Sport

Dag­skráin í dag: Besta-deildin alls­ráðandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valsmenn taka á móti FH í Bestu-deild karla í kvöld.
Valsmenn taka á móti FH í Bestu-deild karla í kvöld. Rob Casey/SNS Group via Getty Images

Sportrásir Sýnar bjóða upp á átta beinar útsendingar á þessum síðasta sunnudegi júlímánaðar. Besta-deild karla verður áberandi í dag, enda þrír leikir á dagskrá.

Við hefjum þó leik úti á golfvelli og á kappakstursbrautinni klukkan 12:30. Á Sýn Sport 4 verður sýnt frá síðasta keppnisdegi The Senior Open og á Sýn Sport Viaplay hefst bein útsending frá belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 á sama tíma.

Klukkan 13:50 er svo komið að fyrstu útsendingu dagsins úr Bestu-deild karla þegar Vestri tekur á móti ÍBV á Sýn Sport Ísland. 

Klukkan 19:05 hefjast svo beinar útsendingar frá tveimur leikjum. Á Sýn Sport Ísland eigast Valur og FH við og á Sýn Sport Ísland 2 verður sýnt frá leik Fram og Víkings.

Subway Tilþrifin eru svo á sínum stað að þessum leikjum loknum á Sýn Sport Ísland þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

Að lokum verður sýnt frá Brickyard 400 keppninni í Nascar á Sýn Sport Viaplay klukkan 17:30 og við lokum deginum með viðureign Giants og Mets í MLB-deildinni í hafnabolta klukkan 23:00 á sömu rás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×