Innlent

Hneig niður vegna flogakasts

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Mynd sem Aron tók af sér á sjúkrabörum eftir að hafa hnigið niður í gærkvöldi.
Mynd sem Aron tók af sér á sjúkrabörum eftir að hafa hnigið niður í gærkvöldi.

Tónlistarmaðurinn Aron Can, sem hneig niður á sviði á bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar í gærkvöldi, greinir frá því að hann hafi fengið flogakast. Hann segist hafa farið í blóðprufur og rannsóknir sem komu vel út þó þær skýri ekki flogakastið. Honum líði vel í dag.

Aron greinir frá þessu í Instagram-færslu um hálf eitt í dag.

Aron hneig niður í miðjum flutningi í einu tjaldanna á Hjarta Hafnarfjarðar um hálf níu í gærkvöldi. Starfsmenn öryggisgæslu voru snöggir að koma gestum út úr tjaldinu og hlúðu að Aroni þar til viðbragðsaðilar mættu á svæðið.

Nokkrum tímum síðar birti Aron hringrás á Instagram þar sem hann sagðist vera heill á húfi. Nú hefur hann tjáð sig aftur um málið til að skýra betur hvað gerðist.

„Ég fékk flogakast uppi á sviði í gær sem var óvænt og óþægilegt. Ég labbaði sjálfur af sviðinu og fór í blóðprufur og aðrar rannsóknir sem komu vel út, en svöruðu samt ekki alveg hvað gerðist. Mér líður vel í dag. Takk fyrir skilaboðin og alla þessa hlýju. Það snerti mig meira en ég get lýst ❤️ Áfram gakkkkkkk 🏄‍♂️,“ skrifar hann í færslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×