liðinu. Þetta er betra en ég hafði ég leyft mér að dreyma um. Flestar þessar stelpur hafa ekki þekkt mig í meira en tvo mánuði en það sýnir líka liðsheildina í hópnum“ sagði Michelle einnig en hún var einmitt boltasækir í leik Englands og Norður-Írlands á Wembley í Þjóðadeildinni árið 2021. Í þremur af fimm leikjum á Evrópumótinu hefur hún komið inn af varamannabekk Englands og skorað tvö mikilvæg mörk, gegn Svíþjóð og Ítalíu. Hún var líka nálægt því að setja jöfnunarmark í riðlakeppnisleiknum gegn Frakklandi og næstum því búinn að setja sigurmarkið sjálf gegn Ítalíu í gær, en skaut í slánna. Chloe Kelly var hins vegar sú sem tryggði Englandi sigur með marki af vítapunktinum. England spilar því úrslitaleikinn annað Evrópumótið í röð, næsta sunnudag, gegn annað hvort Spáni eða Þýskalandi.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira