Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Jón Þór Stefánsson skrifar 28. júlí 2025 20:00 Liam og Noel Gallagher á tónleikum í Cardiff í byrjun mánaðar. Getty Spennan milli Oasis-bræðranna Liam og Noel Gallagher er að sögð vera að magnast upp nú á meðan tónleikaferðalag þeirra stendur sem hæst. Líkt og frægt er töluðust bræðurnir ekki við og áttu í hatrömmum deilum um margra ára skeið, eða þangað til þeir ákváðu að grafa stríðsöxina í fyrra og boðuðu til fjölda tónleika. Túrinn hófst fyrr í þessum mánuði, hingað til hafa þeir haldið sig við Bretlandseyjar, en til stendur að fara til Norður- og Suður Ameríku, Asíu, og Ástralíu. Að sögn Daily Mail stendur samband Gallagher-bræðranna ekki á eins traustum fótum og látið er líta út fyrir. Miðillinn fullyrðir að starfsmenn sem eru baksviðs á tónleikunum séu látnir setja límmiða yfir myndavélar farsíma sinna svo þeir festi ekki á filmu hvernig samband bræðranna sé í raun og veru. Jafnframt hefur Daily Mail eftir heimildarmönnum sínum, sem eru sagðir í innsta hring, að áhyggjur aukist nú varðandi það hversu lengi bræðurnir geti starfað saman. „Liam eyðir meiri tíma með hundinum sínum en með Noel. Þeir þola ekki hvorn annan og þetta er að verða rosalegt vandamál, og skipulagsleg martröð,“ er haft eftir einum heimildarmanni. Þá segir að bræðurnir gisti ekki á sömu hótelum, og að búið sé að sjá til þess að þeir muni ferðast í sitthvorri einkaþotunni þegar þeir ferðast heimshorna á milli vegna túrsins. Það sé gert svo þeir verji sem minnstum mögulegum tíma saman. „Að fljúga saman í járnboxi í þúsund feta hæð er uppskrift að stórslysi,“ er haft eftir heimildarmanni. Oasis saman á tónleikum, reyndar árið 1996. Þá er haft eftir öðrum, sem er sagður náinn Noel, að samband þeirra sé á svo hálum ís að óhugsandi sé að þeir muni klára tónleikaferðalagið. „Hvorugur þeirra er tilbúinn að fyrirgefa hinum og gleyma því sem átti sér stað í fortíðinni. Það að þeir ætli að verja næstu þremur mánuðunum saman á sviði er alveg ótrúlegt. Þeir geta ekki einu sinni verið saman í herbergi í meira en sex mínútur. Í frétt Daily Mail er einnig haft eftir heimildarmönnum að helsta ástæða tónleikaferðalagsins séu peningarnir sem bræðurnir munu fá í vasann fyrir vikið. Búist sé við því að gróðinn af miðasölu og sölu á varningi verði um 400 milljónir sterlingspunda, eða um 65 milljarðar króna. „Þegar allt kemur til alls varðandi þá Liam og Noel og þennan túr, sama hversu slæmt þetta verður, þá vegur peningurinn meira en illdeilurnar,“ er haft eftir heimildarmanni. Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Sjá meira
Líkt og frægt er töluðust bræðurnir ekki við og áttu í hatrömmum deilum um margra ára skeið, eða þangað til þeir ákváðu að grafa stríðsöxina í fyrra og boðuðu til fjölda tónleika. Túrinn hófst fyrr í þessum mánuði, hingað til hafa þeir haldið sig við Bretlandseyjar, en til stendur að fara til Norður- og Suður Ameríku, Asíu, og Ástralíu. Að sögn Daily Mail stendur samband Gallagher-bræðranna ekki á eins traustum fótum og látið er líta út fyrir. Miðillinn fullyrðir að starfsmenn sem eru baksviðs á tónleikunum séu látnir setja límmiða yfir myndavélar farsíma sinna svo þeir festi ekki á filmu hvernig samband bræðranna sé í raun og veru. Jafnframt hefur Daily Mail eftir heimildarmönnum sínum, sem eru sagðir í innsta hring, að áhyggjur aukist nú varðandi það hversu lengi bræðurnir geti starfað saman. „Liam eyðir meiri tíma með hundinum sínum en með Noel. Þeir þola ekki hvorn annan og þetta er að verða rosalegt vandamál, og skipulagsleg martröð,“ er haft eftir einum heimildarmanni. Þá segir að bræðurnir gisti ekki á sömu hótelum, og að búið sé að sjá til þess að þeir muni ferðast í sitthvorri einkaþotunni þegar þeir ferðast heimshorna á milli vegna túrsins. Það sé gert svo þeir verji sem minnstum mögulegum tíma saman. „Að fljúga saman í járnboxi í þúsund feta hæð er uppskrift að stórslysi,“ er haft eftir heimildarmanni. Oasis saman á tónleikum, reyndar árið 1996. Þá er haft eftir öðrum, sem er sagður náinn Noel, að samband þeirra sé á svo hálum ís að óhugsandi sé að þeir muni klára tónleikaferðalagið. „Hvorugur þeirra er tilbúinn að fyrirgefa hinum og gleyma því sem átti sér stað í fortíðinni. Það að þeir ætli að verja næstu þremur mánuðunum saman á sviði er alveg ótrúlegt. Þeir geta ekki einu sinni verið saman í herbergi í meira en sex mínútur. Í frétt Daily Mail er einnig haft eftir heimildarmönnum að helsta ástæða tónleikaferðalagsins séu peningarnir sem bræðurnir munu fá í vasann fyrir vikið. Búist sé við því að gróðinn af miðasölu og sölu á varningi verði um 400 milljónir sterlingspunda, eða um 65 milljarðar króna. „Þegar allt kemur til alls varðandi þá Liam og Noel og þennan túr, sama hversu slæmt þetta verður, þá vegur peningurinn meira en illdeilurnar,“ er haft eftir heimildarmanni.
Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Sjá meira