Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar 25. júlí 2025 18:00 Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið. Ríkisstjórnin þegir síðan þunnu hljóði yfir því að bakdyramegin í nafni fjölskyldusameininga hafa komið samkvæmt staðfestum tölum hér að neðan frá Útlendingastofnun. 2023: 1.470, 2024: 1.493 og 2025: 789 sem eru að meðaltali 126. einstaklingur á mánuði frá mismunandi uppruna- löndum. Það þýðir að í raun munu koma til landsins árið 2025 samtals 1500 einstaklingar á fjölskyldusameininga reglunni sem er hrein viðbót við hefðbundnar umsóknir um alþjóðlega vernd sem áður eru nefndar. Samtalan (3000) fjölskyldusameining og verndar umsóknir 2025 nálgast íbúatölu Vestmannaeyja sem er nálægt 4000 manns, svona til samanburðar. Líklega eru 25 % hópsins 65 ára eða eldri. Sem aftur þýðir að líklega fer enginn 65.ára og eldri inn á vinnumarkað, heldur beint inn í stoðkerfi heilbrigðis og almannatryggingamála með stórkostlegum kostnaði fyrir skattgreiðendur/ríkissjóð. Hér að neðan gefur á að líta reglur Útlendingastofnunar um hverjir fái dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sem er í raun afar varasöm leið að mínu mati. „Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga eru almennt veitt mökum, börnum yngri en 18 ára og foreldrum eldri en 67 ára. Til þess að eiga rétt á slíku leyfi þarf fjölskyldusameiningin að vera við íslenskan ríkisborgara, EES/EFTA-borgara eða handhafa ákveðinna dvalarleyfa, Aðeins fylgdarlaus börn með dvalarleyfi sem flóttamenn eiga rétt á fjölskyldusameiningu við systkini sín (yngri en 18 ára) og foreldra (á öllum aldri)“ Þá hafa einstaka fjölmiðlar að undanförnu verið ötulir í að birta viðtöl við einstaklinga frá Bosníu og Bretlandi sem hafa verið búsettir hér áratugum saman og gagnrýna harðlega að hér sé vaxandi útlendingaandúð í þeirra garð. Þarna er um að ræða fólk sem hefur menntað sig og verið kjörið til ábyrgðastarfa fyrir stéttarfélög og sveitarstjórnir. Þetta er nú meira bullið, Íslendingar hafa alltaf tekið vel á móti erlendum íbúum sem hafa fest hér rætur, staðið sig vel og lagt af mörkum til samfélagsins. Hins vegar sættir meirihluti almennings sig ekki við, að hingað streymi fólk í þúsunda tali á ári hverju og leggist á þegar útþanin velferðarkerfin og þiggi hér framfærslu á kostnað ríkis og almennings. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið. Ríkisstjórnin þegir síðan þunnu hljóði yfir því að bakdyramegin í nafni fjölskyldusameininga hafa komið samkvæmt staðfestum tölum hér að neðan frá Útlendingastofnun. 2023: 1.470, 2024: 1.493 og 2025: 789 sem eru að meðaltali 126. einstaklingur á mánuði frá mismunandi uppruna- löndum. Það þýðir að í raun munu koma til landsins árið 2025 samtals 1500 einstaklingar á fjölskyldusameininga reglunni sem er hrein viðbót við hefðbundnar umsóknir um alþjóðlega vernd sem áður eru nefndar. Samtalan (3000) fjölskyldusameining og verndar umsóknir 2025 nálgast íbúatölu Vestmannaeyja sem er nálægt 4000 manns, svona til samanburðar. Líklega eru 25 % hópsins 65 ára eða eldri. Sem aftur þýðir að líklega fer enginn 65.ára og eldri inn á vinnumarkað, heldur beint inn í stoðkerfi heilbrigðis og almannatryggingamála með stórkostlegum kostnaði fyrir skattgreiðendur/ríkissjóð. Hér að neðan gefur á að líta reglur Útlendingastofnunar um hverjir fái dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sem er í raun afar varasöm leið að mínu mati. „Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga eru almennt veitt mökum, börnum yngri en 18 ára og foreldrum eldri en 67 ára. Til þess að eiga rétt á slíku leyfi þarf fjölskyldusameiningin að vera við íslenskan ríkisborgara, EES/EFTA-borgara eða handhafa ákveðinna dvalarleyfa, Aðeins fylgdarlaus börn með dvalarleyfi sem flóttamenn eiga rétt á fjölskyldusameiningu við systkini sín (yngri en 18 ára) og foreldra (á öllum aldri)“ Þá hafa einstaka fjölmiðlar að undanförnu verið ötulir í að birta viðtöl við einstaklinga frá Bosníu og Bretlandi sem hafa verið búsettir hér áratugum saman og gagnrýna harðlega að hér sé vaxandi útlendingaandúð í þeirra garð. Þarna er um að ræða fólk sem hefur menntað sig og verið kjörið til ábyrgðastarfa fyrir stéttarfélög og sveitarstjórnir. Þetta er nú meira bullið, Íslendingar hafa alltaf tekið vel á móti erlendum íbúum sem hafa fest hér rætur, staðið sig vel og lagt af mörkum til samfélagsins. Hins vegar sættir meirihluti almennings sig ekki við, að hingað streymi fólk í þúsunda tali á ári hverju og leggist á þegar útþanin velferðarkerfin og þiggi hér framfærslu á kostnað ríkis og almennings. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar