Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júlí 2025 21:14 Margmenni kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á ástandinu á Gaza. vísir Margmenni kom saman í svokallaðri hungurgöngu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á hungursneyð á Gaza-ströndinni og krefjast aðgerða frá íslenskum stjórnvöldum. Ísraelsher tilkynnti í dag að hann hyggist gera tíu klukkutíma hlé á hernaðaraðgerðum á þremur landsvæðum á Gaza daglega svo að þangað geti borist matvæli og önnur hjálpargögn. Hungursneyð hefur ríkt á svæðinu og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu hafa rúmlega 130 dáið úr hungri síðan átök þar hófust 7. október 2023. Þar af 85 börn. Þá var lest vöruflutningabíla með hjálpargögnum ekið inn á Gaza í morgun í gegnum landamærastöðina í Rafah en Jórdanía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa staðið fyrir loftflutningi hjálpargagna. Töluvert mannfall hefur orðið í Palestínu í dag og þar með talið við dreifingarstöðvar hjálpargagna. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísreals sakaði Sameinuðu þjóðirnar um lygar í myndbandstilkynningu í dag og sagði ávalt hafa verið greiða leið inn á Gaza fyrir mannúðaraðstoð. Svokölluð hungurganga fór fram samtímis í Reykjavík og á Akureyri í dag til að mótmæla ástandinu á Gaza. Í Reykjavík kom fólk saman við Hlemm og gekk niður Laugaveg í átt að Stjórnarráðinu og lét vel í sér heyra. Mótmælendur kröfðust þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða vegna ástandsins. „Hungursneyðin á Gasa er eitthvað sem fólk vill ekki sjá og vill ekki láta viðgangast. Það er komið nóg, maður sér það þegar þjóðarleiðtogar eru farnir að taka undir, þá kemur fólkið hægt og rólega með,“ sagði María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp mótmælandi á svæðinu. Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, einn skipuleggjanda mótmælanna, segir stjórnvöld hér á landi geta gert ýmislegt til að bregðast við ástandinu. „Aðgerða er þörf. Við viljum viðskiptaþvinganir á Ísrael, við viljum slíta stjórnmálasamstarfi við Ísrael. Við viljum að sjálfsögðu að Ísland sé hluti af Haag-hópnum. Sem er að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraels.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Ísraelsher tilkynnti í dag að hann hyggist gera tíu klukkutíma hlé á hernaðaraðgerðum á þremur landsvæðum á Gaza daglega svo að þangað geti borist matvæli og önnur hjálpargögn. Hungursneyð hefur ríkt á svæðinu og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu hafa rúmlega 130 dáið úr hungri síðan átök þar hófust 7. október 2023. Þar af 85 börn. Þá var lest vöruflutningabíla með hjálpargögnum ekið inn á Gaza í morgun í gegnum landamærastöðina í Rafah en Jórdanía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa staðið fyrir loftflutningi hjálpargagna. Töluvert mannfall hefur orðið í Palestínu í dag og þar með talið við dreifingarstöðvar hjálpargagna. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísreals sakaði Sameinuðu þjóðirnar um lygar í myndbandstilkynningu í dag og sagði ávalt hafa verið greiða leið inn á Gaza fyrir mannúðaraðstoð. Svokölluð hungurganga fór fram samtímis í Reykjavík og á Akureyri í dag til að mótmæla ástandinu á Gaza. Í Reykjavík kom fólk saman við Hlemm og gekk niður Laugaveg í átt að Stjórnarráðinu og lét vel í sér heyra. Mótmælendur kröfðust þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða vegna ástandsins. „Hungursneyðin á Gasa er eitthvað sem fólk vill ekki sjá og vill ekki láta viðgangast. Það er komið nóg, maður sér það þegar þjóðarleiðtogar eru farnir að taka undir, þá kemur fólkið hægt og rólega með,“ sagði María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp mótmælandi á svæðinu. Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, einn skipuleggjanda mótmælanna, segir stjórnvöld hér á landi geta gert ýmislegt til að bregðast við ástandinu. „Aðgerða er þörf. Við viljum viðskiptaþvinganir á Ísrael, við viljum slíta stjórnmálasamstarfi við Ísrael. Við viljum að sjálfsögðu að Ísland sé hluti af Haag-hópnum. Sem er að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraels.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira