„Við viljum alls ekki fá of marga“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júlí 2025 12:16 Margir tjalda á Borgarfirði eystra þegar þeir sækja Bræðsluna. Vísir/Kolbeinn Tumi Bræðslan fagnar 20 ára afmæli í dag en forvígismaður hátíðarinnar útilokar ekki tuttugu ár til viðbótar. Dagskráin sé veglegri í ár en vanalega og búið að ráða lúðrasveit og bæta við auka kvöldi vegna tilefnisins. Uppselt er á hátíðina og er biðlað til fólks að leggja ekki leið sína á hátíðarsvæðið án miða. Nóg er um að vera um allt land næstu daga enda fer ein stærsta ferðahelgi Íslendinga nú í hönd. Til að mynda má nefna Trilludaga á Siglufirði, Mærudagar á Húsavík og þá fagnar Bræðslan á Borgarfirði Eystra tuttugu ára afmæli með sérstakri hátíðardagskrá. Fagna í kvöld eins og hátíðin var í upphafi Heiðar Ásgeirsson, sem hefur stýrt Bræðslunni öll árin frá 2005 ásamt bróður sínum Magna Ásgeirssyni, segir að dagskráin verði sérstaklega vegleg vegna tilefnisins. „Það eru sérstakir afmælistónleikar í Bræðslunni í kvöld á föstudagskvöldi. Það er í fyrsta skipti sem við opnum hana á föstudagskvöldi. Venjulega höfum við bara verið þarna í eitt kvöld á laugardagskvöldi. Það er Emilíana Torrini sem verður með sérstaka afmælistónleika þar í kvöld og það var einmitt hún sem byrjaði þetta með okkur hérna árið 2005.“ Of snemmt sé til að segja til um hvort föstudagskvöldið sé komið til að vera. Dagskráin á morgun sé einnig sveipuð nostalgíu. „Á morgun erum við með ungt og efnilegt fólk eins og alltaf en við erum líka með á sviði svona fólk sem er búið að fylgja okkur svolítið í gegnum tíðina og koma nokkru sinnum. Þetta verður svolítið bland af afturhvarfi til fortíðar og svo einhverju nýju líka.“ Aldrei verið meiri eftirspurn Aldrei hefur skapast jafn mikil stemmning fyrir Bræðslunni og í ár að mati Heiðars. „Þessi fjörður, hér búa ekki nema 100 manns yfir árið. Við viljum alls ekki fá of marga gesti þó við viljum auðvitað taka á móti öllum. Það er algjörlega uppselt og eftirspurnin aldrei verið meiri en núna.“ Hann tekur fram að um stór tímamót sé að ræða og að þeir bræðurnir hafi aldrei búist við að þetta myndi ganga í tuttugu ár. „Á meðan þetta er gaman og gengur vel. Á meðan að samfélagið á Borgarfirði tekur þessu svona vel og á meðan að íbúarnir ná svona vel saman þá er engin ástæða önnur en að halda áfram.“ Tuttugu ár til viðbótar jafnvel? „Það er aldrei að vita. Aldrei að vita. Það er búið að halda þjóðhátíð í nokkuð mörg ár til dæmis.“ Bræðslan Múlaþing Tónleikar á Íslandi Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Nóg er um að vera um allt land næstu daga enda fer ein stærsta ferðahelgi Íslendinga nú í hönd. Til að mynda má nefna Trilludaga á Siglufirði, Mærudagar á Húsavík og þá fagnar Bræðslan á Borgarfirði Eystra tuttugu ára afmæli með sérstakri hátíðardagskrá. Fagna í kvöld eins og hátíðin var í upphafi Heiðar Ásgeirsson, sem hefur stýrt Bræðslunni öll árin frá 2005 ásamt bróður sínum Magna Ásgeirssyni, segir að dagskráin verði sérstaklega vegleg vegna tilefnisins. „Það eru sérstakir afmælistónleikar í Bræðslunni í kvöld á föstudagskvöldi. Það er í fyrsta skipti sem við opnum hana á föstudagskvöldi. Venjulega höfum við bara verið þarna í eitt kvöld á laugardagskvöldi. Það er Emilíana Torrini sem verður með sérstaka afmælistónleika þar í kvöld og það var einmitt hún sem byrjaði þetta með okkur hérna árið 2005.“ Of snemmt sé til að segja til um hvort föstudagskvöldið sé komið til að vera. Dagskráin á morgun sé einnig sveipuð nostalgíu. „Á morgun erum við með ungt og efnilegt fólk eins og alltaf en við erum líka með á sviði svona fólk sem er búið að fylgja okkur svolítið í gegnum tíðina og koma nokkru sinnum. Þetta verður svolítið bland af afturhvarfi til fortíðar og svo einhverju nýju líka.“ Aldrei verið meiri eftirspurn Aldrei hefur skapast jafn mikil stemmning fyrir Bræðslunni og í ár að mati Heiðars. „Þessi fjörður, hér búa ekki nema 100 manns yfir árið. Við viljum alls ekki fá of marga gesti þó við viljum auðvitað taka á móti öllum. Það er algjörlega uppselt og eftirspurnin aldrei verið meiri en núna.“ Hann tekur fram að um stór tímamót sé að ræða og að þeir bræðurnir hafi aldrei búist við að þetta myndi ganga í tuttugu ár. „Á meðan þetta er gaman og gengur vel. Á meðan að samfélagið á Borgarfirði tekur þessu svona vel og á meðan að íbúarnir ná svona vel saman þá er engin ástæða önnur en að halda áfram.“ Tuttugu ár til viðbótar jafnvel? „Það er aldrei að vita. Aldrei að vita. Það er búið að halda þjóðhátíð í nokkuð mörg ár til dæmis.“
Bræðslan Múlaþing Tónleikar á Íslandi Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning