„Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2025 18:58 Sumir kjósa að fylla samlokur sínar af áleggi og sósu en öðrum þykir betra að halda álegginu í lágmarki, jafnvel sleppa því alveg. Myndin er úr safni. Getty Viðskiptavinur skyndibitastaðarins Subway í Borgarnesi uppgötvaði á dögunum að hann hafði verið rukkaður um 1969 krónur fyrir tólf tommu bát með engu á. Rekstrarstjóri Subway segir ekki um mistök að ræða. „Fengum okkur öll 6 tommu báta - stútfulla af kjöti og grænmeti. Einhverft barnið gat þó eingöngu borðað eintómt brauð og bað um 12 tommu. Stimplað inn sem Veggie Delite bátur því starfsfólkið vissi ekki hvað annað þau gætu flokkað þetta undir. „Sama verð á bátum hvort sem það er eitthvað á þeim eða ekki,“ var svarið sem ég fékk,“ segir Sigrún Elva Gunnarsdóttir meðlimur í Facebook hópnum Matartips. Færslan vakti athygli meðlima Matartips. Facebook Hún veltir því upp hvort það sé mögulega ósanngjarnt fyrir fólk með skyntruflanir að neyðast til að borga sama verð fyrir margfalt minna magn en aðrir. Fá endurgreitt þrátt fyrir allt Færslan vakti mikla athygli hópmeðlima, en rúmlega sextíu þúsund manns eru í hópnum. Ekki var einhugur í athugasemdakerfinu um hvernig verðlagið hefði átt að vera. Einhverjir segja verðlagninguna ábyggilega mistök en aðrir segja kaupanda ekki geta gengið að því vísu að fá afslátt kjósi hann að sleppa því að fá sér álegg á Subway-bátinn sinn. Í skriflegu svari Vilhjálms Sveins Magnússonar rekstrarstjóra Subway á Íslandi segir að keðjan selji því miður ekki stök brauð á öðru verði en verði bátsins grænmetissælu, sem sé þeirra ódýrasta samloka. Á grænmetissælusamloku er ostur, grænmeti og sósur að eigin vali. Verð á slíkri samloku eru 1969 krónur. „Í þessu tiltekna tilfelli sem vitnað er í er því ekki um mistök að ræða. Í ljósi sérstakra aðstæðna í þessu tilfelli ætlum við að endurgreiða viðskiptavini grænmetissæluna,“ er haft eftir Vilhjálmi. Neytendur Matur Borgarbyggð Veitingastaðir Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
„Fengum okkur öll 6 tommu báta - stútfulla af kjöti og grænmeti. Einhverft barnið gat þó eingöngu borðað eintómt brauð og bað um 12 tommu. Stimplað inn sem Veggie Delite bátur því starfsfólkið vissi ekki hvað annað þau gætu flokkað þetta undir. „Sama verð á bátum hvort sem það er eitthvað á þeim eða ekki,“ var svarið sem ég fékk,“ segir Sigrún Elva Gunnarsdóttir meðlimur í Facebook hópnum Matartips. Færslan vakti athygli meðlima Matartips. Facebook Hún veltir því upp hvort það sé mögulega ósanngjarnt fyrir fólk með skyntruflanir að neyðast til að borga sama verð fyrir margfalt minna magn en aðrir. Fá endurgreitt þrátt fyrir allt Færslan vakti mikla athygli hópmeðlima, en rúmlega sextíu þúsund manns eru í hópnum. Ekki var einhugur í athugasemdakerfinu um hvernig verðlagið hefði átt að vera. Einhverjir segja verðlagninguna ábyggilega mistök en aðrir segja kaupanda ekki geta gengið að því vísu að fá afslátt kjósi hann að sleppa því að fá sér álegg á Subway-bátinn sinn. Í skriflegu svari Vilhjálms Sveins Magnússonar rekstrarstjóra Subway á Íslandi segir að keðjan selji því miður ekki stök brauð á öðru verði en verði bátsins grænmetissælu, sem sé þeirra ódýrasta samloka. Á grænmetissælusamloku er ostur, grænmeti og sósur að eigin vali. Verð á slíkri samloku eru 1969 krónur. „Í þessu tiltekna tilfelli sem vitnað er í er því ekki um mistök að ræða. Í ljósi sérstakra aðstæðna í þessu tilfelli ætlum við að endurgreiða viðskiptavini grænmetissæluna,“ er haft eftir Vilhjálmi.
Neytendur Matur Borgarbyggð Veitingastaðir Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur