Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 10:18 Kári Stefánsson hefur beðist afsökunar á ummælunum. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi lyfjarisans Amgen, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, ber af sér sakir Kára Stefánssonar, fyrrverandi forstjóra, um njósnir á starfsmönnum fyrirtækisins. Forsaga málsins er sú að Kári Stefánsson var gestur í bókaklúbbi Spursmála á Morgunblaðinu. Viðfangsefni þáttarins var bókin 1984 eftir George Orwell þar sem stanslaust eftirlit og ofríki Stóra bróðurs eru jú meginþemu. Sagði Amgen-búnað hljóðnema Í þættinum rekur hann söguna af því þegar Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega. Hann hafi spurt hvaða eiginleika þessar Amgen-tölvur hefðu umfram aðrar tölvur en ekki borist svör. Þá gaf hann það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til njósna á starfsfólki. „Þetta eru tölvur sem eru með njósnabúnaði. Þetta eru tölvur sem eru með „spyware.“ Og þetta eru ekki bara tölvur, þetta eru míkrafónar. Það er hægt að hlusta á allt sem talað er í kringum þessar tölvur. Og þá geta menn sagt, er þetta ekki bara sjálfsagt, þetta er tæki sem þeir nota við vinnu sína í vinnunni. Er eitthvað sem á sér stað í vinnunni sem fyrirtækið má ekki vita um og svarið við því er auðvitað nei. Auðvitað eiga þeir að fá að vita um allt. En þarna ertu kominn alveg upp að línunni,“ sagði hann. Neita njósnum Fréttastofa bar ummæli Kára undir Amgen og barst í gærkvöldi skriflegt svar frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hefur Amgen komið fyrir njósnahugbúnaði í tölvur starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar og stundar Amgen njósnir á starfsfólki sínu? Svar Amgen var skorinort: „Nei, það gerum við ekki.“ Misheppnaðar gríntilraunir Kári dró sjálfur ummæli sín til baka í aðsendri grein á Vísi. Hann sagði ásakanir sínar um njósnir „misheppnaðar tilraunir [...] til þess að vera fyndinn.“ „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifaði Kári. Íslensk erfðagreining Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Kári Stefánsson var gestur í bókaklúbbi Spursmála á Morgunblaðinu. Viðfangsefni þáttarins var bókin 1984 eftir George Orwell þar sem stanslaust eftirlit og ofríki Stóra bróðurs eru jú meginþemu. Sagði Amgen-búnað hljóðnema Í þættinum rekur hann söguna af því þegar Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega. Hann hafi spurt hvaða eiginleika þessar Amgen-tölvur hefðu umfram aðrar tölvur en ekki borist svör. Þá gaf hann það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til njósna á starfsfólki. „Þetta eru tölvur sem eru með njósnabúnaði. Þetta eru tölvur sem eru með „spyware.“ Og þetta eru ekki bara tölvur, þetta eru míkrafónar. Það er hægt að hlusta á allt sem talað er í kringum þessar tölvur. Og þá geta menn sagt, er þetta ekki bara sjálfsagt, þetta er tæki sem þeir nota við vinnu sína í vinnunni. Er eitthvað sem á sér stað í vinnunni sem fyrirtækið má ekki vita um og svarið við því er auðvitað nei. Auðvitað eiga þeir að fá að vita um allt. En þarna ertu kominn alveg upp að línunni,“ sagði hann. Neita njósnum Fréttastofa bar ummæli Kára undir Amgen og barst í gærkvöldi skriflegt svar frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hefur Amgen komið fyrir njósnahugbúnaði í tölvur starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar og stundar Amgen njósnir á starfsfólki sínu? Svar Amgen var skorinort: „Nei, það gerum við ekki.“ Misheppnaðar gríntilraunir Kári dró sjálfur ummæli sín til baka í aðsendri grein á Vísi. Hann sagði ásakanir sínar um njósnir „misheppnaðar tilraunir [...] til þess að vera fyndinn.“ „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifaði Kári.
Íslensk erfðagreining Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira