„Það er verið að taka aðeins of mikið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. júlí 2025 16:18 Erpur segir atvinnuveiði aðallega valda fækkun í stofni lundans. Vísir Sérfræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands segir lundastofninn hér á landi hafa minnkað um meira en helming á 30 árum. Hann segir litlar veiðitölur hafa heilmikil áhrif þegar nýliðun stofnsins sé léleg. Veiðimenn ósammála Í viðtali við lundaveiðimenn í Vestmannaeyjum í kvöldfréttum kom fram að þeir væru ósammála því mati að veiði þar hafi stuðlað að fækkun í stofninum síðustu árin. Þeir sögðu veiðar í Eyjum vera stundaðar af ábyrgð og hefðu lítil áhrif á stofninn. Erpur Snær Hansen forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðurlands segir enga spurningu að lundaveiðar hér á landi séu ósjálfbærar. „Litlar veiðitölur hafa heilmikið að segja þegar nýliðunin er svona léleg, þegar hún er ekki nóg til að bæta upp fyrir náttúruleg afföll. Þá bætast þessar veiðitölur við náttúrulega afföllin og þar af leiðandi bætist við vandann,“ segir Erpur. Pysjan staldri ekki endilega við í Eyjum Í viðtalinu við Eyjamenn í gær kom fram skoðun þeirra að lunda hafi fjölgað þar síðustu misserin. Erpur segir að þó pysja fæðist í Eyjum séu 60% líkur á að hún setjist að á öðrum stað, veiðar þar hafi því áhrif á stofninn í heild. Hann er sammála því að veiðimenn í Eyjum hafi sýnt ábyrgð hvað veiðar varðar. „Vandamálið í dag eru atvinnuveiðar, þeir eru að veiða langmest og telja langmest. Þar er úrræðaleysi hjá stjórnvöldum.“ Hann segir nýliðun lunda fylgja sjávarhita og lífslíkur að vetri skipti líka miklu máli. Stofninn í heild hafi minnkað um helgmin á síðustu þrjátíu árum. „Þegar veitt er á hlýsjávarskeið eins og er núna þá ertu að draga stofninn lengra niður en hann hefði annars farið. Hann nær sér ekki upp í sömu hæðir því það er verið að taka aðeins of mikið.“ Vestmannaeyjar Dýr Fuglar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Veiðimenn ósammála Í viðtali við lundaveiðimenn í Vestmannaeyjum í kvöldfréttum kom fram að þeir væru ósammála því mati að veiði þar hafi stuðlað að fækkun í stofninum síðustu árin. Þeir sögðu veiðar í Eyjum vera stundaðar af ábyrgð og hefðu lítil áhrif á stofninn. Erpur Snær Hansen forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðurlands segir enga spurningu að lundaveiðar hér á landi séu ósjálfbærar. „Litlar veiðitölur hafa heilmikið að segja þegar nýliðunin er svona léleg, þegar hún er ekki nóg til að bæta upp fyrir náttúruleg afföll. Þá bætast þessar veiðitölur við náttúrulega afföllin og þar af leiðandi bætist við vandann,“ segir Erpur. Pysjan staldri ekki endilega við í Eyjum Í viðtalinu við Eyjamenn í gær kom fram skoðun þeirra að lunda hafi fjölgað þar síðustu misserin. Erpur segir að þó pysja fæðist í Eyjum séu 60% líkur á að hún setjist að á öðrum stað, veiðar þar hafi því áhrif á stofninn í heild. Hann er sammála því að veiðimenn í Eyjum hafi sýnt ábyrgð hvað veiðar varðar. „Vandamálið í dag eru atvinnuveiðar, þeir eru að veiða langmest og telja langmest. Þar er úrræðaleysi hjá stjórnvöldum.“ Hann segir nýliðun lunda fylgja sjávarhita og lífslíkur að vetri skipti líka miklu máli. Stofninn í heild hafi minnkað um helgmin á síðustu þrjátíu árum. „Þegar veitt er á hlýsjávarskeið eins og er núna þá ertu að draga stofninn lengra niður en hann hefði annars farið. Hann nær sér ekki upp í sömu hæðir því það er verið að taka aðeins of mikið.“
Vestmannaeyjar Dýr Fuglar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira