Sport

Dag­skráin í dag: Mikil­vægur leikur í Garða­bæ

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mosfellingar mæta í Garðabæinn í kvöld.
Mosfellingar mæta í Garðabæinn í kvöld. Vísir/Anton Brink

Sportrásir Sýnar bjóða upp á þrjár beinar útsendingar á þessum fína mánudegi. Stjarnan tekur á móti Aftureldingu í mikilvægum leik í Bestu-deild karla.

Við hefjum einmitt leik í Garðabænum þar sem Stjörnumenn taka á móti Aftureldingu. Liðin sita í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar, en pakkinn er þéttur og sigurliðið í kvöld slítur sig nokkuð vel frá fallbaráttunni.

Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:00 á Sýn Sport Ísland og að leik loknum verður Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta úr liðinni umferð.

Klukkan 23:50 er svo komið að viðureign Síle og Paragvæ um fimmta sætið í Suður-Ameríkukeppni kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×