Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, Elísa Rún Svansdóttir, Lilja Íris Long Birnudóttir, Lísa Margrét Gunnarsdóttir, Margrét Baldursdóttir og Silja Höllu Egilsdóttir skrifa 23. júlí 2025 14:03 Þegar rætt er um kynferðisofbeldi er athyglinni oftar en ekki beint að þolandanum. Hverju klæddist þolandinn? Var hún að reyna við hann? Var hún drukkin? Sagði hún skýrt nei? Það eru spurningar sem heyrast allt of oft og eru ekki gagnlegar til neins. Það eina sem gerist er að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Í undantekningartilvikum er athyglinni beint að gerandanum. Ef þolendur dirfast að nefna geranda sinn á nafn snýst umræðan gjarnan við. Þá er það allt í einu þolandinn sem á skömmina. Þolandinn skemmdi mannorð gerandans. Þolandinn ber ábyrgð á slaufun. Líkt og ofbeldi varði einungis mannorð gerandans en ekki líf og heilsu þess sem varð fyrir ofbeldinu. Þá gerist það enn og aftur að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Samfélagið heldur enn fast í þessa hugmynd að skömmin sé þolenda en ekki gerenda. Að þolandi sé drusla sem eigi að bera ábyrgð á ofbeldinu. Þessi orðræða er svo rótgróin, orðið „drusla“ hefur verið notað sem vopn gegn konum, kynverum og þolendum ofbeldis árum saman. Drusla hefur verið skammaryrði. Drusla hefur verið ljótt orð. Hvort sem um ræðir stelpu sem klæðist flegnum bol, hefur gaman af kynlífi eða hefur hreinlega orðið fyrir ofbeldi. Og þá er athyglinni ekki beint að þeim sem nota orðið til að niðra þær. Heldur er athyglinni og skömminni enn og aftur beint að þolandanum. Nú virðist sem allir landsmenn hafi sterkar skoðanir á ofbeldi. Jafnvel fólk sem hafði ekki haft hátt í umræðunni áður. Hvað veldur? Jú, sjóninni er sérstaklega beint að útlendingum um þessar mundir. Það er ekki bara villandi nálgun á ofbeldi, heldur hættuleg. Ofbeldi hefur verið til staðar í íslensku samfélagi frá örófi alda og gerendur ofbeldis koma úr öllum áttum: Þeir eru íslenskir, útlenskir, ríkir, fátækir, ungir og gamlir. Þeir eru frægir, þeir eru óþekktir. Þeir eru vinir, samstarfsmenn, ættingjar. Ef við horfumst ekki í augu við þá staðreynd, þá verður skömmin áfram þolenda sem segja frá. Því „góðir menn“ beita víst ofbeldi. Ofbeldi spyr ekki um uppruna, kynþátt, aldur, kyn, búsetu eða annað. Oft spyr það bara: „Komst ég upp með þetta?“. Samfélagið svarar því of oft játandi. Því skömmin hefur yfirleitt verið þeirra sem lifa ofbeldið af, eða missa líf sitt í baráttunni gegn ofbeldinu. Því segjum við að það sé nóg komið. Vegna þess að skömmin er ekki þeirra sem verða fyrir ofbeldi, heldur þeirra sem beita því og þeirra sem þagga niður í þolendum. Druslugangan verður gengin í 13. sinn næstkomandi laugardag, 26. júlí, klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Með göngunni sýnum við samstöðu með þolendum ofbeldis, höfum hátt og krefjumst þess að á okkur sé hlustað. Við skilum skömminni aftur til gerenda. Við tökum druslustimpilinn úr höndum þeirra sem hafa notað hann gegn okkur árum saman. Ef þú stendur með þolendum kynferðisofbeldis, þá ert þú drusla. Ef þú ert drusla, gakktu með okkur. Ef þú gengur með okkur, þá ert þú ekki ein/n/tt í þögninni heldur stöndum við öll með þér. Höfundar eru skipuleggjendur Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um kynferðisofbeldi er athyglinni oftar en ekki beint að þolandanum. Hverju klæddist þolandinn? Var hún að reyna við hann? Var hún drukkin? Sagði hún skýrt nei? Það eru spurningar sem heyrast allt of oft og eru ekki gagnlegar til neins. Það eina sem gerist er að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Í undantekningartilvikum er athyglinni beint að gerandanum. Ef þolendur dirfast að nefna geranda sinn á nafn snýst umræðan gjarnan við. Þá er það allt í einu þolandinn sem á skömmina. Þolandinn skemmdi mannorð gerandans. Þolandinn ber ábyrgð á slaufun. Líkt og ofbeldi varði einungis mannorð gerandans en ekki líf og heilsu þess sem varð fyrir ofbeldinu. Þá gerist það enn og aftur að athyglinni og skömminni er beint að þolandanum. Samfélagið heldur enn fast í þessa hugmynd að skömmin sé þolenda en ekki gerenda. Að þolandi sé drusla sem eigi að bera ábyrgð á ofbeldinu. Þessi orðræða er svo rótgróin, orðið „drusla“ hefur verið notað sem vopn gegn konum, kynverum og þolendum ofbeldis árum saman. Drusla hefur verið skammaryrði. Drusla hefur verið ljótt orð. Hvort sem um ræðir stelpu sem klæðist flegnum bol, hefur gaman af kynlífi eða hefur hreinlega orðið fyrir ofbeldi. Og þá er athyglinni ekki beint að þeim sem nota orðið til að niðra þær. Heldur er athyglinni og skömminni enn og aftur beint að þolandanum. Nú virðist sem allir landsmenn hafi sterkar skoðanir á ofbeldi. Jafnvel fólk sem hafði ekki haft hátt í umræðunni áður. Hvað veldur? Jú, sjóninni er sérstaklega beint að útlendingum um þessar mundir. Það er ekki bara villandi nálgun á ofbeldi, heldur hættuleg. Ofbeldi hefur verið til staðar í íslensku samfélagi frá örófi alda og gerendur ofbeldis koma úr öllum áttum: Þeir eru íslenskir, útlenskir, ríkir, fátækir, ungir og gamlir. Þeir eru frægir, þeir eru óþekktir. Þeir eru vinir, samstarfsmenn, ættingjar. Ef við horfumst ekki í augu við þá staðreynd, þá verður skömmin áfram þolenda sem segja frá. Því „góðir menn“ beita víst ofbeldi. Ofbeldi spyr ekki um uppruna, kynþátt, aldur, kyn, búsetu eða annað. Oft spyr það bara: „Komst ég upp með þetta?“. Samfélagið svarar því of oft játandi. Því skömmin hefur yfirleitt verið þeirra sem lifa ofbeldið af, eða missa líf sitt í baráttunni gegn ofbeldinu. Því segjum við að það sé nóg komið. Vegna þess að skömmin er ekki þeirra sem verða fyrir ofbeldi, heldur þeirra sem beita því og þeirra sem þagga niður í þolendum. Druslugangan verður gengin í 13. sinn næstkomandi laugardag, 26. júlí, klukkan 14:00 frá Hallgrímskirkju. Með göngunni sýnum við samstöðu með þolendum ofbeldis, höfum hátt og krefjumst þess að á okkur sé hlustað. Við skilum skömminni aftur til gerenda. Við tökum druslustimpilinn úr höndum þeirra sem hafa notað hann gegn okkur árum saman. Ef þú stendur með þolendum kynferðisofbeldis, þá ert þú drusla. Ef þú ert drusla, gakktu með okkur. Ef þú gengur með okkur, þá ert þú ekki ein/n/tt í þögninni heldur stöndum við öll með þér. Höfundar eru skipuleggjendur Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar