Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 18:31 Andri Rúnar skoraði eitt mark Stjörnumanna. vísir/Ernir Eftir að lenda 0-1 undir kom Stjarnan til baka eftir að Axel Óskar Andrésson sá rautt í liði Aftureldingar. Lokatölur í Garðabænum 4-1 þegar Stjarnan tók á móti Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur fór fjörlega af stað og bæði lið reyndu skot á fyrstu tveimur mínútunum. Það var svo strax á elleftu mínútu að ísinn var brotinn þegar boltinn barst út í teig eftir langt innkast frá Hrannari Snæ. Þórður Gunnar tók við honum og reyndi lúmskt skot í fjærhornið, en boltinn fór í Guðmund Kristjánsson á leið sinni þangað og endaði í nærhorninu. Eftir þetta varð minna um færi og meira af spjöldum. Axel Óskar Andrésson fékk þó eitt algjört dauðafæri eftir tæplega hálftíma leik þegar hann var aleinn inni á markteig, en skallinn beint á Árna Snæ í marki Stjörnunnar. Axel Óskar nældi sér svo í gult spjald fyrir peysutog á 34. mínútu og annað sex mínútum síðar fyrir glórulausa tæklingu. Miðvörðurinn stæðilegi var því sendur í snemmbúna sturtu og gestirnir þurftu að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Alls tók Sigurður Hjörtur dómari gula spjaldið átta sinnum úr vasanum og rauða spjaldið einu sinni í fyrri hálfleik. Fleiri urðu mörkin þó ekki fyrir hlé og Mosfellingar leiddu því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir liðsmuninn voru það gestirnir í Aftureldingu sem fengu fyrsta færi seinni hálfleiksins. Oliver Sigurjónsson komst þá inn í boltann á hættulegum stað og lagði hann til hliðar á Hrannar Snæ, sem var í algjöru dauðafæri. Hrannar hikaði hins vegar og lét Árna Snæ verja frá sér. Jöfnunarmark Stjörnunnar kom hins vegar snemma í seinni hálfleik. Samúel Kári átti á fyrirgjöf inn á teig og Benedikt Waren átti skallann. Jökull hafði hönd á boltanum, en hann virtist þó vera kominn yfir línuna áður en Adolf Daði skilaði honum í netið. Markið skráist allavega á Benedikt í bili. Heimamenn höfðu svo öll völd á vellinum það sem eftir lifði leiks og næsta mark lá alltaf í loftinu. Stjarnan náði loksins forystunni á 70. mínútu þegar Andri Rúnar Bjarnason skallaði fyrirgjöf Benedikts Waren í netið og fimm mínútum síðar potaði Guðmundur Baldvin Nökkvason boltanum í slána og inn eftir smá klafs í teignum. Atvik leiksins Axel Óskar Andrésson stal senunni í þessum leik og rauða spjaldið sem hann nældi sér í fær þann heiður að vera valið atvik leiksins. Axel var nýbúinn að næla sér í gult spjald fyrir augljóst peysutog og fer svo í glórulausa tæklingu stuttu síðar. Tvö verðskulduð gul spjöld og rautt spjald sem setti gestina í erfiða stöðu. Stjörnur og skúrkar Benedikt Waren skoraði og lagði upp fyrir Stjörnuna í kvöld og getur gengið sáttur frá sinni vakt. Það sama má segja um hina markaskorarana í liði Stjörnunnar, Andra Rúnar Bjarnason, Guðmund Baldvin Nökkvason og varamanninn Örvar Eggertsson. Skúrkurinn er hins vegar sjálfvalinn. Axel Óskar Andrésson misnotaði algjört dauðafæri til að tvöfalda forystu gestanna á 28. mínútu og tólf mínútum síðar var hann búinn að næla sér í tvö gul spjöld og þar með rautt. Erfiður dagur fyrir þennan annars öfluga leikmann. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson og hans teymi höfðu í nægu að snúast í kvöld, í það minnsta í fyrri hálfleik. Alls var gula spjaldið rifið átta sinnum upp fyrir hlé og það rauða einu sinni. Hins vegar er lítið hægt að setja út á frammistöðu dómarateymisins. Stemning og umgjörð Rúmlega sjöhundruð manns á vellinum og kaldur vindurinn blés upp í stúku. Áhorfendur létu það þó ekki á sig fá og létu vel í sér heyra. Eins og svo oft áður var umgjörðin á Samsungvellinum einnig til fyrirmyndar. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Íslenski boltinn Fótbolti
Eftir að lenda 0-1 undir kom Stjarnan til baka eftir að Axel Óskar Andrésson sá rautt í liði Aftureldingar. Lokatölur í Garðabænum 4-1 þegar Stjarnan tók á móti Aftureldingu í 16. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur fór fjörlega af stað og bæði lið reyndu skot á fyrstu tveimur mínútunum. Það var svo strax á elleftu mínútu að ísinn var brotinn þegar boltinn barst út í teig eftir langt innkast frá Hrannari Snæ. Þórður Gunnar tók við honum og reyndi lúmskt skot í fjærhornið, en boltinn fór í Guðmund Kristjánsson á leið sinni þangað og endaði í nærhorninu. Eftir þetta varð minna um færi og meira af spjöldum. Axel Óskar Andrésson fékk þó eitt algjört dauðafæri eftir tæplega hálftíma leik þegar hann var aleinn inni á markteig, en skallinn beint á Árna Snæ í marki Stjörnunnar. Axel Óskar nældi sér svo í gult spjald fyrir peysutog á 34. mínútu og annað sex mínútum síðar fyrir glórulausa tæklingu. Miðvörðurinn stæðilegi var því sendur í snemmbúna sturtu og gestirnir þurftu að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Alls tók Sigurður Hjörtur dómari gula spjaldið átta sinnum úr vasanum og rauða spjaldið einu sinni í fyrri hálfleik. Fleiri urðu mörkin þó ekki fyrir hlé og Mosfellingar leiddu því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir liðsmuninn voru það gestirnir í Aftureldingu sem fengu fyrsta færi seinni hálfleiksins. Oliver Sigurjónsson komst þá inn í boltann á hættulegum stað og lagði hann til hliðar á Hrannar Snæ, sem var í algjöru dauðafæri. Hrannar hikaði hins vegar og lét Árna Snæ verja frá sér. Jöfnunarmark Stjörnunnar kom hins vegar snemma í seinni hálfleik. Samúel Kári átti á fyrirgjöf inn á teig og Benedikt Waren átti skallann. Jökull hafði hönd á boltanum, en hann virtist þó vera kominn yfir línuna áður en Adolf Daði skilaði honum í netið. Markið skráist allavega á Benedikt í bili. Heimamenn höfðu svo öll völd á vellinum það sem eftir lifði leiks og næsta mark lá alltaf í loftinu. Stjarnan náði loksins forystunni á 70. mínútu þegar Andri Rúnar Bjarnason skallaði fyrirgjöf Benedikts Waren í netið og fimm mínútum síðar potaði Guðmundur Baldvin Nökkvason boltanum í slána og inn eftir smá klafs í teignum. Atvik leiksins Axel Óskar Andrésson stal senunni í þessum leik og rauða spjaldið sem hann nældi sér í fær þann heiður að vera valið atvik leiksins. Axel var nýbúinn að næla sér í gult spjald fyrir augljóst peysutog og fer svo í glórulausa tæklingu stuttu síðar. Tvö verðskulduð gul spjöld og rautt spjald sem setti gestina í erfiða stöðu. Stjörnur og skúrkar Benedikt Waren skoraði og lagði upp fyrir Stjörnuna í kvöld og getur gengið sáttur frá sinni vakt. Það sama má segja um hina markaskorarana í liði Stjörnunnar, Andra Rúnar Bjarnason, Guðmund Baldvin Nökkvason og varamanninn Örvar Eggertsson. Skúrkurinn er hins vegar sjálfvalinn. Axel Óskar Andrésson misnotaði algjört dauðafæri til að tvöfalda forystu gestanna á 28. mínútu og tólf mínútum síðar var hann búinn að næla sér í tvö gul spjöld og þar með rautt. Erfiður dagur fyrir þennan annars öfluga leikmann. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson og hans teymi höfðu í nægu að snúast í kvöld, í það minnsta í fyrri hálfleik. Alls var gula spjaldið rifið átta sinnum upp fyrir hlé og það rauða einu sinni. Hins vegar er lítið hægt að setja út á frammistöðu dómarateymisins. Stemning og umgjörð Rúmlega sjöhundruð manns á vellinum og kaldur vindurinn blés upp í stúku. Áhorfendur létu það þó ekki á sig fá og létu vel í sér heyra. Eins og svo oft áður var umgjörðin á Samsungvellinum einnig til fyrirmyndar.
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn