Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedikt V. Warén fagnar fyrsta marki Stjörnunnar með Adolfi Daða Birgisson en Sigurður Hjörtur Þrastarson dómari skráði markið á endanum á Adolf.
Benedikt V. Warén fagnar fyrsta marki Stjörnunnar með Adolfi Daða Birgisson en Sigurður Hjörtur Þrastarson dómari skráði markið á endanum á Adolf. Sýn Sport

Stjarnan vann 4-1 sigur á Aftureldingu í lokaleik sextándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjö mörkin úr leiknum hér á Vísi.

Þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna síðan 22. júní en liðið hafði leikið fjóra leiki í deild og bikar í röð án þess að fagna sigri.

Afturelding byrjaði leikinn þó vel og Þórður Gunnar Hafþórsson kom Mosfellingum í 1-0 á ellefu mínútu.

Allt breyttist þegar Axel Óskar Andrésson fékk sitt annað gula spjald á 40. mínútu en hann fékk það fyrra sex mínútum áður.

Afturelding var því tíu á móti ellefu í klukkutíma.

Mosfellingar héldu út langt fram í seinni hálfleik en Stjörnumenn jöfnuðu loks metin á 55. mínútu.

Það héldu flestir að Benedikt V. Warén hefði skorað markið en það var ekki svo. Dómarar leiksins mátu það svo að liðsfélagi hans Adolf Daði Birgisson hefði stolið markinu á marklínunni.

Benedikt lagði upp mark fyrir Andri Rúnar Bjarnason fimmtán mínútum síðar og þeir Guðmundur Baldvin Nökkvason og Örvar Eggertsson innsigluðu svo sigur Stjörnumanna með þriðja og fjórða markinu.

Hér fyrir neðan má sjá rauða sjaldið og öll mörkin úr leiknum.

Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik Stjörnunnar og Aftureldingar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×