Innlent

Mikið við­bragð vegna umferðarslyss

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Slysið átti sér stað nálægt Þorlákshöfn.
Slysið átti sér stað nálægt Þorlákshöfn. Vísir/Vilhelm

Viðbragðsaðilar voru kallaðir út á öðrum tímanum vegna umferðarslyss á gatnamótum Eyrarbakkavegs og Þorlákshafnarvegar.

Þetta staðfestir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.

„Þetta var tveggja bíla árekstur á gatnamótum og það voru með minniháttar meiðsli,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. 

Umferð bíla er nú stjórnað á vettvangi og telar hann litlar sem engar tafir verða. Útkallið barst um tuttugu mínútur í fjögur.

Að sögn sjónarvotta voru tveir sjúkrabílar, tveir lögreglubílar og tveir slökkviliðsbílar kallaðir út vegna slyssins.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×