Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2025 08:00 Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Anton Brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda sé magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Auk þess segir hann að 5,3 prósenta byggða- og nýliðunarkvótinn hafi smátt og smátt verið að færast til stórútgerðarinnar, í nafni svokallaðra skel- og rækjubóta sem ekki eigi lengur rétt á sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Sigurjóns á Vísi í morgun, þar sem hann sagði óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. „Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga.“ Gríðarleg skekkja í mælingum á þorskstofninum „Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna.“ „Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi,“ segir Sigurjón. Þá segir hann að fyrirtæki innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sæki æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. „Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð.“ Loks segir Sigurjón að ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta, en þar megi nefna lítið brottkast, áreiðanleg vigtun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum mörkva. Þá sé samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar, og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra muni leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum. Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17. júlí 2025 17:07 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Auk þess segir hann að 5,3 prósenta byggða- og nýliðunarkvótinn hafi smátt og smátt verið að færast til stórútgerðarinnar, í nafni svokallaðra skel- og rækjubóta sem ekki eigi lengur rétt á sér. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Sigurjóns á Vísi í morgun, þar sem hann sagði óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. „Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga.“ Gríðarleg skekkja í mælingum á þorskstofninum „Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna.“ „Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi,“ segir Sigurjón. Þá segir hann að fyrirtæki innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sæki æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. „Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð.“ Loks segir Sigurjón að ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta, en þar megi nefna lítið brottkast, áreiðanleg vigtun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum mörkva. Þá sé samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar, og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra muni leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum.
Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17. júlí 2025 17:07 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. 17. júlí 2025 17:07