Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 11:43 Frá ferjubryggjunni við Flatey. Mynd úr safni. Sýn/Sigurjón Ábúendur í Flatey lýsa áhyggjum af fyrirhugaðri stækkun Hótels Flateyjar sem hefur óskað eftir að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi á friðlýstu landi. „Ég vil alls ekki sjá þetta,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, bóndi og einn örfárra ábúenda í eynni, í samtali við Vísi, spurður út í álit sitt á því að Hótel Flatey hafi óskað eftir því við Reykhólahrepp að breyta deiliskipulagi á eynni svo hótelið gæti stækkað við sig. Hafsteinn lýsir áhyggjum af því að forsvarsmenn hótelsins vilji byggja tvö gistihús inni í gamla þorpinu sem var árið 2019 staðfest af menningarmálaráðherra sem verndarsvæði í byggð. Bóndinn segir aðra ábúendur og fólk með tengingar við eyna leggjast alfarið gegn breytingunum. Í byrjun júlí greindi mbl.is frá því að hótelið hefði óskað eftir breytingum á deiliskipulagi og að lóðin yrði stækkuð um 550 fermetra. Frá Flatey á Breiðafirði.Vísi/Sigurjón „Þessar friðlýsingar eru bara gerðar til þess að sýnast,“ segir Hafsteinn. „Það er sama hvaða friðlýsing það er. Ef einhverjum dettur eitthvað í hug og pólitíkin leyfir, þá er þeim breytt líka.“ Hafsteini þykir einnig skjóta skökku við að hótelið vilji byggja rétt upp við sjóinn. „Og þar er ekki tekið mikið mark á því sem fræðimenn kalla hækkun sjávar,“ bætir hann við. Forsvarsmenn hótelsins vilja nefnilega líka byggja nýja flotbryggju í víkinni Þýskuvör, upp við hótelið, og sú yrði í einkaeigu. Reykhólahreppur á enn eftir að afgreiða umsóknina frá Hótel Flatey og liggur málið enn hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins sem var 11. júní falið að kynna lýsinguna samkvæmt skipulagslögum. Til stendur að halda íbúafund í eynni vegna málsins eftir verslunarmannahelgi, að sögn Hafsteins. Hótel Flatey er í eigu Þórarinns Arnar Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem eiga hvor sinn þriðjungshlut í fasteignasölunni Remax. Hótelið er með gistirými fyrir allt að 30 manns og sækir hana nokkur fjöldi ferðamanna á ári. Skemmtiferðaskip að eynni og ferja ferðamenn með bátum að ströndum hennar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi tapaði hótelið 45 milljóna króna fyrir skatt árið 2024, þar sem tekjur af sölu voru helmingi minni en árið áður, en árið 2023 skilaði hótelið tæplega sjö milljóna króna tapi fyrir skatt. Eigið fé félagsins nam 3.168 milljónum króna í árslok 2024. Flatey Reykhólahreppur Ferðaþjónusta Ferðalög Hótel á Íslandi Veitingastaðir Landbúnaður Skipulag Tengdar fréttir Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44 Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03 Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45 Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Ég vil alls ekki sjá þetta,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, bóndi og einn örfárra ábúenda í eynni, í samtali við Vísi, spurður út í álit sitt á því að Hótel Flatey hafi óskað eftir því við Reykhólahrepp að breyta deiliskipulagi á eynni svo hótelið gæti stækkað við sig. Hafsteinn lýsir áhyggjum af því að forsvarsmenn hótelsins vilji byggja tvö gistihús inni í gamla þorpinu sem var árið 2019 staðfest af menningarmálaráðherra sem verndarsvæði í byggð. Bóndinn segir aðra ábúendur og fólk með tengingar við eyna leggjast alfarið gegn breytingunum. Í byrjun júlí greindi mbl.is frá því að hótelið hefði óskað eftir breytingum á deiliskipulagi og að lóðin yrði stækkuð um 550 fermetra. Frá Flatey á Breiðafirði.Vísi/Sigurjón „Þessar friðlýsingar eru bara gerðar til þess að sýnast,“ segir Hafsteinn. „Það er sama hvaða friðlýsing það er. Ef einhverjum dettur eitthvað í hug og pólitíkin leyfir, þá er þeim breytt líka.“ Hafsteini þykir einnig skjóta skökku við að hótelið vilji byggja rétt upp við sjóinn. „Og þar er ekki tekið mikið mark á því sem fræðimenn kalla hækkun sjávar,“ bætir hann við. Forsvarsmenn hótelsins vilja nefnilega líka byggja nýja flotbryggju í víkinni Þýskuvör, upp við hótelið, og sú yrði í einkaeigu. Reykhólahreppur á enn eftir að afgreiða umsóknina frá Hótel Flatey og liggur málið enn hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins sem var 11. júní falið að kynna lýsinguna samkvæmt skipulagslögum. Til stendur að halda íbúafund í eynni vegna málsins eftir verslunarmannahelgi, að sögn Hafsteins. Hótel Flatey er í eigu Þórarinns Arnar Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem eiga hvor sinn þriðjungshlut í fasteignasölunni Remax. Hótelið er með gistirými fyrir allt að 30 manns og sækir hana nokkur fjöldi ferðamanna á ári. Skemmtiferðaskip að eynni og ferja ferðamenn með bátum að ströndum hennar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi tapaði hótelið 45 milljóna króna fyrir skatt árið 2024, þar sem tekjur af sölu voru helmingi minni en árið áður, en árið 2023 skilaði hótelið tæplega sjö milljóna króna tapi fyrir skatt. Eigið fé félagsins nam 3.168 milljónum króna í árslok 2024.
Flatey Reykhólahreppur Ferðaþjónusta Ferðalög Hótel á Íslandi Veitingastaðir Landbúnaður Skipulag Tengdar fréttir Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44 Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03 Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45 Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44
Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03
Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45
Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent