Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júlí 2025 21:18 Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélagsins við Árskóga. vísir/bjarni Formaður húsfélags við Árskóga vill bjóða borgarstjóra Reykjavíkur í vöfflukaffi eftir að sátt náðist um umdeildan göngustíg sem íbúar hafa mótmælt síðustu vikur. Allt sé gott sem endi vel að mati formannsins. Framkvæmdir við göngustíginn við fjölbýlishús við Árskóga steinsnar frá „græna gímaldinu“ voru stöðvaðar tímabundið í gær eftir mótmæli íbúa en munu nú halda áfram eftr að sátt náðist í málinu. En hvað breyttist? „Það breyttist það náttúrulega að við erum búin að vera mótmæla þessu núna í hálfan mánuð og krefjast breytinga á þessu. Eins og þið sjáið hérna veggina ganga hérna upp í hálfan gluggann hjá fólkinu á enda íbúðinni ég var alltaf að tala um að þetta yrði kjallaraíbúð.“ Margvíslegar breytingar verði á stígnum Greint var frá því í síðustu viku að íbúar í Árskógum hafi ekki fest svefn vegna umræddra framkvæmda. Þegar fréttastofu bar að garði sögðust íbúar sofa mun betur núna en margvíslegar breytingar verða í kjölfar samkomulagsins. „Minni veggurinn verður færður þar sem stóri veggurinn er. Þau lækka síðan stéttina hérna á milli hússins og N1-stöðvarinnar um 50 sentímetra. Þannig að hallinn verður mun þægilegri á stígnum. Þeir ætla að færa göngustíginn 60 sentímetra lengra frá húsinu. Það er töluverður munur. Síðan ætla þeir að breyta ljósastaurunum sem áttu að vera hérna beint fyrir framan svalirnar hjá okkur. Þeir ætla setja bara lága 60 til 70 sentímetra staura á milli svalanna,“ sagði Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélags við Árskóga, í samtali við fréttastofu. Þakkar fyrir sig með vöffluboði Ingi segir borgarstjórn eiga hrós skilið fyrir að hlusta á íbúa og koma til móts við þá. Hann þakkar fyrir sig með boði. Er þetta mikill sigur fyrir íbúa? „Við vildum fara lengra, eins og alltaf. En við samþykktum þetta. Fólk á að tala saman í svona málum. Ekki bara vaða yfir menn. Við verðum bara með vöfflukaffi fyrir borgarstjóra þegar þetta allt er búið. Vonandi getur hún komið. Ég hef ekki náð í hana ennþá að vísu. Það er erfitt að ná í borgarstjórann en vonandi mætir hún í vöfflukaffi þegar þetta er búið.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Ætlið þið þá að ganga hérna göngustíginn endilangan og vera með vöfflur við hinn endann? „Akkúrat, það væri mjög sniðugt.“ Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Framkvæmdir við göngustíginn við fjölbýlishús við Árskóga steinsnar frá „græna gímaldinu“ voru stöðvaðar tímabundið í gær eftir mótmæli íbúa en munu nú halda áfram eftr að sátt náðist í málinu. En hvað breyttist? „Það breyttist það náttúrulega að við erum búin að vera mótmæla þessu núna í hálfan mánuð og krefjast breytinga á þessu. Eins og þið sjáið hérna veggina ganga hérna upp í hálfan gluggann hjá fólkinu á enda íbúðinni ég var alltaf að tala um að þetta yrði kjallaraíbúð.“ Margvíslegar breytingar verði á stígnum Greint var frá því í síðustu viku að íbúar í Árskógum hafi ekki fest svefn vegna umræddra framkvæmda. Þegar fréttastofu bar að garði sögðust íbúar sofa mun betur núna en margvíslegar breytingar verða í kjölfar samkomulagsins. „Minni veggurinn verður færður þar sem stóri veggurinn er. Þau lækka síðan stéttina hérna á milli hússins og N1-stöðvarinnar um 50 sentímetra. Þannig að hallinn verður mun þægilegri á stígnum. Þeir ætla að færa göngustíginn 60 sentímetra lengra frá húsinu. Það er töluverður munur. Síðan ætla þeir að breyta ljósastaurunum sem áttu að vera hérna beint fyrir framan svalirnar hjá okkur. Þeir ætla setja bara lága 60 til 70 sentímetra staura á milli svalanna,“ sagði Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélags við Árskóga, í samtali við fréttastofu. Þakkar fyrir sig með vöffluboði Ingi segir borgarstjórn eiga hrós skilið fyrir að hlusta á íbúa og koma til móts við þá. Hann þakkar fyrir sig með boði. Er þetta mikill sigur fyrir íbúa? „Við vildum fara lengra, eins og alltaf. En við samþykktum þetta. Fólk á að tala saman í svona málum. Ekki bara vaða yfir menn. Við verðum bara með vöfflukaffi fyrir borgarstjóra þegar þetta allt er búið. Vonandi getur hún komið. Ég hef ekki náð í hana ennþá að vísu. Það er erfitt að ná í borgarstjórann en vonandi mætir hún í vöfflukaffi þegar þetta er búið.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Ætlið þið þá að ganga hérna göngustíginn endilangan og vera með vöfflur við hinn endann? „Akkúrat, það væri mjög sniðugt.“
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira