Lífið

Hluta­bréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í galla­buxurnar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sydney Sweeney situr fyrir í gallabuxum og gallajakka frá American Eagle.
Sydney Sweeney situr fyrir í gallabuxum og gallajakka frá American Eagle.

Hlutabréfin í fatamerkinu American Eagle Outfitters hafa rokið upp í kjölfar nýrrar auglýsingarherferðar þess með Hollywood-stjörnunni Sydney Sweeney.

Auglýsingaherferðin, sem fór í loftið í gær, gengur undir nafninu „Sydney Sweeney á frábærar gallabuxur“ og er hluti af haustlínu American Eagle sem inniheldur gallajakka og „Sydney gallabuxurnar“ auk annars klæðnaðar.

Herferðin virðist mælast vel fyrir því hlutabréf American Eagle hækkuðu um 6,2 prósent áður en markaðir lokuðu á miðvikudag. Eftir lokun héldu bréfin áfram að hækka og stendur hækkunin nú í 14,6 prósentum.

 Markaðir opna vestanhafs um hálf tvö að íslenskum tíma svo það verður áhugavert að sjá hver staðan verður og hvort hún muni breytast mikið.

Sweeney er rísandi stjarna í Hollywood.

Herferðin með Sweeney virðist ætla að vera umfangsmikil. Fyrir utan kvikmyndaðar auglýsingar og ljósmyndir verða risavaxin auglýsingaskilti í þrívídd, sérstök Snapchat-linsa þar sem Sweeney ræðir við notendur og gervigreindar-tól sem auðvelda viðskiptavinum að skoða buxurnar gegnum netið.


Tengdar fréttir

Óþekkjanleg stjarna

Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney.

Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu

Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.